Leita í fréttum mbl.is

Jólatré á jólatré ofan

jólJólatréð, sem tók við af honum Stengrimi Johoð, þarna fyrir norðan land, er ætíð afar sosialisk í tali þegar fjölmiðlar spjalla við það. Sennilega er það nú svo, að þetta fyrirbrigði hefir aungva hugmynd um hvað sosialismus og vinstrimennska er; hefir trúlega aldrei heyrt minnst á soleiðis nokkuð. Umrætt jólatré, frú Ólsen heitir hún víst, elskar einkavæðingar, fjármálasjónhverfingar og prang, að minnsta kosti ef miðað er við léttúðina sem lekur af henni varðandi síma- og grunnnetsþjófnaðinn og sölu einkavina auðvaldsins á þeim tólum til einhverra spekúlanta erlendis. Et til að skila ekki alveg auðu um þetta landsölu mál, ropar hún upp úr sér einhverri holtaþoku um lífeyrissjóði og eftirlaunasjóðirnir hefðu nú átt að kaupa grunnnet fjarskipta á Íslandi. Ja hérna hér: hvað er þetta jólatré eiginlega að gera sem hálaunaður alþingismaður á Alþingi Íslendinga?

sos1Það var sem sé fullkomin hörmung, að hlusta á fátæklegt auðvaldssinna-ropið, sem jólatréð frú Ólsen hvæsti framan í landslýð á öldum ljósvakans í morgun. Og þetta er fulltrúi flokks, sem í upphafi stóð til að geymdi arfleyfð Einars Olgeirssonar, Brynjólfs Bjarnasonar, Eðvarðs Sigurðssonar og Guðmundar Jaka! Hvað gengur svona fólki til? Er það að gera vísvitandi narr að þeirri vinstrisinnuðu alþýðu á Íslandi, sem þó er til, þrátt fyrir allt? Eða er frú Ólsen bara illa upplýst glimmerrófa, sem veit ekkert í sinn haus um sögu og baráttu sósíalista á Íslandi í vel góð hundrað ár?

Í Sprengjusandsþættinum í morgun var mætt til leiks, ásamt með frú Ólsen, annað jólatré, nýtt af nálinni, beint úr smiðju ekki minni kumpáns en G.a. Þórðarsonar nýfrjálshyggjumanns, elskhuga Trumps, NATO og annarra frækinna heimsvaldasinna og flokkssystir Inga yfirkjörstjórnarformenni í NV-kjördæmi og Páls Vilhjálmssonar kennara skólabarna í Garðahreppi. Þessi nýsprottna hrísla úr urtagarði Sjálfstæðisflokksins er auðvitað hin sperrtasta, henni er innilega alveg sama hvaða andskotans auðvaldsrassgat á innviði íslensks samfélags svo framarlega að það séu gráðugir og sjúkir ,,einkaaðilar". Já, elsku, kæru vinir, það göfug hugsjón og falleg að vera svo frjálshuga og frjálslyndur að maður sjá ekkert við það að selja ömmu sína fyrir pénínga út í hönd. En til hvers er verið að fylla Alþingi Íslendinga af svona fólki? 

https://www.visir.is/g/20212173482d/hefdi-viljad-sja-lif-eyris-sjodina-stiga-fastar-inn-i-soluna-a-milu-og-krefst-skyringa


Borubrattur kauði skríður undan rúmbælinu eins og hóstandi niðursetningur

drunk2Skríður ekki nema kauði undan rúmbælinu, þar sem hann hefir haldið til frá því eftir kosningar, og er aldeilis borubrattur. Hann lætur sér ekki muna um að hjóla í grandvara og góða drengi og gjörir dár og spé að þeim. Þessi mergjaði oddviti yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi rekur prjóninn illyrmislega í Guðmund Gunnarsson viðreisnarfrömuð og lætur í veðri vaka að þann ódám væri réttast að draga fyrir lög og dóm og dæma hann í steininn fyrir eitthvað sem oddvitinn virðist ekki alveg gera sér grein fyrir hvað er. Sennilega telur oddvitinn Ingi Tr. að Gvendur þessi Gunnarsson frá Ísafirði sé trúnaðarmaður Viðreisnarfélags Péturs Þríhross og hafi þar af leiðandi fátt þrifalegt í pokahorninu.

Ekki vekur minni furðu, að Ingi oddviti skuli voga sér að ráðast að Karli Gauta með ódæma fautaskap og láta að því liggja að Karl Gauti sé um það bil kolklikkaður, eða eitthvað soleiðis. Við sem betur þekkjum til, vitum að Karl Gauti er einstakur dánumaður, munkur og frelsari af reglu heilags Sigmundar í Klaustri, og hefir vottorð upp á að vera sérlega heiðvirð persóna í alla staði. Nei, vinir mínir, það er erfitt núorðið að átta sig á hegðun oddvita og munnsöfnuði þeirra í garð góðra manna. Að dylgja um að Karl Gauti, fyrrum sýslumaður í sinni sveit, umgangist sannleikann frjálslega og hafi aungin rök fyrir kæru sinn á hendur oddvitanum, þýðir einfaldlega á mannamáli, að Karl Gauti sé bölvaður lygari, sem skeyti hvorki um rök eða sannleik í kæru sinni.

Af þessum ósköpum er auðsætt, að víðtæk málaferli eru að hefjast millum Inga Tr. annarsvegar og Karls Gauta og Gvendar viðreisnarmanns hjá Pétri Þríhrossi hinsvegar. Og yfir öllu þessu kvaka og góla ekki minni andans menn en Birgir karlinn Ármannason og barnakennarinn Páll Vilhjálmsson fyrrverandi formaður Samfylkingarfélags Seltjarnarness, en talið er víst, að þeir muni veita Inga Tr. lið í orrahríðinni sem fram undan er. Hvað muni gjörast, ef Gvendur viðreisnar, Karl Gauti í Klaustri og Pírataormarnir hafa oddvitann Inga, Ármannason, kennara íhaldsbarna í Garðahreppi og Sjálfstæðisflokkinn undir í þessu stríði, ómögulegt að vita, enda hræðilegt fyrir hvurn mann að hugsa þá hugsun til enda. En best væri að kauði skriði bara undir rúmbælið aftur og héldi þar kyrru fyrir í eins og eitt kjörtímabil. 


mbl.is Ingi svarar: Órökstuddar aðdróttanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síra Baldvin flutti erindi um mál síra Eiríks á sýnódus

prestur1Eitthvað held ég síra Eiríkur hafi stungið fingri í rangan þumal þegar hann hófst handa við að gera út á Guð Almáttugan og sósíalistann Jésú Krist. Sennilega hefði orðið farsælla fyrir þennan útgerðarmann að sleppa Biflíunni, Drotni og litla sósíalistanum frá Nasaret, en setja heldur traust sitt allt á guðinn Mammón, enda stendur sá guð ugglaust síra Eiríki nær en aðrir guðir.

Annar kennimaður og mun stærri síra Eiríki, sjálfur síra Baldvin, hefir flutt erindi á sýnódus um péééníííga-sjúka falsspámenn, ,,sem nudda sér utan í Krist í sjónvarpinu með annarri hendinni meðan þeir svíkja undan skatti með hinni", eins og síra Baldvin orðaði það svo snyrtilega í erindi sínu. Ennfremur sagði hann, að þrjótar sem verða uppvísir að því að greiða ekki keisaranum það sem keisarans er ætti að færa upp á Gólanhæðir og hafa þá þar til sýnis fyrir sanntrúaða. Í lokaorðum sínum gjörði síra Baldvin sýnódus grein fyrir því, að hann sjálfur væri tilbúinn að flengja óþokka, sem sekir gjörast um dáraskap við kristindóminn, með heilagri ritningu þar til þeir ákölluðu alla heilaga sér til bjargar og ekki mundi hann heldur telja eftir sér að bannfæra þessháttar glæpamenn formlega úr predikunarstóli.

Þess má geta í þessu sambandi, að fyrir skemmstu stóð síra Baldvin ferðamann nokkurn að þeirri ólánsiðju að míga á vegg höfuðmusteris síra Baldvins. Þann útsendara Sathans greip síra Baldvin og hafði með sér í kirkjuna og hýddi hann þar til óbóta með Biflíunni upp við altarið. Ferðamannsauminginn varð eitthvað óhress með hirtinguna og hugðist kæra þennan grimma prestsvarg fyrir lögreglunni á staðnum. En lögreglan vissi hvað til síns friðar heyrði og lokaði ferðamanninn inni í nokkra daga og hann fékk ekkert að eta annað en blávatn og svartabrauð. 


mbl.is Eiríkur hjá Omega dæmdur fyrir tugmilljóna skattabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau höguðu sér eins og bestíur við talninguna

kol1Sannarlega hefir kjörstjórnin og talningarstóðið hagað sér eins og bestíur í Borgarnesi og fordjarfað atkvæðatalningunni, sem þeim var þó trúað fyrir. Það er aungvu líkara en þetta vafasama fólk, með formennið í fylkingarbrjósti, hafi lagt mun meiri áherslu á að drekka við talninguna en að telja atkvæðin, enda fór svo að atkvæði kjósenda í Norðvesturkjördæmi lágu í hrúgum ofan í tómum bjórkössum fyrir hunda og manna fótum, hvað sem það hefur nú átt að þýða. Svo þegar allir í talningagenginu, sem og yfirkjörstjórnin, voru orðin svo augafull að þau stóðu vart í lappirnar og vissu ekki handa sinna skil, slöguðu þau eða skriðu, eftir atvikum, burt af staðnum og skildu allar dyr eftir opnar upp á gátt. Fjandinn má svo vita hvar þessi sérkennilegi söfnuður svaf úr sér vímuna.

Auðvitað er kosningin í Norðvesturkjördæmi ónýt, hvað svo sem Sjálfstæðisflokkurinn og Birgir Ármannason hamast við að reyna að fá hana tekna gilda. Ef þetta kosningarugl fær að standa, þá verða þeir einstaklingar sem fá kjörbréf upp á að þeir séu alþingismenn Norðvesturkjördæmis, að una því að kjósendur líti á þá sem eitthvað annað en þingmenn. Svo er náttúrlega ótækt að saklausir kjósendur séu neyddir til að greiða þessháttar platþingmönnum laun, og þau meira að segja himinhá. Og formenni yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á að leiða í bandi eins og stagkálf beint austur á Litla Hraun til geymslu í óákveðin tíma.

En aumingja Birgi Ármannayni er vorkunn að þurfa að standa í öðru eins ströggli sem þessu; af málfari hans um þetta skuggalega mál má ráða, að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð, en verður samt, að boði Flokksins, að koma málum þannig fyrir að kosningin verði tekin gild, báðar talningar og líka talningin upp úr tómu bjórkössunum. Ef Birgi tekst ekki að fá nefndarfólk sitt, hr. Björn Leví og þau hin, til að loka augunum fyrir ölæðistalningunni í Borgarnesi, er stórfelld hætta á að alþingiskosningarnar þann 25. september hafi í heild sinni, í öllum kjördæmum, farið gersamlega út um læri og maga og landið verði stjórnlaust og vitlaust þar til búið verður að kjósa aftur.     


mbl.is Talningarsalurinn var ólæstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér lifum á andstyggilegustu nærbuxnatímum

nærbuxurOkkur varðar ekkert hvurjir fóru út og inn í talningaveislunni í Borgarnesi; þar var allt eins og átti að vera og allir þokkalega kenndir. Nær væri þingnefndinni að grenslast fyrir hvort einhverjir kjörstjórninni eða talningagenginu hafi farið úr nærbuxunum meðan á talningu stóð; við lifum nefnilega á andstyggilegu nærbuxnatímum þar sem síðasta sort kynvilltra pervertista hefir það fyrir dægrastyttingu að hafa uppi á spurningastúlkum og falast eftir nærbuxum þeirra gegn greiðslu út í hönd. Þessir þrifagemlingar hafa lítið dálæti á hreinum nærhöldum, ónei, það vilja þessi afstyrmi ekki. Raunar veit aunginn maður hvað er innan í höfðinu á þessum skítakörlum og kerlingum.

Frú Ingveldur kynntist einum svona nærbuxnadólgi á netinu fyrir skemmstu. Dólgur hélt að frú Ingveldur væri um fermingu og fór strax að setja upp verð fyrir óhreinar brækur af henni. En frú Ingveldur er klók og gjörði karlinum tilboð upp á tvennar nærbuxur fyrir tvöhundruð þúsund krónur. Ódámurinn kættist við og reiddi upphæðina af hendi og fékk í staðin fremur óhrjálegar nærbuxur, gauðskítugar, aðrar af Kolbeini, eiginmanni frú Ingveldar, hinar af þeim dásamaða Bryjari Vondulykt. Það var ekki laust við að dólgurinn margfélli í yfirlið þegar hann fór að hnusa af þessum rándýru flíkum, hann baulaði líka milli yfirliða og kumraði eins og hrútur um fengitímann. 

kolFrú Ingveldur fylgdi auðvitað söluvöru sinni eftir á laun, komst að því hver kaupandinn var og hvar hann var til heimilis. Þegar hinn öfugsnúni einstaklingur hafði notið nærhalda þeirra Kolbeins og Vondulyktarinnar í um vikutíma, afréð hann að sjóða sér seyði eða súpu úr þessu indæla hráefni og setti pott á eldavélarhellu; hann vildi fá sem sterkast kikk fyrir aurana sem hann hafði látið út. Það er talið að pervertinn hafi sopið allt seyðið er hann sauð, því potturinn og súpuskálin voru tóm þegar að var komið nokkrum dögum síðar. Neytandi seyðisins lá hinsvegar mjög stjarfur á gólfinu og var dauður. En frú Ingveldur hló hátt þegar hún heyrði dánarfregnina af viðskiptavini sínum og sagði sem svo, að réttlætið sigraði alltaf að lokum, hvernig sem reynt væri að snúa á það. Þetta hefði kjörstjórnin í Borgarnesi átt að vera búin að kynna sér áður en talningin fræga fór fram.


mbl.is „Það er vitað hverjir fóru inn og út úr salnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðisgengin tilþrif nýmóðins íslenskra ráðherra í útlöndum

gubbJæja, svo endemis krílið hann Ásmundur Einar skrönglaðist til Tékkó og kom aftur naut. Það kemur fáum á óvart. Forvitnilegra er, að Ásmundur hefir bersýnilega fallið í höndur herra Jósefs Svejk hundakaupmanns í Prag og leyft karlinn spila með sig í botn og pranga inn á sig hundi. Víst höfum vér skjalfestar sögur af örlögum manna sem glæptust á að eiga viðskipti við téðan Svejk keypt af honum hunda: Sá er verst fór út úr slíkum viðskiptum, en hann keypti sjö hunda af Svejk, varð fyrir því óláni að svelta hundaskrímslin þangað til þau réðust á hann og átu hann upp til agna. Annar náungi var rekinn í stríð útaf hundi sem Svejk hafði stolið og fært honum að gjöf.

Þá segir í greininni af hr. Daðasyni, að hann hafði farið á vellandi pilsnér fyllirí í Pilsen og gubbað þar allt út. Þá kom til kasta lögreglunnar þar úti, sem með gleðisvip á vör hrakti Ásmund slagandi og spúandi inn í næsta fangaklefa á svæðinu. Í fangaklefanum hélt fanginn áfram að kast upp milli þess sem hann söng baráttusöngva eftir gömlu Framsóknarmaddömuna. Svo fékk lögreglan leið á sönglátum fangans og fóru með hanna á lestarstöðina og keyptu miða fyrir hann í einhvern vagn, sem þaut stuttu síðar með íslenska barnamálaráðherrann eitthvert út í buskann. Reyndar var kallanganum vísað úr lestin í Budapest, því hann var þá orðinn það heilsuhraustur að hann gat farið að ota geldingatöngum að ferðafélögum sínum, en ráðherrann er, svo sem alþjóð veit, geldingatangasölumaður.

full3Á meðan barnamálaráðherra átti í brösum við þá tékknesku, sveif dómsmálaráðherra eins og lufsa til Parísar eftir einstaklega vel heppnað kosningaferðalag með Auðvaldsflokknum norður fyrir land. Í París vóð hún stuttpilsuð og skjálfandi inn á margfrægan veitingastað og pantaði sér þegar í stað fimm kílógrömm humars á borðið og margar flöskur af hvítvíni og kampavíni. Svo það var aungin furða þókt hún væri kampagleið þegar óviðkomandi Íslendingur kom auga á hana hálfri annarri klukkustund síðar. Þess Íslendingur ber, að hann hafi orðið fyrir áfalli er hann sá dómsmálaráðherra sitja við og háma drullusullið í sig líkt því sem hún hefði ekki fengið ætan bita í marga mánuði. - Og svo rumdi hún og ropaði eins og villihross sem hefir komist í fulla kerru af fóðurbæti og stendur á öndinni af offylli. Því má segja, að ráðherrarnir okkar hafi ekki setið með hendur í skauti síðan svindilkosningarnar fóru fram.  


mbl.is Ásmundur ástfanginn í Tékklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er loks komið að Íhaldsframsókninni að sparka Þórólfi og frelsa lífið í landinu

djöÞá er komið að ríkisstjórninni, einni og óstuddri, að taka ákvörðun um kóvíðssóttvarnir, án möguleika á að skjóta sér bak við Þórólf og kenna honum um ákvörðunina og hvernig til hafi tekist. Í Sjálfstæðisflokkunum hafa lengi verið uppi háværar raddir um að hleypa kóvíðnum alfrjálsum og óheftum á landslýðinn. Sjálfstæðismennirnir okkar eru nefnilega stórir karlar og kerlingar með púng, sem hræðast ekki smávægilegar kvefpestir og eru á því að fréttaflutningurinn um hræðilegar afleiðingar kóvíðsins sé uppspuni og stórlygar frá rótum. Nú, Framsóknardelerantarnir eru náttúrlega á sömu nótum og sjálfstæðishetjurnar, enda er ekki lengur möguleiki á að greina þefinn í Framsóknarfjósinu frá ýldufnyknum í gullsúluðum sölum Valhallar. Eflaust munu Katrín og Swandeesý ekki hafa kjark til að mótmæla frelsisáformum Íhalds og Framsóknar þannig að innan skamms munu sóttvarnir heyra sögunni til á Íslandi.

Hitt er svo aftur annað mál hvort andskotans kovíðspestin muni taka upp á þeim fjanda að ganga enn einusinni í endurnýjun lífdaga og fylla spítala og gjörgæslur á augabragði. Og líkkistusmiðirnir hefðu ekki við að hlaupa út um borg og bý til að mæla dauð fórnarlömb kóvíðsins, sem sálast hafa heima hjá sér eða út um stræti og torg vegna fullfermis spítala- og gjörgæsludeilda. Svo mundu súrefnistólin bræða úr sér og þar með væri leikurinn búinn og þjóðin lognast útaf eins og flugur að hausti. En Íhaldsframsóknin er búin að marglofa þjóðinni, einkum atvinnurekendaþjóðinni, að frelsa hana undan sóttvörnum og það er fallegt og til fyrirmyndar að standa við gefin loforð.

Þegar frelsið er fengið verður embætti landlæknis og fautinn Þórólfur lögð niður. Það fólk skal á svarta listann í Valhöllu og aldregi fá neina atvinnu meir, að minnsta kosti ekki í þessu lífi. Og ætli Bjarniben, Áslaug Arna og sú með langa nafnið taki þá ekki fram dansskóna og taki snúning frá Ásmundarsölum norður á Húsavík og þaðan til Frans? Í lokin má geta þess að söngvaskáld Sjálfstæðismanna, hann Íhaldsbossi", hefir nú þegar samið og gefið út tækifærissönginn ,,Blárjóð með buxurnar á hælunum, hún blæs ei úr nös þótt týnt hafi hælunum og bíður í óþreyju eftir bæjarstjóragælunum". Söngur söngvaskáldsins er ágætur en titill verksins er trúlega helst til of langur.  


mbl.is Þórólfur: Þrír möguleikar í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um vaxandi áhuga á pungrækt og kjör pungrottu ársins

rat1Svo skemmtilega vill til að forsætisráðherra er sérstaklega áhugasamur um pungrækt og er nú svo komið að að í forsætisráðuneytinu er tilbúið frumvarp til laga um pungrækt, sem forsætisráðherra mun mæla fyrir unir eins og tekst að koma Alþingi saman. Að pungrækt skuli vera sérstakt áhugamál forsætisráðherra er ekki nýtt af nálinni og á rætur að rekja til þess þegar undanrennudýrin í VG kusu pungrottu ársins, en það var virðingarstaða í félagi hinna ungu róttæku undanrennugemsa. Vitnalega bar Stengrimur Johoð sigur út bítum í kosningunni og var krýndur pungrotta VG við hátíðlega athöfn.

En nú vill forsætisráðherra færa pungræktina upp á æðra stig og gjöra pung- og pungrottufræði að sérstakri námsgrein í skólum landsins, sem kennd verður samhliða hinni fjölskrúðugu kynjafræði fémínísmans. Allar þessar greinar verða svo kenndar innan trúarbragðafræðinnar í grunnskólunum og í Háskólanum stendur til, síðar í haust, að skipa í nýja stöðu, sem ákveðið er að heiti ,,fémínískur aðjúnkt með pung (lat. feminist adiunctum scrotum)" og verður starfinu raðað í 12. launaflokk BHM. Vissulega er það happ, að vakning sé hafin innan kvennafrelsishreyfinganna um málefni pungsins, svo lengi sem þau hafa fengið að hanga á snaganum til ryksöfnunar og uppþornunar. En ,,mjór er mikils vísir" og hefir nú frú Ingveldur sest niður fyrir skömmu og orkt braginn ,,Pungsugan á bátapallinum bíður (lat. sacculus sene in scapha exspectat)" og hefir þetta ljóð þegar ratað inn á síður Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins, þar sem gerður hefir verið að því góður rómur.

ing22Ein er þó sú skrukka sem vill nákvæmlega ekkert með punga og pungrottur hafa, en það er hún Ingapu, náfrænka frú Ingveldar. Um Ingupu segir Máría Borgargagn, að hún sé þekkt að illu einu og ef einhver sé blóðsek um kynrænt misferli þá sé það Ingapu, helvítið atarna. Þegar drepsóttin, sem kennd er við Kóvíð nítjánda, stóð sem hæst gjörði Ingapu sér hægt um hönd og krossbraut allar sótvarnarreglu og landslög, meðal annar með því að fara á opinbert götufyllirí með vinkvendum sínum og brjóta svo höfuðið af skömminni með því að sækja ólöglegt drykkjusamsæti í Ásmundarsal. En svo við víkjum aftur að óbeit Ingupu á pungum og pungrottum, þá stafar heift hennar ekki síst af því, að í barnæsku kallaði móðir hennar hana helvíska pungrottu í niðurlægingarskyni og þá Ingapu var í sveit, þá sló húsfreyjan á bænum, en hún var móðursystir hennar, hana í andlitið með hrútspung. Það gerist um haustið í sláturtíðinni. Og þegar Ingapu kenndi karlmanns í fyrsta sinn þá beið hún ekki boðanna og reif undan karlinum með einu harðföstu gripi og leiftursnöggri sveiflu. 

 

 

 


mbl.is Vill stíga frekari skref til afléttinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórðargleðin á útleið breyttist í rothögg þegar komið var á áfangastað

ball_1132817.jpgFullar af monti héldu dúfurnar okkar suður um höfin til að taka í lurginn á spánskum smápíum, sem aldrei hefir runnið af. Á leiðinni gjörðu þær að gamni sínu með þær spánsku; hvernig þær mundu spila þær sundur og saman þar til áhorfendur, spánskir allir saman, mundu standa upp og ganga út af vellinum og senda sínum stelpum óvægnar pillur í leiðinni, þar sem skítur og drulla skipuðu viðhafnarsess í orðræðu þeirra. Okkar telpum svall sem sé innileg Þórðargleði í brjósti hvar þær sátu í flugvélinni. Og þær hæddust líka að útliti þeirra spánsku með dólgslegu orðbragði, sem minnti helst á talanda hálffullra ruddamenna á netabát í gamla daga. Svo lenti flugmaskínan við Madríd á Spáni og stelpurnar okkar skröltu út, iðandi af tilhlökkun eftir að leggja kvennalið Real Madrídar í rúst og binda þar með enda á kvennaknattspyrnu í því fáránlega landi.

Jújú, telpunum okkar hafði verið sagt ýmislegt gagnleg um mótherjana, þær spánsku, meðal annars að þær væru vandar á víndrykkju strax í vöggu með rauð- eða hvítvíni á pelann kvölds, morgna og um miðjan dag. Þessar Madrídartuðrur vissu nefnilega ekki hvað það væri að vera allsgáður og þar með lítill vandi að rassskella þær í fótbolta.

Og okkar stúlkur hugsuðu sem svo: fyrst við eigum að keppa við fyllirafta í stelpulíki, þá hlýtur að vera allt í lagi fyrir okkur fá okkur ofurlítið neðan íðí. Svo vóðu þær blaðskellandi eins og galgopar á þurrafylliríi beint í ríkið í Madríd og höndluðu hvítt, rautt, brennt og sterkt. Í búningsklefanum tóku þær tappann úr flöskunum, því okkar fótboltafólk er dannað og kann viðeigandi klefamenningu. Þegar út á völlinn kom skipaðist heldur en ekki veður í lofti, að minnsta kosti miðað við það sem stelpurnar okkar höfðu reiknað með, og skipti aungvum togum, að þær spánsku í Real Madríd tóku leikinn strax í sínar hendur og skutu íslenskar kynsystur sínar af ætt Hallgerðar Langbrókar og Guðrúna Ósvífursdóttur nálega í rot og vel það. Á eftir höfðu þær spánsku orð á því við fjölmiðla, að þeim hefi þókt þessar íslensku gellur í fótboltabúningunum ærið valtar á fótunum og af þeim hefði lagt megna kaupstaðarlykt og veltu fyrir sér hvað það ætti að þýða að senda kvenfólk, sem ekki kynni að nota áfengi, til annarra landa til að leika knattspyrnu við virðulegt og heimsfrægt spánskt Francó-lið.   


mbl.is Breiðablik fékk skell í Madríd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Námskeið fyrir ekkiþingmenn sem elítan ætlar að neyða upp á okkur

x25Trúlega hefði mátt bíða með þetta lærdómsnámsskeið Alþingis fyrir nýja þingmenn. Já. Það er nefnilega ekki útséð enn hvort síðustu kosningar séu yfirleitt lögmætar, þar eð upp hefir komist um slælega atkvæða talningu, svívirðilega meðferð atkvæða og skort á reikningskunnáttu kjörstjórna hvað varðar samlagningu og frádrátt. Einnig eru áhöld uppi um hvort kjörstjórnir og talningarfólk þeirra kunni að telja svo vel sé. Og leiðir kjörstjórnanna liggja inn í Valhöllu til Sjálfstæðisflokksins, en hann er sem kunnugt er miðtauga- og æðakerfi íslensku þjóðarinnar. 

Og þó svo að Sjálfstæðisflokknum takist að þæfa vafasamar kosningar og enn vafasamari úrslit þeirra þangað til að þær verða teknar góðar og gildar af meirihluta illa kjörinna alþingismanna, þá er viðbúið að alþýða manna, sem lengi hefir haft lítið álit og jafnvel óbeit á stjórnmálaelítunni, hætti með öllu að taka mark á ráðherraskríl og alþingismennum. Ekki kæmi heldur á óvart þótt almennir kjósendur tækju sig til, ef afskræming kjörstjórna á lýðræðinu fær að standa, og strunsuðu niður á Austurvöll til stórmótmæla og linntu ekki látum fyrr en hinir ógildu þingmenn og lukkuriddarar yfirgæfu Alþingishúsið og legðu á flótta eins og hræddar hundstíkur.

_gust_a_motmaela.jpgJamm, hnáturnar mínar og hnokkar, nú er mikið í húfi; kosningasvindl í sjónmáli eftir að kjörstjórnir og talningarhestar höfðu búverkað atkvæðaseðla kjósenda með þeim ósköpum sem nú eru öllum kunn. Það mætti halda að talningin hafi farið í handaskolum út af drykkjuskap og óreglu á talningarstað, en því er nú víst ekki að heilsa; ástæða klúðursins er bara sú einfalda staðreynd, að kláðagemlingar Sjálfstæðisflokksins telja sig eiga allt og mega allt og hafi fullan rétt á að svindla, ljúga og stela eins og þeim þóknast. Af öllu þessu töldu má ljóst vera, að ,,nýju þingmennirnir" á námskeiði Alþingis eru ekki réttkjörnir alþingismenn fremur en sílamávarnir á Reykjavíkurtjörn, þeir eru einungis hópur álappalegra lukkuriddara, sem væru best geymdir í kjallarakompunni í Valhöllu við Háaleitisbraut.     


mbl.is Nýir þingmenn á skólabekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband