Leita í fréttum mbl.is

Innbrotið í vefnaðarvöruverslunina Vor

kratagreniðÞað var ljót aðkoman í vefnaðarvöruverslunin Vor eftir innbrotið. Ljóst var að þjófurinn eða þjófarnir höfðu orðið fyrir einhverjum vonbrigðum við að finna ekki svo mikið sem túskilding með gati í péníngakassanum eftir að hafa haft fyrir því að henda honum í gólfið og spenna hann upp með kúbeini. Í hefndarskyni höfðu djöflar ráðist á vefnaðarvörurnar með tiltækum vopnum, mígið yfir gardínuefnin og skitið í blúndurnar í hillunni til hægri við afgreiðsluborðið.

Þetta var allt gott og blessað og vefnaðavöruverslunin Vor tryggð fyrir innbrotum og skemmdaverkum. Verra var að eftir innbrotið fór fólkið að líta niður á og hæðast að vefnaðarvöruversluninni Vori og kalla hana skítabúð og jafnvel öfuguggasetur, hvernig sem á því stóð. Götustrákar komu í dyrnar og hrópuðu svívirðingar að frú Reykjalín og herra X. Þetta gekk svo nærri frú Reykjalín að hún flúði úr landi með fulla skjóðu af péníngum, en herra X hengdi sig. Eða svo var sagt að hann hefði hengt sig, þókt sönnu nær væri að hann hefði verið hengdur.

Svo var húsnæði vefnaðarvöruverslunarinnar Vors boðið upp og aunginn fékk að vita hvurjum það var slegið. Svo leigði náfrændi herra X bölvað grenið og fór að rækta og höndla með bannaðar vímujurtir og komst upp með það, því aldregi er sama hvurt það er Jón eða síra Jón sem á í hlut. Værðarklerknum Atgeiri p. Fjallabaksen var falið að jarðsyngja herra X og fórst honum það óhöndulega því viðstaddir syrgjendur vissu aldrei hvort karlálftin var að syngja yfir karlmanni eða konu, eða bara hundshræi. En það voru allir fljótir að jafna sig á því og gleyma herra X strax daginn eftir útförina. 


mbl.is Arðgreiðslur ekki í þjóðarsjóð að sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindalegt tímamótaverk í vændum

ing6Það hefir verið hljótt um frú Ingveldi upp á síðkastið. En það þýðir samt ekki að hafi setið auðum höndum. Öðru nær. Miðvikudaga og fimmtudaga hvurrar viku hefir hún setið frá klukkan fimm á morgnanna og fram yfir miðnætti og unnið að tímamótaverkum, sem verða fræg eftir að þau koma út meðan heimurinn stendur. Hina daga vikunnar starfar hún að samfélagsmálum; föstudag, laugardag og sunnudag hefir hún helgarsamkvæmi að heimili sínu, en mánudag og þriðjudag gengur hún frá eftir veisluhöldin og berst við a koma ónytjungnum Kolbeini Kolbeinssyni skrifstofustjóra og framsóknarmanni til vinnu.

Tímamótaverk frú Ingveldar eru mikil að vöxtum og eiga eftir að valda aldahvörfum í lífi þjóðarinnar. Í síðustu viku lagði hún gjörva hönd að heimildum um orgíur fyrr og nú, en af þessháttar skemmtunum hefir frú Ingveldur sjálf veigamikla persónulega reynslu. Nú síðast, - það var á næstliðið sunnudagskveld, - stóð hún þann arma djöful, fyrrnefndan Kolbeins Kolbeinsson eiginmann sinn að verki, ásamt Brynjari Vondulykt, að verki í aumustu rottuholu með alræmdu rónahyski; þar fór fram orgía. Frú Ingveldur lét höndur skipta og hreinsaði út úr rottuholunni, sópaði óhreinum nærbuxum og öðrum ósæmilegu flíkum og tólum saman og bar út á gangstétt og bar eld að kestinum. Það lagði sérstaklega vondan og velgjandi þef af reyknum sem steig upp af bálinu svo þeir er fyrir urðu fengu sviða í augu og sumir seldu upp.

Ekki hefir frú Ingveldur heldur legið á liði sínu í vetur við að færa á blað niðurstöður rannsókna sinna á fémínískum lostabruna og sálarlífi hneykslunargjarnra harlífisfémínísta á framabraut. Ein fémínístabryðjan, sem frú Ingveldur heimsókti í heimildaöflunarskyni, hámenntuð kona í þrjúhundruð og fimmtíu fermetrum, flaug á hana því hún þoldi ekki vissar spurningar og fyrtist við. Þá gæru tók frú Ingveldur, snöri henni við, fletti klæðum, og hýddi. Og þó var spurning frú Ingveldar saklaus og var aðeins á þá leið hvurnig á því stæði, að hún, hámenntaður kynjafræðingur og kynfæraverkfræðingur, bölvaði og glæpavæddi alla karlmenn opinberlega í blöðum og sjónvarpi væri svona gefin fyrir karlmenn þegar hún héldi að enginn tæki eftir og legðist með þeirri grimmu og óðu dýrategund eins og um heiðarlegar manneskju væri að ræða og hvort hún fengi ekki vondan móral eftir bólfarir slíkum skaðræðisgripum. Nú bíðum vér öll, sannleiksleitandi og vísindasinnaðar mannverur, í ofvæni eftir að tímamótaverk frú Ingveldar komi út á bókum svo vér getum drukkið í oss fræði hennar til gagns og gamans.       


mbl.is Samþykktu að loka Borgarskjalasafninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvur er hún þessi Giljagjá?

Hvur er hún þessi Giljagjá,
sem grénjar uppi á stalli?
Þeir segja að hún sé brún og blá
og búi með gömlum kalli.

Á bárunni er hún býsna létt,
en bólgin og þung á velli.
Lætur sig dreyma og drekkur þétt
og dansar á veiku svelli.

Svo rigsar hún um og rekur upp vein,
og ropar, - það kvað vera söngur -
mjamtar og sperrist sem mávur á grein
og minnist við eitraðar slöngur.

Það bylur hátt í bleikum sölum,
börnin emja þar eitt og eitt.
Í greninu lágfóta gaular af kvölum,
á götuna strákar míga feitt.

(Höfundur: Brynjar Vondalykt)




mbl.is Diljá hækkar enn í veðbönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slordóninn Harrý Karlsson

HarryEinkennilegur drengfjandi þessi Harrý Karlsson og bölvaður slordóni og rusti. Hann hefir nýverið sagt frá því að hann hafi með köldu blóði drepið í Afganistan tuttugu og fimm menn, sem hann þekkti ekki nokkurn skapaðan hlut og aldrei höfðu gert honum neitt. Svo gaf Villi bróðir hans honum á kjaftinn, en Harrý þorði ekki að gefa honum á kjaftinn til baka, lagðist bara í gólfið og grénjaði eins og naut af frekju. 

Það var því ekki nema rökrétt hjá honum að gjörast eituræta og slafra í sig einhverja berserkjasveppi, kannibiss og kókaín. Það sér hver maður sjálfur að svona villidýr er ekki hægt að hafa fyrir prins. Og til að kóróna viðurstyggðina fór strákhvolpurinn upp á vafasama kerlíngu úti á túni bak við alræmda rónaknæpu í Lundúnum. Reyndar segir sagan, að faðir hans, Karl bretakóngur, hafi stundað ástarlíf í kartöflugörðum og skurðum í nágrenni Bökkínghamhallar þegar hann var upp á sitt besta að taka fram hjá Díönu; sagt var að Karl hefði stundum komið forugur heim eftir þá spretti. Af því má sjá, að Harrý er raunverulega sonur Karls kóngs en ekki einhvers kynóðs garðyrkjustráks sem Díana átti að hafa haldið við. Díana Díana Díana þurfti að fá sér ... Jamm. Uhu ...

kol28_1234389.jpgEkki bætir heldur málstað Harrýs Karlssonar að hafa komið sér upp grimmlyndri kérlíngarnorn, sem hann kallar ,,konu sína". Sameiginlega hafa hann og nornin gert sér að leik að vega að ættingjum Harrýs úr launsátri og á einkar lúalegan hátt, aðallega í fjölmiðlum. Þessar árásir gjörðu það að verkum að amma Harrýs lagðist í kör og dó, langt fyrir aldur fram. Og það sér að Karli Kóngi, að honum er brugðið. Einlægt er þrútinn í andliti og svo rauður að slær út í blátt á stundum; tinandi kemur hann fram fyrir hönd krúnunnar, ranghvolfandi augunum, stjarfur og þjáður. Hann veit sem er, hann Karl Kóngur, að drengófétið Harrý og nornin hans munu ekki linna látum fyrr en þau hafa komið honum í kör og að svo búnu í gröfina.  


mbl.is Slagsmál, kókaín og kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti var of lítill - í Reykjavík

x-rvkRaunirnar sem svo kallaður meirihluti bæjarstjórnar Reykjavík hafa ratað í með ótrúlega stuttu millibili eiga það allar sameiginlegt að vera frámunalega hlálegar og til þess fallnar að gera meirihlutafulltrúa Reykjavíkurstjórnar að ævarandi viðundrum og til stórskammar dýrategundinni hómó sapíens. Hvert sem gefur að líta í höfuðborginni blasa axarskaft fávísra og innantómra meirihlutamanna. Eftir tvöhundruð og fimmtíu ár mun eflaust standa í sögukennslubókum barna- unglinga og framhaldsskólum, að á dögum nýfrjálshyggjufílskunnar, Gnarrfíflskunnar, Framsóknarspillingarinnar, Píratafíflskunnar og Viðreisnarfíflskunnar undir stjórn Samfylkingar Dags og Holuhjalla, hafi hraksmánarleg niðurlæging og lágkúra verið einkennismerki á stjórn Reykjavíkur, sem sögurannsakendur síðari tíma hafi gefið nafnið ,,Svínastían".

Nýlega kom á daginn að nýfrjálshyggju-prumphænsnin, undir styrkri stjórn Samfylkingarinnar voru búin að koma málum svo laglega fyrir, að þegar gjörði dálítinn byl að vetralagi, fór allt á annan endann og fólk komst hvorki lönd né strönd, því búið var að selja öll snjómokstursverkfæri borgarinnar út í veður og vind, en búið að einkavæða snjómoksturinn í höndur misvitra og mis illa tækjaðra verktaka. Því þegar til átti að taka og allar götur fullar af snjó, kom náttúrlega í ljós að verkfæri verktakanna vor annað hvort svo stór og klunnaleg að þau komust ekki fyrir á venjulegum Reykjavíkurgötum, eða svo lítil að þau afkasta vart meira en teskeiðar við snjóhreinsunina.

Að heyra og lesa um hraksmánarfarir Dags og verktakanna í snjósköflum borgarinnar og þá hlálegu staðreynd að litlu tækin væru of lítil en þau stóru of stór, rifjaðist upp fyrir mér gamalt vers eftir eitt af höfuðskáldum Íslands, orkt í orðastað bíræfinnar húsfreyju. Þetta snjalla ljóðmæli hafði ágætur stýrimaður vestur á fjörðum stundum yfir þegar við vorum að draga þorskanet í vondum veðrum í Víkurál eða norðurkanti Breiðafjarðar. Þessi liðlegi kveðskapur yljaði okkur hásetunum oftar en ekki í hríðakófinu og frosthörkunum, en það er á þessa leið:

Fyrsti var of lítill,
annar var of stór,
þriðji var of feitur,
sá fjórði var of mjór.
Fimmti var of stuttur,
sá sjötti var of sver,
- en sá sjöundi passaði í ...

Af velsæmisástæðum get ég ekki birt lokaorð versins, en þið sem kunnið að ríma vitið nokk hver þau að öllum líkindum eru.   


mbl.is Litlu tækin of lítil og stóru of stór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurreisn Ólafs er þjóðþrifaverk

Óli SkansÞjóðþrifaverkin leynast víða, sem betur fer. Sú landsfræga sómakona, frú Ingveldur, tók sig til síðsumars á síðasta ári og orkti braginn um Óla Skans upp og færði til nútímans, en á það hefir verulega skort, að verk þjóðskáldanna, allt frá Bub Morteins aftur til Ara fróða og höfunda Íslendingasagnanna, hafi fengið þær nauðsynlegu uppfærslu sem þeim ber. Nú er skemmst frá að segja, að frú Ingveldur fyllir flokk þessa góðskálda íslenskra sem vér metum mest og hæst hafa risið í sölum andans. En nú hefir sem sé frú Ingveldur riðið á vaðið og tekið Óla Skans sér til handargagns og hafið nýrrar upphefðar, vegs og virðingar.

En svo vér grípum af handahófi niður í versin af Óla Skans í útfærslu frú Ingveldar, þá fangar hugurinn fljótt eftirfarandi stöku:

Ólafur Skans, Ólafur Skans,
ógnar typpalingur.
Vala hans, Vala hans,
veinar þar til hún springur.
Ólafur, Ólafur, Ólafur Skans.
Sjá hvað þú er sóðalegur
segir konan hans.

Þér eruð naut, þér eruð naut,
þannig hóf hún tölu.
Ólafur skaut, Ólafur skaut 
andskotann af Völu.
Ólafur, Ólafur, Ólafur Skans.
Vergjörn er og villt í rúmi
Vala konan hans.

SnjórSvo sem sjá má hefir Óli Skans forframast og heitir nú Ólafur eins og góðir menn heita gjarnan og munar nú sáralitlu að upphefð hans hafi náð enn hærri hæðum, ef stafsetningin á ættarnafni hans hefði vaxið úr Skans í Sckans. En þessa stundina fæst frú Ingveldur við ljóð, sem hún hefir þegar gefið nafn og heitir Alexander í snjóskaflinum og fjallar um Alexander nokkurn sem dagaði uppi í snjóskafli og birtist aftur undan fönn að vori, sem einn salstólpi, ærið óhrjálegur.


mbl.is Enn verið að endurskoða snjómokstur borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurreistur Melavöllur og Ríó-Tintóvöllur í Laugardal er lausnin

run1Nei, auðvitað vilja þessar afturhaldskonur, sem öllu ráða í fótboltanum nú til dags, ekki kenna Laugardalsvöllinn við Pela fótboltamann út Brasilíu. Þá væru þær meira en tilbúnar að láta Laugardalsnafnið lönd og leið, ef fallegt félag með skínandi orðspor, segjum til dæmis Ríó Tintó, kæmi með skiptimyntarupphæð á kontórinn hjá KSÍ og krefðist þess að hér eftir mundi þjóðarleikvangurinn í Laugardalnum heita Rió-Tintóvöllur. En Pelavöllur, nei takk.

Þá kemur upp sú hugmynd, ekki kannski eins og skrattinn úr sauðarleggnum, að eiga gott samtal, fullt af fyrirsjáanleika, um þann burtsofnaða Melavöll, sem einhverjir voðalegir menn tortímdu á sústu öld. Og þar eð orð eins og ,,mela", ,,pela" og ,,pele", ríma eitthvað svo asskoti skemmtilega saman, þá hlýtur, í stóra samhenginu, vera grundvöllur fyrir því að endurreisa Melavöllinn undir nafninu Pelavöllur eða Pelevöllur, hinum framliðna brasilíska snillingi til heiðurs. Til að gjöra þennan draum að veruleika þarf aðeins að ýta einhverju smáræði af ónýtum húskumböldum til hliðar og leggja forkunnarfagran malarvöll á nákvæmlega sama stað og Melavöllurinn stóð forðum, einnig að séð verði til að nákvæmlega eins áhorfendastúka verði við völlinn eins og áður var. 

ing17Ef vill, þá geta knattspyrnuyfirvöld svo látið reisa sjö mannhæða háar líkneskjur úr gullbronsi við hliðarlínuna á Laugardalsvellinum af formanni og framkvæmdastjóra KSÍ, þeim Vöndu og Klöru. Ef eitthvað verður af þessari hugmynd, sem við öll viljum að verði, þá væri upplífgandi fyrir íþróttalíf í landinu að hafa líkneskin á Evuklæðunum einum. Og ef þannig vildi til, þegar líkneskin verða tekin til brúkunar við hliðarlínuna, að Laugardalsvöllurinn héti ekki lengur Laugardalsvöllur heldur Ríó-Tintóvöllur, þá væri tilhlýðilegt að hafa líkneskin úr alúmíumi beint úr álverinu. Svo mætti steypa í stórum stíl pínulitlar Vöndur og Klörur úr áli til að hafa á lyklakippum og soleiðis. 


mbl.is Laugardalsvöllur varla kenndur við Pelé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af verkan undralyfja ástarinnar

kol31Heimsbyggðin á í mikilli þakkarskuld við K. Karrdassíjan fyrir að hafa fundið upp svona líka ljómandi graðmetal fyrir fólkið. Sem kunnugt er á mannkynið allt undur svona upplífgandi lostadrykk, sem gjörir þá er drekka gersamlega viti sínu fjær af frygðarórum. Fyrir síðustu jól prófaði frú Ingveldur að gefa manni sínum þennan drukk inn, án þess þó að segja honum hvernig hann ætti að virka. Skipti aungvum togum, að Kolbeinn varð fyrst eldrauður í framan, síðan blár, eftir að undralyfið fór verka á hann, hljóp svo út eins og berserkur og fór að elta kött, sem fyrir tilviljun var staddur á lóðinni hjá þeim hjónum, með ægilegum nautnaöskrum.

Þá er vert að minnast þess þegar Ástvaldur Hergeir fann upp sinn vel heppnaða ástardrykk. Það var nú blanda í lagi. Hann lagði lítið sjávarþorp á hliðina með því að gauka að íbúunum, hvurjum og einum, dulitlum skammti af lyfinu undir því yfirskyni að um sérdeilis kraftmikið c-vítamín væri að ræða, sem hefði þá góðu eiginleika að steindrepa niður kvefpestir í bráð og lengd. Auðvitað stóðst þorpið ekki þessi inngrip og íbúarnir tvístruðust í allar áttir, því þeir máttu ekki líta framan í nokkurn mann af skömm vegna hinna ískyggilegu minninga frá því þeir voru undir áhrifum ástardrykks Ástvalds Hergeirs. Fyrir athæfið var vísindamaðurinn ÁH lokaður inni á vitfirringahæli til frambúðar, því sem til var að drykknum hellt niður og uppskriftinni eytt.

perr4Og í millum nýliðinna jóla og nýárs prufaði frú Ingveldur að gefa Máríu Borgargagni og Brynjari Vondulykt ljúflingsdrykkinn saman við kokteilinn sem hún bar þeim. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar frá því hjúin höfðu þambað veitingar frú Ingveldar í sig voru þau orðin sjóðandi vitlaus, búin að rífa af sér hvurja spjör og ætluðu sér að nauðga Kolbeini, eiginmanni frú Ingveldar, á harkalegan hátt fyrir framan nefið á henni; en Kolbeinn hafði setið sljór og dofinn í stól, mjög illa eftir sig eftir tilraun frú Ingveldar á honum. Þegar þar var komið, sá frú Ingveldur í hendi sér, að ekki var við neitt ráðið úr þessu, svo hún greip hina djöfulóðu gesti sína og fórnarlamb þeirra, Kolbein Kolbeinsson skrifstofustjóra og framsóknarmann, varpaði þeim í miðstöðvarkompu hússins og læsti þau þar inni. En orgin og umbrotahljóðin sem bárust frá kompunni stóðu fram undir morgun. 


mbl.is Kynörvandi drykkur afar vinsæll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafurmagnssálmur dómsmálaráðherra og svellandi rafskot milli þjóhnappa Pírata

gunEkki er fyrir að synja, að nokkur tilhlökkun sé sé farin að gjöra vart við sig á stöku stað vegna fyrirhugaðrar rafbyssuvæðingar og rafmagnssálma blessaðs dómsmálaráðherrans okkar og aðstoðarmanns hans. Mjök fýsir oss að sjá þegar Nonniboy fer að senda fordæmalaus rafskot millum þjóhnappana á Píratagemlingunum svo þeir geti ekki kvartað undan því að fá aldrei neitt gott í rassinn. Mikið óskaplega held ég verði gaman þá.

Sjáið fyrir yður dómsmálaráðherrann Nonniboy koma þjótandi fram í útdyr dómsmálaráðuneytisins með með rafpístóluna á lofti skjóta rafurmangni af handahófi í næsta píratakvæ á götunni, en að baki ráðherrans sæjum vér glitta í dökkleitt og þrútið nefið á aðstoðarmanninum, sem að sönnu væri með veglega rafurmagnshaglabyssu í hönd, þess albúinn að senda á Píratafjandana meiri glaðning af heiðgrænu og vistvænu rafmagni frá heildverslun Enn eins. Það er eins gott fyrir aumingja Píratana að hafa sig hæga á næstunni og varast að gjöra dómsmálaráðherra og aðstoðarmanni hans gramt í geði með einhverju dómsdagsþrugli og óráðhjali.

Svo segir í frægu kvæði um sýslunga minn og sveitunga afa heitins, Pétur Hoffmann, að hann hafi rotað sér til gamans einn og einn ósvífinn valdsmann og pólití. Því miður eru Pírataskammirnar ekki þannig lagaðar að þær passi í fötin hans Hoffmanns og því síður eru hnefar þeirra grjótharðir eins og á gamla Selsvararbóndanum, heldur eru þeir lausir í sér og linir sem kökudeig og ógjörlegt að rota nokkurn skapaðan hlut með þeim. Þannig að útilokað er að Píratar geti unnið á dómsmálaráðherra og aðstoðarmanni hans með berum hnefunum. Pírötum eru sem sé allar bjargir bannaðar í þessu stríði, en geta svo sem skotið á Nonniboy til baka, þó ekki væri nema í virðingarskyni, með baunabyssu eða teygjubyssu og freistað þess að hæfa karlskrattann á viðkvæmastan stað neðan beltis. 


mbl.is Gangi ekki yfir almenning þegjandi og hljóðalaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífshættulegt fjóshaugsverkað hangikjöt veldur usla fjarri Íslandsströndum

ni1Illur grunur hefir sókt að varfærnustu sálum, þess efnis að hið lífshættulega hangikét, sem borið var fram á Nostraglíjuknæpunni á Tenerifi hafi átt ættist sínar að rekja í fjóshaug nokkurn í Skagafirði. Það hefir tíðkast meðal fótgönguliða gömlu Framsóknarmaddömunnar í bændakurfastétt Skagafjarðar, að slá tjaldi yfir fjóshauga sína á haustin, kveikja í kúataðinu og reykja við það kjöt, bjúgu og krof af fleiri kvikindum. En kúaskítur í fjóshaugi er blautur og torbrennanlegur og því hafa bændur stungið þurrum, olíubornum spýtum í skitukássuna og kynt upp með hráolíu og góðum hitablásurum. Við þetta hafa kúahægðirnar þornað og farið að brenna á skikkanlegan hátt og framkallað þennan fína, ósvikna reyk, sem ekki er nein rafrettuólyfjan.

Svo draga kurfarnir lærin og bjúgnasköndlana upp úr mykjukösinni, þurrka af þeim mesta hroðann og senda svo afurðirnar á markað, sumir á svartamarkað, og varnalausir neytendurnir fá þetta á diskana sína, kannski í heilsubótarferð á Tenerifi, og missa heilsuna. Að minnsta kosti eru sögurnar sem berast þessi dægrin frá Tenerifi ógnvænlegar og afdrif gestanna tvísýn. Síðast þegar fréttist hafi minnst einn drullað sig í hel; lögreglan fann hann steindauðan í skúmaskoti við hliðargötu í Tenerifi í morgun, allan útmakaðan, augun sprungin út úr tóftunum og belgurinn upp þaninn, svo hatramt og hryllilegt hafði dauðastríðið verið.

Hér heima varð heil fjölskylda skökk af fjóshaugshangiketi á jólunum og er nú verið að athuga hvort framleiðandinn hafi brennt heilli heyrúllu af þurrum kannabisplöntum og fullri kerru af óþverasveppum undir ketinu, er það var til reyks í fjóshaugnum hjá viðkomandi framsóknarkurfi, - en á því leikur sterkur grunur og sjónarvottar sagðir að framferði hans við hauginn. Nú, svo er beðið eftir matvælaráðherra að taka ákvörðun, en viðbúið er að sú bið verði afar löng. Annars þarf ekki að taka neina andskotans ákvörðun, blessað fólkið liggur í andaslitrunum á erlendri grund, svo illa þefjandi að aungin orð fá lýst. Að vonum ríkir sorg í Nostralglíjuknæpu í kvöld og kistusmiðurinn á þönum milli sjúklinganna að taka mál af þeim svo allt verði tilbúið fyrir greftranirnar. Það eru nú meiri ósköpin hvað framleiðsluhættir hangiketskurfa á framsóknargrenjum í Skagafirði geta valdið miklum usla langt úti í heim.    


mbl.is Um helmingur veiktist eftir hangikjötsveislu á Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband