Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Því læknar ganga fyrir péníngum

peningar2Svo Wíllúmm hefir þá gjört Bjödn Sógger að aðstoðarmanni hjá sér. Það er víst lítið starf að forstjórast við það Karólínska í Svíþjóð. Hvað Wíllúmm ætlar sér með Bjödn mönnum gersamlega hulið, nema þá kannski að moka í hann péníngum, því læknar ganga einungis fyrir péníngum, ekki síst dollurum, pundum sterlíngs og evrum. 

Best væri að Wíllúm sneri sé aftur að fótboltanum í stað þess að þjóna gömlu, geðbiluðu Framsóknarmaddömunni, þeirri aumu og fölsku auðvaldsskjátu. Vitanlega stendur Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður á bak við ráðningu Bjödns Sógger, en sannast sagna hefir Bjödn þessi verið geymdur undir rúmi Kolbeins og frú Ingveldar allan þann tíma sem hann hefir verið sagður við forstöðu á því Karólínska. Þess utan er Bjödn Zógger stækur og rammur framsóknargaur, skyldur Giljagaur og öðrum jólasveinum, og alinn upp á hriflungamjólk.

xb7Annars er svo einkennilegt með það, að síðan gamla Framsóknarmaddaman varð elliær hefir lausunginn fleygt fram, bæði í Framsóknarfjósinu sjálfu sem og þjóðfélaginu öllu. Hvort samtenging er þar á milli er ekki vitað og verður ugglaust ekki rannsakað, því géðbilum Framsóknarmaddömunnar er órannsakanleg. Til dæmis er Wíllúmm aunginn andskotans framsóknarmaður. Hann er bara enn einn dauðans ráðleysinginn sem hrekur eitthvert og eitthvert undan veðrum og vindum og er að lokum orðinn svo snarruglaður að hann heldur að hann sé orðinn framsóknarmaður. Kannski verður karlhróið gengið í Miðflokkinn hans Sigmundar fyrir þar næstu jól, - og með giljagaurinn Sógger með sér. Þá held ég verði líf í tuskunum í blessuðu Klaustrinu.


mbl.is Björn Zoëga ráðgjafi Willums
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunabuna efrimillistéttar og burgeisastéttarinnar

femma4Er þetta enn á á poletisku ráfi í hundrað og einum? Og ég sem hélt þetta hefði látið segjast eftir Hrunið og heimsóknirnar í kjölfar þess. Svo dúkkar þetta allt í einu upp eins og óboðin afturganga og gluggaskrautið og forsætisráðherra dubbar þessa hrunabunu upp til formanns aðgerðarhóps um ekki neitt! Þá sé ég ennfremur í fréttinni af þessu sorglega máli, að kerlíngin er titluð ,,skrifstofustjóri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu"! Þessu aumingjans fólki er ekki sjálfrátt. Er til svona mikið af péníngum í forsætisráðuneytinu að það þykir sjálfsagt má að þeyta þeim út í loftið, í ekki neitt? En hvurn fjandann sjálfan á þessi fíflagangur að þýða, frú Katrín af borgarastéttinni? Nei, það veistu ekki fremur en annað.
Þetta endalausa jafnréttisraup háskólagenginnar efrimillistéttar er fyrir löngu orðið leiðigjarnt venjulegu fólki og því það hefir fyrir það fyrsta engu skilað, svo sem búast mátti við. Auk þess sem úrkynjunin er orðin slík í efrimillistétt og burgeisastéttinni að fýlan af þeim er farin að leggja tugi sjómílna á haf út, líka á móti vindi, svo sjómenn vera veikir um borð í skipum sínum af ógeðinu. Ojbara.

Mikið vildum vér að Guð gæfi að einhverjir góðgjarnir verkamenn tækju sig nú til og hreinsuðu rösklega út úr forsætisráðuneytinu og öðrum ráðuneytum, og lokuðu fyrir misnotkun og sjálftöku  poletiskra loddara og spjátrunga beggja kynja á almannafé. Það sér það hver maður að háttsemi, sem felst í að ræna fjármunum ríkisins til að mylja undir eigin hégómaskap og úrkynjun, á ekki að eiga sér stað; slíkt er viðbjóðslegt framferði og ófyrirgefanlegt. Réttast væri náttúrlega að draga þá stjórnmálaloddara og lukkuriddara, sem það gera, viðstöðulaust fyrir Landsdóm og fá þá aftengda frá ríkjandi stöðu í stjórnkerfinu.   


mbl.is Steinunn Valdís stýrir aðgerðahópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og skíðlogandi IKEA-geit á leið út um gluggann

jólatréAumingja kérlígarsveskjan hún Ólsen. Aldrei veit hún hvort hún er að koma eða fara, þess í stað hringlar hún skartgripunum, sem dingla utan á henni eins og jólaskraut, þannig að tilheyrendur halda að þar sé bjöllusauður (bell sheep) á ferð. En, ó nei, ekki er það nú alveg bjöllusauður sem þar fer, en samt nálægt því. Um þennan sérdeilis þingflokksformann VG, eftirmann sjálfs Stenngrims Johoð í Norðausturkjördæmi, sagði orðhagur maður er hann sá henni bregða fyrir á sjónvarpsskjánum: -Jahérna, fyrr má nú skrauta en jólaskrauta.

Og nú hefir Alþingi Íslendinga, af óendanlegri andlegri fátækt sinni, gjört frú Ólsen að formanni fjárlaganefndar, þótt öllum megi ljóst vera að slíkt athæfi er vita tilgangslaust, út í hött, en í besta falli undur hlálegt og grátbroslegt. Verra er þó, að Alþingi hefir því miður fjarska fáa innan sinna vébanda, sem gætu verið skárri formenn fjárlaganefndar en veslings frú Ólsen. Svona er nú ástandið á þeim bæ í dag. Í því skelfilega ljósi lítils atgerfis alþingismanna geta viðundrin í VG kveikt með stolti á jólatrénu í þingflokknum, en frú Ólsen gengur gjarnan undir uppnefninu ,,jólatréð" meðal poletiskra stórvina hennar. En þeim í þingflokki VG væri svo sem trúandi til, í fávisku sinni og fíflsku, að gjöra bragð úr ellefta boðorðinu og kveikja í jólatrénu í stað þess að kveikja á því, og senda það síðan skíðlogandi eins og IKEA-geit út um gluggann þegar reykurinn færi að valda viðstöddum andþrengslum í þingflokksherberginu.

Þótt það sé að sönnu alvarlegt mál, að þingið skuli hafi gjört frú Ólsen að formanni fjárlaganefndar, er ekki þar með sagt að allt sé beinlínis að fara til fjandans. Frú Ingveldur heldur því til dæmis fram að frú Ólsen sé náskyld henni og ennfremur sé frú Ólsen náskyld þeirri góðu konu Ingupu, sem einnig er náskyld frú Ingveldi og frú Ingveldur ber mikla virðingu fyrir. Þessi frændsemi gjörir að verkum, að staða frú Ólsen er mun sterkari en áður var talið og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins elska frú Ólsen út af lífinu og er þess albúnir að kyssa hana á rassinn hvenær sem er og hvar sem er. Þess vegna blífur okkar kvinnelse, frú Ólsen, um aldur og ár. Og það er nú vissulega gott.  





mbl.is Tíminn knappur en nefndarformaður er bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ýmsu skal hyggja þegar ránskapur er rannsakaður

jol1Það eru meiri bölvaðir þrælarnir sem vaða millum íþróttavalla í ránshugleiðingum og stela verðmætum af spurningastúlkum. Handbragðið minnir vissulega óþægilega mikið á nýfrjálshyggjumennn, sem eru svo uppteknir af einkaframtaki og ,,ég á - ég má menningu" og það þeir eru orðnir tukthúsmatur áður en þeir vita af. Ef lítill vatnsgreiddur fermingardrengur með sællegar kinnar, bæði að ofan og neðan, er gripinn við ránskap í íþróttahúsi er eins gott að hann eigi frænku við hirðina eða voldugan StóraPabba, sem kippir málinu í lag með einu símtali.

Nú á aðventunni varð uppi nokkuð illvígur miss-skilningur þarna norður í Staðarnesi, það sem hann Kolbeinn okkar var eitt sinn bæjarstjóri. Það gerist sem sé eina nóttina, að framin voru innbrotsrán í þremur húsum á staðnum og stolið öllu steini léttara. Með öðru þá var húsmóðurinni í einu húsinu líka stolið, hún var sett í poka sem þjófarnir höfðu á brott með sér. Ráðamenn staðarins urðu felmtri slegnir við þennan atburð, en flestir bæjarbúar létu sér þó fátt um finnast og sumir hlógu meira að segja að ráninu á húsfreyjunni. En þegar lögreglunni var hleypt að málinu bárust böndin fljótt að nýfrjálshyggjubræðrunum á staðnum, miklum hugsjónamönnum, sem hafa lengi lifað á auðgunargirndinni einni saman. Svo mikill var hugurinn í lögregluþjónum staðarins, að þeir höfðu aungvar vöbblur á og fluttu þá bræður í böndum suður til Reykjavíkur og fólu þá í umsjá Hálfdáns Varðstjóra. Það var ekki liðinn sólarhringur þegar þeir voru báðir búnir að játa, þá hálfdauðir eftir umhyggjusamar yfirheyrsluaðferðir Hálfdáns.

Hins vegar vandaðist málið þegar bóndinn á Berangursfelli tilkynti lögreglustjóranum í umdæmi Staðarness, að tveir óðir jólasveinadjöflar hefðu hreiðrað um sig í beitarhúsi Berangursfellsbóndans og væru þeir með kvenmann með sér. Aungvum blöðum væri um að fletta að þau væru greinilega öll ofurölvi og hefðu brúkað hroðalegan stólpakjaft og haft í hótunum við bóndann þegar hann hugðist vísa þeim út úr beitarhúsinu. Þegar lögreglustjóranum þóknaðist loks að koma á staðinn með menn sína, stóð heima að þar voru fyrir tveir drukknir jólasveinar og ein heldur fáklædd og glyðruleg kvenmannstuska, sem var nákvæmlega sú hin sama og saknað var eftir innbrotin þremur nóttum áður, - hún var moldfull líka. Í beitarhúsinu fundust og þeir hlutir sem sem rænt hafði verið í húsunum þremur. Aðspurðir kváðust jólasveinarnir heita Gípusleikir og Rassaþefur og væru sannlega synir Grýlu og Jólakattarins. Með það voru þeir reknir á fjöll með skít og skömm en kvenbelgnum skilað heim til sín. Að lokum var ákveðið að ljúka málinu með því að ákæra þá nýfrjálshyggjubræður fyrir þrefalt innbrot og eitt kvenrán, með það fyrir augum að láta þá afplána með fangelsisvist. En sem kunnugt er, þá hefur vitur maður sagt, að agi verði að vera á slóðum löggæslu, ákæruvalds og dómstóla, annars fari allt Fjandans til.   


mbl.is Fór ránshendi um búningsklefa ungmenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sjálfstæðisflokkurinn þríklofa? Og líka frú Ingveldur? Það verður Doora Bjort að vita

ani1Ósköp er alltaf hátíðlegt þegar vitrar konur eiga samtal fyrir framan alla landsmenn, en í morgun átti einmitt slíkur tímamótaviðburður sér stað þegar þær Doora Bjork, Hildur Bjorns og Thordis Loa áttu þetta fantagóða samtal í Silfrinu hans Egils. Þegar þær stöllur höfðu vellt sér nokkrar reisur upp og niður mannvitsbrekku Silfursins, stóð sú þeirra sem kölluð er Doora Bjort upp og kvað upp úr með að Sjálfstæðisflokkurinn væri hvorki meira en né minna en þríklofinn! Ég held bara hreinlega að það sé eitthvert vit millum eyrnanna á henni Dooru Bjortu, alla vega örlítið sýnishorn af viti, að vísu frumstæðu, en viti samt, - og þó. 

Því miður vantaði alveg í samtal Dooru Bjartrar hvort Sjáfstæðisflokkurinn er þríklofa fremur en þríklofinn, með þrjú fryggðarfull klof, öll full af péníngalegum losta, eða hvort hann sé þríheilagur og þar af leiðandi guðfræðilegur og heyri undir kirkjumálaráðuneytið, sem sumir segja að sé ekki til lengur. Þá er íhugunarefni hvort Doora Bjort sjálf sé þríklofin og jafnvel getin af Sjálfstæðisflokknum og fædd í hallargarði Valhallar. Það vakti og óskipta athygli, að i miðju samtali hinna þriggja þríklofnu heiðurskvenna lyfti stjórnandi samtalsins, Silfuregillinn sjálfur, annarri rassakinninni og leysti vind með greinilegu urrhljóði, eins og grimmur úlfur, eða eitthvert annað villudýr, leyndist undir borði.

Svo fjaraði þetta menningarlega og fræðandi samtal út, leystist upp og var þá aungvu líkara en hljóð og mynd færu ekki lengur saman, því Silfuregillinn fór að skrækja eins og gömul geðill amma, sem finnur ekki flöskuna með afréttaranum um leið og hún vaknar að morgni. En það vantaði samt einhvern andskotann í þennan þátt, þetta samtal, sem þó var menningarlegt og þrungið viti og stórvitsmunum í hvívetna. Getur verið að það hafi vantað frú Ingveldi í þáttinn til að hafa endaskipti á gestum Silfuregilsins og honum sjálfum? Í eina tíð var talið að frú Ingveldur væri þríklofa, að minnsta kosti. Eiginmaður hennar, Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður, tók því ekki fjarri er þetta spursmál var undir hann borið, af gefnu tilefni. En þá hafði frú Ingveldur farið gandreið með himinskautum og komu Máría Borgargagn, Handreður maður hennar og Brynjar Vondalykt að því máli á heldur vafasaman hátt. 


mbl.is Segir Sjálfstæðisflokkinn þríklofinn í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar var líka mikið um dýrðir þegar sundlaugin í Staðarnesi var vígð

sund4Enn er í minnum haft þegar Kolbeinn Kolbeinsson framsóknarmaður átti að vígja nýja sundlaug í Staðarnesi, en hann var þá bæjarstjóri þar. Ekki tókst betur til en svo, að Kolbeinn var augafullur þennan dag og framdi við þetta tækifæri klunnaleg afglöp, sem voru samt ekkert einkennileg þegar haft er í huga hversu víðáttudrukkinn hann var. Vígsluathöfnin átti að fara fram klukkan þrjú síðdegis, strax að lokinni guðsþjónustu í höfuðmusteri síra Baldvins, prests og prófasts til Gemlufallaþinga. En þar er Kolbeinn var vankaður í höfðinu þennan dag þá vóð hann til embættisverka sinna laust fyrir hádegi. -Það er best að djöfla þessari andskotans vitleysu af, sagði hann við frú Ingveldi og gesti sína um leið og hann slangraði út.

Fljótlega eftir að Kolbeinn var lagður af stað hafði hann gleymt erindi sínu og vissi ekkert hvert hann var að fara. Svo sá hann íbúðarhús í byggingu, það var búið að steypa upp útveggi, en að öðru leyti var byggingin opin. Þá mundi Kolbeinn eftir sundlaugarvígslunni og gegnum mistur þrálátrar áfengisvímunnar leist honum svo á þar væri nýja sundlaugin lifandi komin og ekki annað eftir en að snara sér í að vígja hana á glæsilegan hátt.

Nú, Kolbeinn Kolbeinsson reif sig þegar í stað úr fötunum og prílaði á nærbuxunum einum upp á nýreistan húsvegginn. Það vakti athygli þeirra er viðstaddir voru og á horfðu hve nærhald bæjarstjórans var óhreint, blátt áfram grútskítugt í bak og fyrir. Þegar Kolbeinn hafði striplast smá-stund upp á veggnum tók hann sig til og hóf sig til flugs. Þeir sem vitni urðu að umsvifum Kolbeins furðuðu sig mjög á tímanum sem leið frá því hann stakk sér og þar til hann birtist aftur. Það leið alveg röskur hálftími, en þá skjögraði hinn vígsluglaði bæjarstjóri, Kolbeinn Kolbeinsson, út hálfköruðu húsinu, allur blóðugur, brotinn og snúinn og nærbuxurnar horfnar og brandurinn jafnvel líka.    


mbl.is Dagur B. stakk sér til sunds í glænýrri laug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverra arftakar eru þessir andlegu öreigar í tómthúsinu á Valhallartúninu?

sos1Undarlegt hvað poletiskum arftökum Brynjólf, Einars, Lúðvíks og Magnúsar Kjartanssonar líður afbragðs vel sem innanbúðarskrauti hjá Sjálfstæðisflokknum. Það væri ugglaust best að þau flytji sig alfarið til Íhaldsins og gjörist þar fletgengið fólk á baðstofugólfinu í Valhöllu; það væri líka það heiðarlegasta af þeirra hálfu gagnvart þeim sem hafa asnast til að kasta atkvæðum sínum á þessi óféti. 

Ég byrjaði á að segja að Swandeesý og það lið væru arftakar Brynjólfs, Einars, Lúðvíks og Magnúsar Kjartanssonar. Það er alrangt, Swandeesý og hennar frændgarður og vinir eru með öllu óskyld fyrrnefndum fjórum heiðursmönnum. Hinsvegar eru þau arftakar Inga R. Helgasonar, Swabbó Swandeesýarpápa og Ólafs Ragnars, en það er nú, skal ég segja ykkur, dálítið allt annar handleggur, sko.

Capitalist_pig-690x580Svo gerðist það á dögunum, að Swandeesý og Mumu frá Brúarlandi voru flutt hreppaflutningi milli ráðuneyta, trúlega í pokum eins og hreppsómagar voru hafðir í þegar verið var að ferja þá yfir fjallgarða milli sveita, á sinn fæðingarhrepp. En andlegi öreiginn, tvíbytnan mikla, gljáandi í framan, hún Katrín okkar hérna af gömlu borgarastétt Reykjavíkur, hún fékk að halda sínu ráðuneyti, sem er auðvitað ekkert annað en pípuhattur skinhelginnar á höfði hinnar há-kapítalísku broddborgaraófreskju. Með öðrum orðum: Flokkseigendur VG seldu Swandeesý og Mumu frá Brúarlandi á poletiskan ráðuneytavergang fyrir pípuhattinn og gluggaskrautið. Og mikið þó djöfull hlægja burgeisarnir hjá Íhaldinu og Framsókn að hinum svikóttu auðnuleysingjum sem enn kenna sig við V og G, enda er kátlegt að sjá hve innilega þessi gægsn hafa samsamað sig samherjum og auðvaldsglæfrasamtökum burgeisastéttarinnar.   


mbl.is „Ég mun sakna heilbrigðismálanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glímuskjáfti skekur ráðhúsmenningu Reykjavíkur

Slagsmál 2Ekki verður annað sagt en glímumennirnir tveir, sem standa á sviðinu á myndinni þeirri arna sem fylgir fréttinni um aðgengi að íþróttum, séu feykn íþróttamannslega vaxnir, en þarna er líka um að ræða þungavigtarmeðlimi í sínum flokkum. Skömmu eftir að myndin var tekin runnu glímukapparnir saman og tóku hvurn annan tökum. Er leikurinn hafði staðið nokkra stund buldi við brestur og brotnaði sviðið og garparnir steyptust spriklandi eins og hnúfubakar alla leið niður í kjallara.

Var þá upp kveðinn grátur og gnístran tanna og hið meinta jafnrétti, sem átti víst að ræða um, fór á flot og digrir kompánar úr borgarstjórn komu á vettvang. Þeir byrjuðu á kasta ungfrú Vígadísi Hauxx niðrum gatið á sviðinu til glímukappanna geðþekku, sem busluðu þar í myrkrinu innan um skran sem lengi hefir verið geymt þar í kjallaranum. Á þessari ögurstundu var beitt einstaklingsmiðaðri nálgun og eflandi upplýsingamiðlun, og tókst það bærilega þótt hljóð og mynd færu ekki saman.

En þótt svona hafi tekist til á þessu fyrsta íþróttamóti borgarstjórnar Reykjavíkur í Ráðhúsi Davíðs, þá varð aunginn út undan þá upp var staðið. Svo komu timburmennirnir og negldu hlera fyrir gatið á sviðsgólfinu og dimmdi þá samstundis enn meir hjá mannvalinu í kjallaranum. Ber oss að líta á það sem góðragjaldaverða tilraun til að efla samtal og einstaklingsmiðuð elskulegheit þremenninganna þar niðri og standa vonir til að þessi sérstaka viðleitni borgarstjórnar Reykjavíkur muni skila sér með góðu hjónabandi þá fram líða stundir. 


mbl.is Jafnt aðgengi að íþróttum ekki nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálmurinn um öskuna og eldsvítið, Baldur, Beggó og maddömu V. Hauggs

x30Í poletikinni er ekki óalgengt að fólk fari úr öskunni í eldinn, eða öfugt og fari þá úr eldinum í öskuna. Dæmi um þessháttar asnaskap eru of mörg og öll óglæsileg. Þó svo að Miðflokkurinn sé kominn að fótum fram og sannarlega öskuhrúga, þá er ekki þar með sagt að einum lukkuriddara sé betur borgið í eldsvíti Sjálfstæðisflokksins en í kulnandi glæðum Miðflokksins. En slík vóru þó klunnaleg rassaköst Vígdísar Hauggs og hroðafenginn munnsöfnuður, að um síðir ærðist varamaður hennar, gjörðist flóttamaður og barst undan veðri og vindum á hriplekri byttu sinni og náði loks landi á fjörum Valhallar og gjörðist þar strax húskarl við hirðina.

Nú sitja þau ein eftir í Miðfótaflokknum klausturhneigða þau Sigmundur Davíð og Vísdís Haugkx og láta Beggó þjóna sér fyrir altari. Jomm. Það er víst það. Leiðin til Heljar liggur gegnum Miðflokkinn, klausturlifnað og kerlingaskrokka og lýkur með fullkomnum andlegum dauða í anddyri Valhallar. Og þótt Baldur einhver úr Miðfótarklaustrinu haldi í fákænsku sinni að hann eigi poletiskt framhaldlíf fyrir höndum í Valhöllu, þá má hann ekki fá taugaáfall þegar hann kemst að hinu sanna þegar ráðsmaðurinn í höllinni fer með hann í sorptunnuna. Þau eru nokkur sem hafa dáið Mammoni sínum inn í Sjálfstæðisflokkinn og hafa ekki einusinni fengið að fara í endurvinnslu, hvað þá endurnýjun.

En hvað um það. Vígdís Haukks er sigurvegari dagsins, hún mun verða beðin um að leiða lista Sjálfstæðisflokksins við næstu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík og hún mun ekki hafa þennan Baldur einhvern með sér á framboðslista. En Beggó verður með henni á lista, - og Sigmundur Davíð. Þau eru í þann veginn að verða hólpin í dýrð Valhallar og hampa þar lífsins kórónu og leðurvængjaðir kroppinbakar Pokursins munu koma og þjóna þeim með klaustursöngvum og kolklikkuðum kerlíngum.  


mbl.is Úr Miðflokki í Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og verður boðin upp eins og tólfvetra geldær

mur1Þetta lofar góðu. Svo verður tilheyrandi gjaldþrot og kennitölustand og bæjarstjórinn verður boðin upp eins og tólfvetra geldær með öllu hinu klabbinu. Þá verða blaðaljósmyndarar og sjónvarpsstöðvar kallaðar á staðinn til að festa viðburðinn á filmu og kalla hann ,,tímamótaviðburð" í fréttaannálum. En þessu miðar öllu í rétta átt, það var auðséð í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld, og bráðum verður Kverigjérður heimsfræg borg í sögu þjóðanna, þótt ísinn þar sé með öllu óætur og mannskemmandi.

En hvað varðar ferðaþjónusta almennt, þá er afráðið að gjöra minningu fyrsta ferðaþjónustubóndans á Íslandi, frumkvöðulsins Björns Haraldssonar í Öxl, hátt undir höfði á næsta ári og reisa honum veglega styttu við Axlarhóla, samtals tvöhundruð metra að hæð, sem mun gnæfa við himinn þegar ferðamennirnir fara að lyppast upp úr kóvíðnum um Snæfellsnes. Til er greinargóð lýsing á útliti Björns og mun verða farið mjög eftir henni við gerð styttunnar og hafa tólf valinkunnir listamenn verið ráðnir til verksins. Allur kostnaður af gerð líkneskisins verður greiddur af Ferðamálanefnd Snæfellinga, enda telja Snæfellingar eiga sig eiga hvert bein í Birni ferðamálafrömuði.

Þá má geta þess í framhjáhlaupi, að afkomendur Björns Haraldssona í Öxl munu safnast saman í sumar og halda ættarmót þegar styttan af afa þeirra afhjúpuð af pípuhattafylkingu Íslands. En svo vér hverfum aftur til Hveragerðis, þá er ekki útilokað að þar bresti á hrottafenginn jarðskjálfti næsta sumar, svona einhverskonar lokahnykkur, sem leggi þann stað algerlega í eyði; það með mundu nýja hotélið, Náttúruleysingjahælið og Gróðurstöðin Spörn hrynja til grunna og þá kæmi til kasta viðlagasjóðs að borga tjónið. Ja, þá hefði nú verið betra að byggja annars staðar.  


mbl.is Opna hótel og mathöll í Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband