Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2019

Aunginn hefir enn slegið stórmet Jóns Gláms Gítarleikara

gitar_888308.jpgVið sem munum tímana tvenna, eða jafnvel þrenna, vorum mörg vitni að hinum stórbrotnu tónleikum Jóns Gláms Gítarleikara, en um Jón Glám og hans tónmennt hafa skapast þjóðsögur og helgisögur af því tagi sem ekki eru líklegar til að falla í gleymskunnar dá. Og sannleikurinn er sá, að fáir hafa leikið eftir að kalla fram aðra eins hljóma, eftir að hafa innbyrt önnur eins ósköp af brennivíni og stöffi. Mér er enn í fersku minni hvernig ungu stúlkurnar migu á sig og í sig og féllu aftur og aftur í ómeginn á tónlistarviðburði Jóns Gláms, sem hann hélt óforvandis vestur á Grímsstaðarholti. Þetta var um 1970, ef mér skjöplast ekki því meir, þegar tónmeistarar vóru tónmeistarar.

Síðar fóru háskólabesefar, nýkomnir úr námi í Svíþjóð, að rannsaka sérkennileg viðbrögð unglingstelpna undir tónleik Jón Gláms. Þessi rannsókn varð aldrei barn í brók og rannsakendurnir sjálfir urðu rúmlega hálfgeggjaðir af öllu saman og byrði á samfélaginu. Seinna snöru þessir peyjar sér að því að fræða ungdóminn í skólum landsins um kynlíf, með þeim líka þrifaárangri sem raun ber vitni.

Eitt sinn boðaði Jón Glámur til tónleiks í Hásólabíói og var við það tækifæri væddur rafgígju, sem hann hafði strengt gaddavír í. Á þetta forláta hljóðinstrúment lék tónlistarmaðurinn sína útgáfu af ,,Nú andar suðrið" og uppskar svo gífurlegan fögnuð áheyrenda að hann var hálf undirleitur og vandræðalegur á eftir. Reyndar heyrði aunginn neitt sérstakt lag í þessu númeri; vissulega urraði Jón Glámur einhverja lagleysu í míkrafóninn og sló gaddavírinn með braki og brestum sem lauk með því að kviknaði í magnaranum og rafurmagnið fór af Háskólabíói og öllu háskólahverfinu. 


mbl.is Það geri ég fólkinu mínu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesalings kvikindin. - Og innbrotsþjófur afgreiddur

konaVesalings kvikindin að þurfa að fara norður fyrir land á þessari voðalegu tíð. Á myndum eru þau eins og Andskotinn upp úr súru, eða að minnsta kosti glík Skrattanum úr sauðarleggnum, og auðséð að vesalingar og umhverfi fara ekki saman. Að sjá forsætisráðherra riðlast á ísuðum raflínustreng með hálfum girðingarstaur sýnir svo ekki verður um villst, að hún hefði betur haldið sig heima hjá sér; það er aungvu líkara en að náttúruhamfarir, fárviðri og foktjón sé bara glens og gaman hjá ráðherraskepnunum.

Reyndar var það svipaður lurkur og Katrín barði rafmagnsvírinn í dag, sem frú Ingveldur brúkaði er hún vann á pervertnum sem hafði brotist inn í hús hennar. Það var að nóttu til sem frú Ingveldur fann á sér gegnum svefninn, að eitthvað óæskilegt var komið í húsið. Og áður en hún vissi af var hún komin fram á gang með heimilislurkinn í hendinni. Það leið heldur ekki á löngu þar til henni varð ljóst að úrkynjað innbrotsmenni var komið í húsið og hún beið ekki boðanna og vann á djöfli á svipstundu með barefli sínu. Eftir á kom í ljós að hausinn á gerpinu var í 369 molum, og má af því ráða hvurt heljarafl frú Ingveldur lagði í höggið.

Í opinberum skýrslum kemur hvergi fram að frú Ingveldur væri á einhvern hátt viðriðin dauða pervertsins; þar stendur einungis, að maðurinn, frægur fyrir ónáttúru, hafi skriðið eins og ánumaðkur inn um glugga hjá valinkunnum sæmdarhjónum og fallið við það niður á gólf og beðið bana. Svo mörg voru þau orð.   


mbl.is „Fjarskiptaleysið, það er stórmál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haldlagður, eins og smyglvarningur. - Hvað þykjast þessir fjandar vera?

sjóÓ, hvað það er sárt að fá þær fregnir að hann Hænastí hafi verið haldlagður; haldlagður eins og dóp sem einhver vesalingurinn er að reyna að smygla inn í landið. Það vita allir að lítið er um fiskirí á skipi sem bundið er við bryggju. Og hvurn fjárann eru Namibíumenn að meina með háttarlagi sínu í garð Hænastí? Hvað ætli þeir hafi við á sjávarútvegi og sjómennsku? Að sjálfsögðu ekkert, en samt haga þeir sér eins og sá er allt veit.

Undir þessum válegu kringumstæðum ríður á að Íslendingar standi saman og frelsi Hænastí, jafnvel þókt það kosti vopnaburð og skothríð. Vér sendur gjörvallan Samherjaflotann, með varðbátana okkar í broddi fylkingar, þarna suðreftir og baunum soleiðis kúlnaregninu yfir þessa andskota þarna í Namibíu þar til þeir flýja, allir sem einn, inn í frumskóginn og þori aldrei þaðan út aftur. Í bakaleiðinni tækjum við Orkneyjar, Shetlandseyjar og Færeyjar sem herfang og kæmum þar upp herstöðvum til að sýna heiminum hvað vér erum stórir og mikilir eins og forfeður okkar, Gunnar á Hlíðarenda og Egill Skallagrímsson.

Svo beras fregnir frá Norðvegi, að þarlendir óþokkar standi þessa dagana í því að bera út hroðalegar lýgisögur um alla Samherjana á Íslandi; það væri kanski rétt að taka aðeins í hnakkadrambið á þeim vesalmennum? Þetta ófremdarástand er meira að segja farið að koma niður á alþingisforseta Íslendinga og lýsir sér í fádæma skapvonsku, taugaveiklan og frussi. Já, frussi. Stenngrímur forseti frussaði nefnilega á eftir þessum með stertinn í Pírötunum. Píratapilturinn með stertinn fór vitaskuld að hágráta og grénjar enn eins og naut. Það endar með því að hann verður tjóðraður við tuddabásinn í fjósinu, Framsóknarfjósinu.


mbl.is Namibísk yfirvöld leggja hald á Heinaste
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geðbilaði maðurinn sem sagðist vera Sjálfstæðisflokkurinn

naut2.jpgSvo það er handagangur í öskjunni hjá hægraliðinu, sem vill ekki sjá neitt ríkisrekið, eða bara félagslega rekið, þegar úthluta skal útvarpsstjórajobbinu hjá Ríkisútvarpinu. Hvernig ber að skilja þessháttar geðklofa? Eða skiptir aungvu máli hjá þessum aumingjum, að orð og athafnir fari ekki saman? Eða eru hægrimenn á höttunum eftir því að nota Ríkisútvarpið sem áróðurstæki, eins og þeir hafa löngum gert þó svo að þeir hafi löngum kvartað undan hræðilegri vinstrivillu á umræddum fjölmiðli?

Nú er að sjá hvort litla ungfrú Alfredós nær að sporna móti spillingunni og koma með mótvægi við öllum þessum lélegu útvarpsstjórum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir skaffað og átt. Það gæti verið þolanlegt að fá einn ágætan Framsóknarmann þarna á útvarpið. En best væri auðvitað að fá kommúnískan hugsjónamann í starfið, mann sem gæfi áróðurspésum auðvaldsins ekkert eftir og sæi um að fréttaflutningur væri réttur og skiljanlegur, svo og enn fremur dagskrárgerð öll. Ekki treysti ég mér samt til að stinga upp á framsóknarkyns einstaklingum né kommúnistum í stöðu útvarpsstjóra, en tími sauðheimskra lágmenningarkrufa frá Sjálfstæðisflokknum er liðinn og kemur vonandi aldreigi aftur.

drngjfh.jpgEn geðklofi og andstyggð Sjálfstæðisflokksins er svo sem ekki ný bóla, um það vitnar slagorðið heimskulega, ,,stétt með stétt." Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri mennskur einstaklingur, sem hann er sem betur fer ekki, þá væri fyrir löngu búið að fara með hann á geðveikrahælið og loka hann þar inni í rammgerðu búri íklæddan óðsmansskyrtunni, sem er klassískur einkennisklæðnaður gjörbrjálaðra manna. Ekki er fyrir að synja, að eitt sinn var komið með óðan mann inn á Klepp, sem þóttist vera Sjálfstæðisflokkurinn. Þessi illa staddi manngarmur var til sífelldra vandræða þarna á hælinu og höfðu læknarnir ekki við að sprauta í hann allskyns sefjandi lyfjum. Það var ekki fyrr en Gottfreð Gottfreðsson læknir tók að sér afleysingavinnu á geðveikrahælinu , að botn fékkst í vandamálið. Gottfreð læknir var þá langt kominn með að þróa hið fræga lyf sitt, sem notað er gegn framsóknarvírusnum. Og Gottfreð hugsaði sem svo, að varla sakaði að sprauta mann, sem sagðist vera Sjálfstæðisflokkurinn, með dulitlu framsóknarvírusarstöffi. Svo rak hinn vísindasinnaði afleysingalæknir á vitfirringahælinu sprautunálina virkilega vel í rassboruna á sjúklingnum og sprautaði. Innan við mínútu síðar sprakk höfuðið á manninum sem þóttist vera Sjálfstæðisflokkurinn í tætlur og hafði annað eins ekki sést fyrr í geðlækningum. Nokkrum árum síðar hlömmuðu götustrákar legsteini á leiði hins óhamingjusama manns, hvar á var rita skýrum stöfum: ,,Hér hvílir Sjálfstæðisflokkurinn."   


mbl.is 41 sótti um starf útvarpsstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún sér strax á þingmönnum hvort þeir séu nýbúnir að skíta eður ei

úlfurStenngrímur er háskalegur maður, því fékk drengstaulinn Helgi Hrafn að kynnast í dag. Og þegar Helgi Hrafn var búinn að hrækja út úr sér ónotum í þingforseta, ríki, kirkju og guðskristni í landinu og kalla samkomulag nefndra aðílja ,,bitch", því hann er vart mæltur á íslenska tungu, þá tók hann til fótanna úr ræðupúlti alþingis en Stenngrímur fitjaði upp á trýnið, beraði tönnurnar og urraði á eftir drengnum. Eftir þetta atvik má segja, að Helgi Hrafn er búinn að vera sem þingmaður, því hann hefir gerst blóðsekur við ofurmennið Stenngrím, þann hinn sama og stundaði rúsabjörgun á árum áður og endurreisti gamla Ísland eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Á tímabili héldum við sem heima sitjum og njótum þess að horfa á alþingissjónvarpið, að þingforsetinn,Stenngrímur, mundi taka straujið á eftir Helga Hrafni og lúskjra eftirminnilega á honum; þegar til kastanna kom brást Stenngrímur okkur, eins og hann hefir alltaf gert, og náði að stilla sig, því miður. Það er náttúrlega borðliggjandi að Stenngrímur mundi rústa Pírataliðleskjunum ef kæmi til handalögmála þeirra í millum; hann mundi sem maður segir, dauðrota þau öll eins og selkópa.

fullurÞað vakti og nokkra athygli áðan á Alþingi, undir liðnum ,,störf forseta", að jólatréð hans Stenngríms var komið í nýja blússu eða jakka, rauða með rennilásinn á ská yfrum belginn. Ekki þarf að fjölyrða um ræðubrögð jólatrésins, svo innantóm og heimskuleg þau voru, en eftir stendur að jólatré af þessu kalíberi ætti að ganga til liðs við Pírata. Frú Ingveldur tjáði sig á samfélagsmiðlunum strax eftir umræðuna og sagðist sjá það strax á þingmönnunum í sjónvarpinu hvort þeir væru nýbúnir að skíta eða ekki; við bíðum nú eftir nánari skýringum frú Ingveldar á þessu athyglisverða málefni.  


mbl.is Hótaði að slíta þingfundi vegna framíkalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og nýir vandræðagemsar farnir að hringsóla kringum stólinn

tv1Æ, ég veit það ekki, enda orðinn langþreyttur á þessu sífellda og endalausa útvarpsstjóraklandri. Nú hefir hvur vandræðagarmurinn eftir annan verið ráðinn á flokkspoletiskum spillingarnótum, hvur öðrum óhæfari, menningarsnauðari og lágkúrulegri. Nú er síðasti flokksdindillinn í útvarpsstjórastólnum stokkinn úr vistinni og nýir vandræðagemsar farnir að hringsóla eins og vígahnettir kringum stólinn. Þessu klamburballi líkur sjálfsagt aldrei, - ja, nema Sjálfstæðisflokknum takist að knésetja Ríkisútvarpið og selji það einhverjum gæðingi. Mér er reyndar sagt, að gæðingar Sjálfstæðisflokksins eigi sammerkt að vera allir heldur illa misheppnaðir. En ekki fleiri vandræðagemsa sem útvarpsstjóra, nú er nóg komið.

Meira að segja frú Ingveldur er orðin þreytt á baráttunni um Ríkisútvarpið og óskar þess heitt, að einhver velviljaður maður leggi það á sig að sprengja útvarpið í loft upp; það sé þá hægt að byggja eina ógnarstóra íbúðablokk uppi á bungunni þar sem Útvarpshúsið trónir eins og nefapi úr ungstjörnufélagi Sjálfstæðisflokksins, sjálfum Heimdalli. Einusinni skreið Brynjar Vondalykt, harðla fáklæddur, inn um glugga á þessu húsi að nóttu til. Aunginn vissi hvaða erindi hann átti þar inn og hann vissi það ekki heldur. Einhvern veginn tókst honum samt að rjúfa sjálfvirka útsendingu Ríkisútvarpsins og fór sjálfur að hjala við hlustendur um ýmis stórmál.

Það kom fram í máli Brynjars, á öldum ljósvakans þessa nótt, að hann hefði hug á að láta höndur standa fram úr ermum og gera útaf við gömlu, slitnu Framsóknarmaddömuna. Svo útlistaði hann í nokkuð löngu máli ýmsar aðferðir, sem hægt væri að nota við aftöku Maddömunnar. Fyrir utan að kæfa hana í Framsóknarfjóshaugnum, sem skreytir fjóshlaðið, þá kæmi vel til greina að hengja hana í tuddabásnum, elligar hleypa öfugugganum og fjósdraugnum Kolbeini Kolbeinssyni skrifstofustjóra og framsóknarmanni á þá gömlu þegar hann væri út úr loppinn af brennivíns- og eiturnautn annarri. Sennilega mundi nú gamla Framsóknarmaddaman hafa þjón sinn undir og kála honum með köldu blóði. - Það væri ágætt, sagði Brynjar í útvarpið, - því þá fengi ég frú Ingveldi til fullra afnota, það er að segja, ef hún verður ekki orðin útvarpsstjóri þegar djöfullinn hann Kolbeinn verður úr heimi hallur. 


mbl.is Vill hlúa áfram að mikilvægu hlutverki RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvert á móti vill fólk að Húsdýragarðurinn verði elfdur um allan helming

jail0_888189.jpgHún er víst annað slagið að reyna að vera óttalegt villudýr þessi Hildur Björnsdóttir, en tekst það sona og sona. Ef hún telur það ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að reka Húsdýragarðinn þá á hún að leggja til að Húsdýragarðurinn verði lagður niður, í stað þess að fimbulfamba einhverja vitleysu um útboð, að ,,reksturinn verði boðinn út", eins og hún orðar að svo undursmekklega. Þar fyrir utan væri hinn últra-hægrisinnaði Samfylkingarmeirihluti í Reykjavík löngu búinn að útvista Húsdýragarðinum og húsdýrunum til einhverra klíkubræðra sinna ef möguleiki hefði verið fyrir hendi.

Að öllu samanlögðu ætti að efla starfsemi Húsdýragarðsins og bjóða fólki upp á að sjá fleiri skepnur en nú eru þar til sýnis. Til dæmis bráðvantar gott rimlabúr þar sem í væru vistaðir Sjálfstæðisflokksmenn, sem óhætt væri fyrir fólk að skoða. Einhverju sinni stóð til að reka alla frjálshyggjupaura Sjálfstæðisflokksins á fjöll, langt upp í óbyggðir og láta þá hýrast þar sem þeir gætu með aungvu móti eyðilagt út frá sér; illu heilli var horfið frá því ráði, sem sannast sagna hefði orðið mikið heillaráð ef gerð hefði verið alvara úr gamni.

Þá skal frá því greint, að óskir hafa verið uppi um að Miðjúngarnir í Klausturflokknum verði vistaðir í búri, sem verði innréttað á svipaðan hátt og sjálft Klaustrið við Austurvöll. Það væri svo fróðlegt fyrir barnaskólabörn að geta komið í Húsdýragarðinn til að skoða Klausturkauðanna og sjá þá þamba bjór og brennivín og heyra þá tala illa um fjarstatt fólk. En Stenngrím og hans hyski vill aunginn heyra eða sjá í Húsdýragarðinum, það slekti á betur heima á Skrímslasetrinu eða á Reðursafninu, þetta er allt so spúký og spillt.


mbl.is Vill eingöngu húsdýr í Húsdýragarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþverramynd, sem gefur til kynna að forsætisráðherra hafi verið dauðadrukkin

xv34Var stelpuálftin blindfull á stríðhaukahátíð NATÓ? Á einni myndinni virðist NATÓ-foringinn Stoltenberg þurfa að styðja þennan sérkennilega forsætisráðherra Íslands svo hún detti ekki um koll og fari að skríða fyrir hunda og manna fótum. Á annarri og ekki síðri óþverramynd stendur forsætisráðherrann eins og gluggaskraut millum Stoltenbergs og Bórísar hins breska með höndurnar bak við gumpinn á þeim og virðist vera að klóra þeim milli rasskinnanna. Það er dálagleg upphefð sem forsætisráðherra Íslands fær hjá helvískum Natósteggjunum og Íslandi til sóma.

So hlægja þessir subbukallar að okkar konu og snúa henni í hringi eins og skopparakringlu og okkar kona fattar ekki djókinn, tekur bakföll og hlær líka eins og fífl og segir: ,,é-é fór bara í öfuga átt." 

Og hvað svo, drengir mínir og stúlkur, er nokkur hemja, að umheimurinn þekki Ísland og Íslendinga einungis af endemum, að land og þjóð sé eitt allsherjar skrípalingasafn einkennilegra stjórnmálamanna og gráðugra péníngaþjófa? Og ef útlendingar vissu, að á Íslandi sé fólki talið trú um að forsætisráðherra landsins sé ógn róttæk vinstrikona og formenni stórbrotins vinstriflokks, þá mundu þeir blátt áfram skíta í sig af hlátri. En þegar við bætast myndir af fyrirbærinu þar sem það sýnist ofurölvi, í dragt, sem er alveg í stíl við jakkaföt NATÓ-haukanna, þá er það staðfesting á að aungvu er logið upp á þjóðina sem sögð er búa á Íslandi, lengst norður í höfum.


mbl.is „Fór bara í öfuga átt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítilfjörleg hlaupatelpa ljótra kalla gerir sig að athægi erlendis

x22Katrín Jakobsdóttir, hlaupatelpa Stenngríms og Samherjanna í íslenska auðvaldsþjóðskipulaginu, er best innan um stríðherra NATÓ og þjóðhöfðingja gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Svo þykist þetta kynlega stjórnmálafyrirbrigði vera til vinstri í poletik og vera formaður ,,Vinstri" grænna! Það er þokkalegur vinstrisosialist atarna, sem hleypur breimandi milli hernaðarvarga og úrkynjaðra kónga og drottninga. En þetta þykir fínt í VG, enda hlægja menn í Sjálfstæðisflokknum að endeminu og segjast aldrei hafa augum litið annað eins númer.

Svo virðist hafa komið upp úr dúrnum í Buckinghamhöll, að vinstrikellíngin okkar, hún Katrín, sé mikil hrossakona og laxveiðitútta, jafnvel svo mikil, að henni veittist auðvelt að ljúga hina afgömlu bretadrottningu og son hennar viðsjárverðan, Karl að nafni, stútfull af sérlegum fróðleik um íslenska hesta og íslenskar laxveiðar í íslenskum ársprænum í eigu útlendinga.

Og þarna í Buckinghámhöllu miðri sagði Katrín hinu royalíska drottningarstóði frá útreiðartúrum sínum gríðarlegum með stórskáldunum Einari Ben og Halldóri frá Laxnesi og farsælum veiðum með dragnót í Laxá í Kjós. Einkum varð Katrínu tíðrætt um allar flöskurnar, fullar með brennivín, sem hún og annað alvöru-útreiðarfólk á Íslandi hefir ævinlega í beltinu þegar það þeytist á harðastökki á truntunum yfir móa, mýrarkarga, hraungrýtisurðir og frostkaldan mel. Þegar þar var komið sögu, að Katrín lýsti sundreið sinni á klárnum Sörla yfir um Breiðafjörð, gekk hennar hátign bretadrottning í brott frá þessari kyndugu kvenpersónu frá Íslandi, því Elísabetu drottningu þykir leiðinlega að hlust lengi á gort, sem auðsjáanlega er bölvað skrök. En Karl bretaprins varð aftur á móti því rauðari í kinnum sem Katrínu óx ásmegin í grobbarasögum sínum, þarna innan um alla NATÓ stríðsvargana.


mbl.is Ræddi íslenska hestinn við drottninguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hinum földu póstum upplýsarans sannast sakleysi Samherjanna

polis1.jpgJæja, þar kom að því að Samherjarnir sönnuðu sakleysi sitt í Namibíumálinu. Hann nafni minn, Jóhannes Stefánsson, handvaldi nefnilega upplýsingar í Wíkílíksið og helga Seljan, lét umræddum pörupiltum einungis í té 42 prósent tölvupósta sinna. Jamm og já. Í hinum 58 prósentunum, sem Jóhannes úpplýsari sendi ekki kemur fram skýrt sakleysi Samherjanna,- eða hvað? Ljóti bévítis þorparinn og óþokkinn þessi upplýsaraskratti, sem og Seljan og Wíkílíks, Stundina tekur ekki að telja með.

Nú fá Wíkílíks og Helgi Seljan ugglaust afhent þessi 58 prósent sem upp á vantaði beint frá Samherjunum, Stjánajúl og Stenngrími Johoð. Og þá verður virkilega kátt í höllinni, því þegar hinir földu póstar birtast almenningi fær hvur maður séð að Samherji hefir aldregi mútað neinum, aungva pénínga þvegið og ekki leikið á neinn. 

Svo verður þessum Jóhannesi uppljóstrara stungið í steininn, ekki bara í Namibíu heldur á Íslandi líka; enn fremur verður Helga Seljan gert að sitja í gæsluvarðhaldi á Hrauninu til æviloka og skiptir þá aungvu máli hvað hann verður gamall; hvurt hann verður hundrað ára, tvöhundruð ára eða þrjúhundruð ára, inni skal hann sitja og skammast sín og iðrast upp á hvurn dag, það verður nefnilega séð til þess. Eflaust verða fleiri illræðiskvikindi tekin föst fyrir glæpinn sem framinn hefir verið á Samherjunum og embættuð með það fyrir augum að ekkert íllt muni af þeim leiða framvegis.   


mbl.is Segja Jóhannes hafa handvalið tölvupósta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband