Leita í fréttum mbl.is

Ţá er loks komiđ ađ Íhaldsframsókninni ađ sparka Ţórólfi og frelsa lífiđ í landinu

djöŢá er komiđ ađ ríkisstjórninni, einni og óstuddri, ađ taka ákvörđun um kóvíđssóttvarnir, án möguleika á ađ skjóta sér bak viđ Ţórólf og kenna honum um ákvörđunina og hvernig til hafi tekist. Í Sjálfstćđisflokkunum hafa lengi veriđ uppi hávćrar raddir um ađ hleypa kóvíđnum alfrjálsum og óheftum á landslýđinn. Sjálfstćđismennirnir okkar eru nefnilega stórir karlar og kerlingar međ púng, sem hrćđast ekki smávćgilegar kvefpestir og eru á ţví ađ fréttaflutningurinn um hrćđilegar afleiđingar kóvíđsins sé uppspuni og stórlygar frá rótum. Nú, Framsóknardelerantarnir eru náttúrlega á sömu nótum og sjálfstćđishetjurnar, enda er ekki lengur möguleiki á ađ greina ţefinn í Framsóknarfjósinu frá ýldufnyknum í gullsúluđum sölum Valhallar. Eflaust munu Katrín og Swandeesý ekki hafa kjark til ađ mótmćla frelsisáformum Íhalds og Framsóknar ţannig ađ innan skamms munu sóttvarnir heyra sögunni til á Íslandi.

Hitt er svo aftur annađ mál hvort andskotans kovíđspestin muni taka upp á ţeim fjanda ađ ganga enn einusinni í endurnýjun lífdaga og fylla spítala og gjörgćslur á augabragđi. Og líkkistusmiđirnir hefđu ekki viđ ađ hlaupa út um borg og bý til ađ mćla dauđ fórnarlömb kóvíđsins, sem sálast hafa heima hjá sér eđa út um strćti og torg vegna fullfermis spítala- og gjörgćsludeilda. Svo mundu súrefnistólin brćđa úr sér og ţar međ vćri leikurinn búinn og ţjóđin lognast útaf eins og flugur ađ hausti. En Íhaldsframsóknin er búin ađ marglofa ţjóđinni, einkum atvinnurekendaţjóđinni, ađ frelsa hana undan sóttvörnum og ţađ er fallegt og til fyrirmyndar ađ standa viđ gefin loforđ.

Ţegar frelsiđ er fengiđ verđur embćtti landlćknis og fautinn Ţórólfur lögđ niđur. Ţađ fólk skal á svarta listann í Valhöllu og aldregi fá neina atvinnu meir, ađ minnsta kosti ekki í ţessu lífi. Og ćtli Bjarniben, Áslaug Arna og sú međ langa nafniđ taki ţá ekki fram dansskóna og taki snúning frá Ásmundarsölum norđur á Húsavík og ţađan til Frans? Í lokin má geta ţess ađ söngvaskáld Sjálfstćđismanna, hann Íhaldsbossi", hefir nú ţegar samiđ og gefiđ út tćkifćrissönginn ,,Blárjóđ međ buxurnar á hćlunum, hún blćs ei úr nös ţótt týnt hafi hćlunum og bíđur í óţreyju eftir bćjarstjóragćlunum". Söngur söngvaskáldsins er ágćtur en titill verksins er trúlega helst til of langur.  


mbl.is Ţórólfur: Ţrír möguleikar í bođi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband