Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2022
13.2.2022 | 16:39
Nú fer að syrta í álinn hjá jómfrú Snædal, Höllu og skuggaböldrunum
Nú, það er mjög þekkt einkenni pestargemlinga að þeir finna alls ekki skítafnykinn af sjálfum sér. Þetta er heldur hvimleitt, því þeir er fyrir ólyktinni verða og eru of seinir að taka fyrir nefið, fá andarteppu af drullinu og verða helbláir í framan. Í dag var það efrimillistéttarfémínístinn, jómfrú Drífa Snædal, kom upp um sig í beinni sjónvarpsútsendingu, hvar hún viðurkenndi að finna ekki lykt af eiturgufunum sem stíga látlaust upp í verkalýðshreyfingunni og á ASÍ kontórnum. En svona er að vera samdauna vondri lykt, eiturstybbu, og háborgaralegri spillingu. Þá verður að koma fram, að þókt jómfrú Snædal finni ekki spillingaróþefinn af sjálfri sér, Höllu Gunnarsdóttur, Katrínu Jakobsdóttur, VG og gamla draugamorinu í verkalýðshreyfingunni, þá finna aðrir þessa ógnarpest og svíður undan í nasir og augu.
Þegar jómfrú Snædal og hennar vinskapur í efrimillistéttarfémínísmanum bera fyrir sig að þær skilji ekki Ragnar Þór, Sólveigu Önnu, Skaga-Villa og Aðalstein á Húsavík og þvertaka fyrir eitraða menningu innan verkalýðshreyfingarinnar, þá er næsta víst að hún er að verja eitthvað óhugnanlegt, sem heldur til í skúmaskotum og skuggakimum og hún hefir hag af að þykjast ekki kannast við. Enda skilur jómfrú Snædal ekki verkalýð og hefir víst aldregi dýft kræklunum á sér í kalt vatn, enn sem komið er, hvað þá sett upp gúmhanska og blóðgað og slægt þorskfiska í frosti og vosbúð.
En nú syrtir heldur en ekki í álinn fyrir jómfrú Snædal, Höllu, Katrínu, VG, HF og íhaldskrataframsóknina. Það er nefnilega ekki ein báran stök, því þegar einn brimskaflinn rís er annar vís. Í næstu viku verður Sólveig Anna Jónsdóttir endurkjörin formaður Eflingar og þá er hætta á fyrir jómfrú Snædal, að Sólveig gjöri strax bandalag við Ragnar í VR, Skaga-Villa, Aðalstein og nokkra fleiri, sem þýðir að þá mun þetta fólk hafa meirihluta verkalýðshreyfingarinnar á bak við sig og hefja þegar í stað langþráða hreingerningu innan vébanda verkafólks og sópa út öllum leiðindaskepnum, sem legið hafa á spena hreyfingarinnar og notið velvildar atvinnurekenda, auðvalds, arðræningja og svindilbraskara. Þá verður gaman að lifa Katrín mín og kus kus.
![]() |
Áttar sig ekki á eitruðum kúltúr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2022 | 16:50
Þá heyrði hann rödd af himnum sem sagði
Svona fer Samfylkingin með sína bestu menn. Það er henni líkt. Þar skríður elítan sem ein blóðþyrst gleraugnaslanga aftan að efnilegum frambjóðendum og höggur þá miskunarlaust niður með eiturtönnum sínum. Og þá er hinn illa séði frambjóðandi liggur óvígur í blóði sínu kallar elítan skítseiði sín til og býður þeim að kasta af sér vatni yfrum hinn fallna og gjöra stykki sín á hann. Þegar athöfninni er lokið hverfur elítan til síns heima, glöð í bragði, og étur steik í tilefni dagsins og sýpur á dýrum vínum með. Þetta kallar maður nú innanflokksmenningu sem bragð er af!
Eitt sinn hugðist slitin erfiðisvinnumaður taka þátt í prófkjöri hjá Samfylkingunni. Allt sitt líf hafði hann verið sannur félagshyggjumaður, jafnaðarmaður, sósíalist og sameignarsinni. Því miður fór að lít út fyrir að þessum náunga ætlaði að verða vel ágengt í prófkjörinu og það hljóp skrekkur í elítuna, ekki síst efrimillistéttarfémínístana sem þókti sér ógnað af einni hrjóstrugri karlskepnu. Þá var rógsvélin sókt og hún sett í gang og stigin í botn. Að fáum dögum liðnum var hættan af erfiðismanninum liðin hjá, hann lá einn í drullusvaðinu, útmakaður leðju, sóti og kólígérlum, - og algerlega ærulaus. Og elíta Samfylkingarinnar fór heiðursgöngu framhjá rógsvélinni og klappaði henni á kollinn og sagði: ,,Þessi vél er okkar eigin framleiðsla sem við höfum velþóknun á.
Einhverjir óþekktir Samverjar, sagðir nokkuð miskunnsamir, áttu leið hjá og sáu erfiðisvinnumanninn við dauðans dyr í leðjusvelgnum, veiddu hann upp, struku eðjuna af honum og settu hann í heitt sturtubað. Þegar karlanginn var loks kominn til sjálfs sín eftir meðferð elítunnar og miskunnarverk Samverjanna, fór hann að hugsa um hvernig á því gæti staðið að hann, heiðvirður maðurinn, væri í augum umheimsins allt í einu orðinn svívirðilegur og stórbrenglaður kynferðisglæpamaður, þjófur, hórkarl, eitursjúklingur og geðbilaður morðingi. Þá heyrði hann rödd af himnum, sem sagði: Meðan elítum stjórnmálaflokka og verkalýðshreyfingar helst uppi að hafa rógsvélar og skrímslavarðsveitir innan sinna vébanda er auðvaldinu og heimsvaldasinnu óhætt.
![]() |
Með ólíkindum að þetta hafi verið niðurstaðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2022 | 22:31
Í bakgarði vorum liggur óvinurinn í leyni
Það er alltaf sama uppskriftin að undirbúningi stríðsglæpa hjá hjá hinum vestrænu heimsvaldasinnum. Vér erum öll sem eitt farin að þekkja þennan bragðúldna drullubakstur úr auðvaldsbrauðgerð USA, ESB og NATO. Um það þurfum vér ekki að ræða. Hinsvegar ættum vér Íslendingar að líta oss nær, því í bakgarði vorum liggur óvinurinn í leyni og bíður eftir hentugu tækifæri til að hremma oss og innlima. Ef vér höldum eigi vöku vorri verðum vér flattir út, étnir og gjörðir að hlekkjaþrælum í barbaríinu þi Thorshavn og Foglafirði.
Hvurnig er það, kæru landar, hafið þér ekki veitt framferði nágranna okkar, Færeyinga, athygli? Er ef til vill virkilegt, að það hafa farið fram hjá yður að áminnstir nágrannar vorir hafa verið að draga saman lið á landamærum þjóðar vorrar og þeirra? Nei, þér hafið ekki tekið eftir því. Það var yður líkt. Ef þér skoðuðu nýjustu gerviknattarmyndir af Færeyjum, þá mundu þér fá að sjá hvernig þessir svokölluðu nágrannar vorir hafa dregið saman vopnabyrgðir að ströndinni, þeirri sem sem snýr að oss. Heykvíslar, kindabyssur, dínamíttúpur tonnum, bogar, örvar, hakar og fjósaskóflur, hafa Færeyingar dregið fram á bjargbrúnir og ota nú að oss heldur ófriðlega. Þeir ætla auðsjánlega að læðast að oss eins og þjófur að nóttu og vinna oss eins og refakytta tófugreni.
Ef vér bregðumst eigi við þessu óviðfelldna vopnaskaki óvinarins eru endalok vor skammt undan, því Færíngar eru vísir með að ferja heri sína í lestum loðnuskipa sinna upp að Íslandsströndum og gjöra oss innrás að næturþeli. Og þá er út um allt, vér föllum allir. Þess vegna verum vér að vera fyrri til og senda Færeyingum viðeigandi glaðning, fyrst með flugflota vorum og fylgja síðan fast eftir með varðskipum og landgönguher. Svo tökum vér Færeyjar herskildi, gjörum heri þeirra óvirka og vængstýfum þá eins og hvurja aðra grimma hænsnfugla, sem setið hafa á launráðum við oss.
![]() |
Ný gögn: Rússar gætu gert innrás á næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.2.2022 kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2022 | 19:15
Svo mörg voru þau orð
Jahh, déskotinn sjálfur! Vér vissum að hann væri slæmur, meira að segja mjög slæmur, og svo sem allt í lagi með það. En að hann væri framsóknarmaður, það datt oss ekki í hug. En svo skríður hann kolkrímaður undan skítugum pilsum gömlu géðbiluðu Framsóknarmaddömunnar og ætlar í framboði í Reykjavík fyrir þennan líka siðvillta og lönguglataða flokks, sem lengi hefir verið hýsill fyrir allrahanda auðvaldsóþverra, spillingu og glæpi. Vér sem héldum að Einsi Þorsteinsson væri bara lítill og heilaþveginn stuttbuxnastúfur úr Heimdalli vökum svo upp einn morguninn við það að þetta þá forhertur giljagaur úr Framsóknarfjósinu. Þetta er eins og vér hefðum fengið að ósekju og fyrirvaralaust dramm úr fleytifullum hlandkoppi framan í oss.
Nú herma fregnir aftur á móti að Einsa hafi þókt vistin góð undir skáluðum og hlandrökum pilsum Framsóknarmaddömunnar, og sú gamla hafi látið hafa eftir sér að strákurinn hafi reynst henni hinn vænsti tilberi og einhver hinn ágætasti í seinni tíð. Þó minnist gamla Maddaman Finns Ingólfssonar og hans Alfredós heitins með söknuði; ,,það voru nú drengir" sagði kerling við blaðamann og dæsti af unaði.
En það hefir margt sérkennilega sérkennilegt skreiðst undan pilsgopa Framsóknarmaddömunnar, sumt kostulegt en annað af ætthvísl skuggabaldra og tilberasnakka. Flest er þetta rammfalskur óaldarlýður, þefjandi af skólpræsum burgeisanna á Höfuðbóli Íhaldsins. Sennilega átti þjóðskáldið við þennan líka hroðalega mannsöfnuð er það orkti eftirfarandi vögguvísu:
Morðingjar heimsins og myrkraverkaher
myrða okkur líka einhvern veginn,
en gleymdu því samt aldrei að meira en maklegt er
að af mörgum þeirra væri skjátan flegin. (B.G.)
![]() |
Íhugar alvarlega að gefa kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2022 | 21:23
Siðlaus sauðnaut sem skitu og migu í heyið vekja óhugnaðrhroll
Þá hafið þið það. Ef þið hafið ekki verið sannfærð um að Svandís væri ekki stuðningskona kvótakerfisins í sjávarútvegi og samherji Samherjanna, eins og Stenngrimur Johoð og Álfheiður, þá ætti þessi afstaða hennar að sýna ykkur hreint og klárt hver hún er. Heldur þú, Svandís Svavarsdóttir, að flokkurinn sem þú og fleiri sölsuðuð undir ykkur og stáluð frá sósíalistum, hafi verið stofnaður til að þjónusta forherta sægreifa og burgeisastéttina yfirleitt?
Hafi einhverju sinni verið fólk í stjórnmálum á Íslandi sem ætti að skammast sín, þá eru það hinar stórsérkennilegu persónur sem komust yfir VG og halda þeim flokki úti fyrir sjálft sig og auðvaldið á Íslandi. En því miður kann þetta lið ekki að blygðast sín fremur en siðlaus sauðnaut sem brotið hafa sér leið inn í hlöðuna og skitið og mígið þar allt út. Engin vopn eru til sem bíta á þessi forhertu endemi, sem una sér best við rúllettuhjól kapítalismans í leit að lofi brugeisanna. Það eina sem hugsanlega mundi ganga frá svona dóti væri að kjósendur mundu sparka þeim öfugum út af Alþingi eins og skítugum flækingshundum.Bara það eitt, að meintur ,,formaður" VG (eða HF, eins og flokksnafnið er skammstafað í dag)skuli hafa vogað sér að glenna sig eins og trúðfífl framan í foringja morðhundafélagsins NATO er þess eðlis, að óhugnaðarhrollur fer um okkur eldri sósíalistana. Við verðum samt að láta okkur það lynda, að siðlaus ófyrirleitin viðrini gefi okkur með framferði sínu fyrirlitningarmerki með löngutöng og láti sem þau viti ekki hverjir gerðu VG að þeim flokki sem hann varð, en það voru ekki Álfheiður, Svandísarslektið eða undanrennuungarnir með Katrínu og Gettubeturkálfana í fararbroddi.
![]() |
Styður ekki frumvarp um strandveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrátt fyrir að vera ráðherra er Wíllúm aunginn stjórnmálamaður, hann er einungis halakipptur framsóknarmaður og vesæll snattseppi gömlu geðbiluðu Framsóknarmaddömunnar. Auðvitað er slíkum vandræðiapilti fjandans sama um hvort péníngasjúkir auðvaldsperrar sölsi heilbrigiskerfið undir sig og eyðileggi það með áróðri lygum og skefjalausri græðgi. Einkennilegra er að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki fyrir löngu hafa innlimað Framsóknarfjósið, ekið Framsóknarfjóshaugnum á sín tún og lógað gömlu Framsóknarmaddömunni eins og hvurjum öðrum illa örtuðum urðarketti.
Allt var þetta svo sem fyrir séð og líklega telja stórbændurnir í Valhöllu betra og skemmtilegra að leyfa Framsóknarstrumpunum að hokra við sína gölnu Maddömu á hjáleigunni í túnfæti Íhaldsins til að gjöra niðurlægingu þeirra enn stærri og augljósari. Við hliðina á Framsóknarhjáleigunni er svo þurrabúð Kratalinganna, þessara líka þefillu aðdáenda auðvaldsins, ESB og NATO; ekki eru það minni gerpi en óvinafögnuðurinn í Framsóknarfjósinu, seiseinei og ojbara.
En svo er það hinn úrkynjaði villulýður VG. Það er nú meiri fjandans söfnuðurinn. Halda þessar skepnur virkilega að ég og fleiri hafi stofnað Vinstrihreyfinguna grænt framboð undir þær til að stunda auðvaldsþjónustu, nýfrjálshyggju, niðurlægjandi NATO dekur og skemmdarverkastarfsemi á opinberu heilbrigðiskerfi og öðrum mikilvægum samfélagsverkfærum í almannaeign? Var það kannski erindi ykkar, Katrín, Stenngrimur, Álfheiður og Swandeesýfjölskylda, að stela þessum ógæfusama flokki frá okkur sósíalistum til að geta notað hann til að sleikja ykkur upp við aðalinn, ríka fólkið, arðræningjana og burgeisastéttina yfirleitt? Af hverju genguð þið ekki bara beint í Sjálfstæðisflokkinn og fóruð að snobbhænsnast þar eins og drukknir græðgisseggir?
![]() |
Skiptir ekki máli hvort sé einkarekin eða opinber |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2022 | 18:26
Andrés vill leiða í Reykjavík; Hildur og Stefán Páls úr leik
Þá hefir oss borist sú gleðifrétt að Andrés B. Filipusson hafi ákveðið að gefa kost á sé í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Þykir ákvörðun Andrésar mikill búhnykkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og rímar einstaklega vel við viss áhugamál Sjálfstæðisflokksmanna. Reykvíkingar munu eflaust upp til hópa bregðast feikn vel við við ákalli Andrésar og kjósa hann unnvörpum til borgarstjóra Reykjavíkur.
Eftir því er best er vitað, mun Andrés laus og liðugur eins og Sigurður Sjámaður var á sjöunda áratugnum, þannig að nú er eftir feitum g safaríkum bita að slægjast fyrir fósturlandsins freyjur, ekki síst þær ungfrú Falak, jómfrú Lillíendalh og Borgarholts-Hönnubjörgu og aðra álitlega kynjunarsérfræðinga, því Andrés Filipusson er hneigður fyrir allt sem kynjað er. Þess er vert að geta, að Andrés er bráðfjörugur til ásta og hefir um árabil lifað á víagraáti í hvurt mál; ,,hann minnir á stangarstökkvarann Sérigí Búbbka", sagði ónefnd kona af betri stétt eftir vel lukkaðan fund með Andrési.Nú er ljóst, að ekki tjóir lengur fyrir Hildi Íhaldsfrauku, sem hrakti hr. E. Arnalds frá borgarstjórn, eða Stefán Pálsson þingkonufrú að sækjast eftir oddvitasæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík eftir að spurðist til framboðs Andrésar, því hann mun gjörsigra alla Íhaldskrakkakroppinbaka í Reykjavík svo léttilega að lengi verður munað.
![]() |
Andrés mun bera vitni eiðsvarinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2022 | 17:49
Til hamingju Siggý Bauntens með árin (306)
Þá er nú hún Sigga okkar Bauntens orðin mjög gömul. Í raun og sann er kerlíngarkjökrið orðið óguðlega aldurhnigið og ,,fallinn af fótum fram" eins og oddvitabjáninn sagði þegar hann var spurður um hvernig hún amma hans hefði það. Nú, Sigga er sem sé orðin þrjúhundruð og átta ára (308 ára) og er syngur ennþá. Það er að segja, hún reynir að framleiða hljóð með raddböndum sínum sem hljóma eins og þegar ryðbrunninn gaddavírsstrendur er strokinn eða nuddaður með hrjúfri spýtu. Fyrir nokkrum vikum var Siggí Bauntens fengin til að ,,syngja" útför látinnar heiðurskonu með þeim afleiðingum að hin andaða sparn kistulokinu ofan af sér og reis upp frá dauðum og strunsaði á dyr í fússi.
Eins og vænta má, hefir Siggó Bauntens lifað tímana tvenna, þrenna og ferna. Hún var við guðsþjónustu síra Jóns Steingrímssonar er hann kvað gosið í lakagígum niður og sigldi með sama skipi og Jón Hreggviðsson til Kaupinhafnar þegar hann hugðist taka mál sín upp aftur. Sjálf segir Sigga Bauntens hafa verið viðstödd Tyrkjaránið, en það er eitthvað ofsögum sagt hjá henni, sennilega misminni. En hún þekkti Kambránsmenn og lyfti oft glasi með þeim á góðri stund, þókt ekki hafi hún verið með þeim í för er þeir heimilisfólkið á Kambi þeirra erinda að ræna fé bóndans.
A síðari árum hefir Sigga stundað söng með góðum árangri. Til dæmis söng hún dúett með Garðari Hólm á frægum tómleikum í Bárunni og nokkru síðar söng hún jazz með Jöreni Gráferngord, sem vakti reiði og hneykslan menntaðra Íslendinga. En lengst verður sönglistar Siggó minnst fyrir túlkun hennar á Töfraflautu Mósarts, en þar fór hún með hlutverk sjálfrar Töfraflautunnar. Á allra síðustu tímum fór hún svo að söngflytja paunkkveðskap, það fór alveg með þetta litla sem eftir var af röddinni svo að nú hefir það hættulegar afleiðingar ef henni verður það á að upphefja raust sína, svo sem eins og dæmið með dauðu konuna sannar, sem reis upp undan greftrunarhljóðum Siggýjar Bauntens. Og svo var nú það og vér óskum Siggu Bauntens til hamingju með árin þrjúhundruð og sex og væntum þess að hún hætti að leggja í vana sinn að vekja upp sannarlega kóvíðsdauðar manneskjur með hljóðum sem eiga engin sín lík á byggðu bóli.
![]() |
Þrefalt stórafmæli hjá Siggu Beinteins í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var ekki í síðustu viku og ef til vill ekki í næstu viku, en eitt er víst og það er að umræddur atburður gerist einhvern tíma. Hitt er annað, að þá Wíllúm var lítill drengur og fram á unglingsár hans voru barnaflengingar við hafðar í öllum betri skólum landsins. Verkefnisstjóri var Jón Læknir, en hann hannaði þjónustuna og stjórnaði oftast flengingunni. Þegar fram í sókti, bjó Jón Læknir til rassskellingarvél og not við þá smíði aðstoðar Árna bróður síns, sem var tæknifræðingur og járnsmiður. Árni þessi féll frá á mjög dularfullan og andstyggilegan hátt.
Í sjóþorpum landsins boðuðu barnaverndarnefnd og skólanefnd til barnaflengingar ásamt með barna-og unglingaskólanum til aðgerðarinnar, oftast í slægingarsal frystihússins eða á bílaþvottaplaninu ef froststillur voru. Jón Læknir sat sjálfur á stól og kaghýddi hin óþekku börn með hrísvendi eða með berum lófa upp úr jökulköldu vatni. Eftir að rassskellingarvélin var tekin í notkun var krökkunum rennt inn um annan endann á maskínunni og en við hinn endann beið Jón Læknir og handflengdi þau börn sem þurftu átakanlegast á slíkum vinnubrögðum að halda. Verstu börnin, þau er voru tryllt af óþekkt og óknyttasömu líferni, reyrði Jón Læknir við staur og lúskraði á með hnútasvipu úr snæri undir stöðugu kaldavatnspusi.
Þann tíma er barnaflengingar voru hluti af uppeldis- og skólastarfi þóktu þær skila mun þægari og lærdómsfúsari börnum en nú tíðkast. Í dag þykir ekki tiltökumál að börn standi uppi í hárinu á kennurum, brúki við þá klámfenginn ruddakjaft með tilheyrandi bölvi og ragni, eða gangi í skrokk á þeim með hnefahöggum, spörkum og klóri og bíti þá líka til skaða hvar sem þau koma tönnum á kennarann. Í gamla daga dugði vel heppnuð barnaflenging upp undir ár í góðri hegðan og kristilegu framferði skólabarna. Svo sem sjá má af þessari reynslu af barnaflengingum Jóns Læknir er fullt tilefni til að taka þær upp aftur. Sjálfur er Jón læknir kominn fast að níræðu, en er einstaklega vel ern og kveðst tilbúinn að stjórna barnarassskellingum af sama þrótti og forðum þegar hann hefir smurt vélar sínar og mótora og gangsett þær.
![]() |
Við hverju má búast í næstu viku? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Mismunandi tegundir glæpagengja og rummungsþjófa
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1546246
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007