Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ennþá er mörgum alvarlegum spurningum ósvarað

ing21Þá er Ísland að verða abelsínugölt eins og Trumpurinn. Það er héld ég ekki verra og í það minnsta skárra en það verði náfölbleikt eins og afturgangan Bíden bandaríkjaforseti. Það er nú ljóta helvítis vofan þessi Bídur, blóðugur upp að öxlum. Svo halda einhver höfuðveik íslensk roðhænsni að Bídur þessi sé ógnar vinstrimaður, sosialist, gott ef ekki róttækur sem slíkur í þokkabót. Sérkennilegur rottuhópur platsosialistar í 101 Reykjavík.

En að efninu: Fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokksins, einkum snarbilaðasta hluta hans, var Ísland opnað upp á gátt fyrir Kóvíð nítjánda, - en til hvers veit enginn. Kannski telja hinir snargeggjuðustu að nauðsyn sé á að grisja íbúahópinn, þeim finnst of mikill kostnaður af sumum hópum sjóðfélagsins og hafræði og sparnaður væri fólginn í stampa einhverju af kostnaðarfreka liðinu fyrir ætternisstapa. Þá eru upp glæstar hugmyndir, aðallega hjá háloftahægrinu, að Kóvíður nítjándi sé plat, þetta sé í mesta lagi vægt kvef, stundum með skitu, stundum með lítilsháttar höfuðverk; það er auðvitað nauðsynlegt koma að soleiðis gleðivírúsi með öllum tiltækum ráðum inn í landið.

Og frá Kóvíði nítjánda að öðrum aðkallandi atriðum. Það var þó densilegt að aumingja kerlinguna hana Ölmu í upplýsingaþættinum í morgun; hún var eldrauð niður á bringu eins og konan sem var að tala við Sjána Söng, eða Kidda Konn eins og hann er víst kallaður, í Kastljósinu hér um árið. Vér erum blóðhrædd um að Alma hafi lent í einhverju voðalegu, sem gjörði hana ekki abelsínugöla heldur eldrauða. Er þetta máske vísbending um alvarlega kóvíðssýkingu; eða móðgaði einhver andstyggilegur antífémíníst blessaða konuna með klámfengnu hjali og dólgslegum aðdróttunum? Það er óhætt að segja, að í dag er mörgum ágengum spurningum ósvarð ennþá, hvað sem verður. Og búið að dauðrota þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum og þar með Eyjamenn alla.


mbl.is Ísland líklega skilgreint appelsínugult
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dr. Sigmundur flikkar upp á gretta ásjónu Miðfótunga og slátarar vænsta tuddanum

xbNújá, helvískur fanturinn hann dr. Sigmundur borgarskipulagsfræðingur og fyrrum bóndi að Hrafnabjörgum hefur þá látið verða af því að leiða skársta gripinn út á blóðvöllinn. Mér er sagt að þetta hafi verið heimaslátrun og nú verði höndlað beint frá býli í fyrramálið. Það líklegast heilmikið frálag af karltuddanum honum Þorsteini og innmatur með mesta móti; en að öðru leyti er ókunnugt um hvað verður slátrið. En andskoti er þetta lúalegt hjá Sigmundi; sá sem fellir bestu skepnurnar sínar verður fljótt fallít, gerður upp, kastað á haugana. Þannig fer fyrir því afbrigði gömlu Framsóknarmaddömunnar, sem Miðfótungarflokkurinn heyrir til.

Áður en Þorsteinn boli mætti til slátrarans hafði Sigmundur látið sníða höfuðið að þremur margfrægum klausturmunkum, án þess að blikka auga. Þegar þeir voru dregnir út, aumingjarnir þeir örnu, lét dr. Sigmundur sér sæma að kalla þá múlasna og haugpöddur. Þvílíkur og annar eins erkifóli verður vart fundinn í nágrenni við Framsóknarfjóshauginn.

x44En Sigmundur er séður vel og hyggst flikka upp á gretta ásjónu Klausturmiðfótunga með því að gjöra hosur sínar grænar fyrir kjósendum með því að bjóða þeim kvígur, sum meira að segja af erlendu kyni. Og Miðfótungar, sem voru búnir að tala svo illa um útlendinga og helga bænastundir í heilögu Klaustrinu beiðnum til almættisins, að það leiddi alla útlendinga frá Íslandi og að til kæmi ríki heittrúaðra MIðfótunga frá Klaustri á Íslandi. Íslandi allt, Ísland öðrum æðri. Það er ekki nema vona að gamla Framsóknarmaddaman væri venju fremur ill og forn í skapi í kveld og vætti ótt og títt kverkarnar með áquavítinu og hefði verstu hrakyrði, bölv og ragn á vör. Ítrekað nefndi sú gamla nafn myrkrahöfðingjans og talaði um gerpi, rottur og óhræsi. 


mbl.is Listi Miðflokksins í Reykjavík suður samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðugáfaðir Eyjamenn og kórvilla norður af Fjallabaksleið eystri

x54Snilldarlegt og gáfulegt að Eyjamönnum að slá bölvaða andstyggðar brennivínsfyllihátíðina af um verslunarmannahelgina og fresta henni til lok sumars, - það er skohh gáfulegast hjá þeim. Lok sumars, samkvæmt íslenskum hefðum og siðvenjum er kringum tuttugasta október og verður það að teljast frábær tími fyrir drykkju- og kynlífslætin í Herjólfsdal. Það er ekkert með það, að Sjálfstæðisflokkurinn í Eyjum, en í honum eru allir Eyjamenn, verða að í þetta sinn að standa við loforðið og ræsa út alla sína fræknustu brekkusöngvara til að láta þá orga þjóðhátíðarstemmur þókt stormur geysi og farið verði að hylla undir aðventu.

Svo að öðru. Frú Ingveldur fór fyrir sínu fólki í fjalla- og öræfaferð fyrr í þessum mánuði. Hrepptu þau hið besta veður, nema hvað kveld eitt, þau vóru þá stödd norður af Fjallabaksleið eystri, skall á þau þau alveg ævintýralega þykk þoka. Þá var það að þau villtust öll og röngluðu í ýmsar áttir. Það ýrði ú þokunni og varð hrollkalt. En þá ein báran rís er önnur vís. Ofan í staðsetningaróhagræðið, sem af þokunni stafaði, rötuðu þeir þeir félagarnir Indriði Handreður og Brynjar Vonadalykt í enn verri villu en þá þokan skapaði þeim. Þeir lentu, félagarnir, í alvarlegri kynvillu á heldur ókristilegum stað, drulluflagi undir stórum steini sem hross og sauðfé hafði traðkað niður fyrir skömmu.

stelpa1Já, og þegar kapparnir voru að athafna sig á siðferðilega óverjandi hátt í hrossaskítsblandaðri leðjunni undir steininum, létti þokufjandanum allt í einu og miðnætursólin lýsti á svipstundu upp hina dýrðlegu náttúru norður að Fjallabaksleið Eystri. Ekki vitum vér hvað rétt er um það að segja, en þá birti til, var Máría Borgargagn, kona Indriða Handreðs, fyrir tilviljun stödd eins og tíu faðma frá lostabáli manns síns og Vondulyktarinnar í flaginu. Varð henni litið á þá átt sem henni þókt sem hún heyrði hljóð sem líktust voveiflegum dauða- eða kvalastunum. Svo hefir Máría síðar frá sagt, að í annan tíma hafi hún ekki séð viðbjóðslegri sjón en þá er við henni blasti undir stóra steininum. En áður en lauk höfðu hinir kórvilltu menn fengið að kynnast broddstaf Borgargagnsins svo um munaði. Þegar þar var komið þókti vel einsýnt að ekki mundi lengra haldið þann daginn og því sló ferðahópurinn upp tjöldum sínum þarna norður af Fjallabaksleið eystri.


mbl.is Þjóðhátíð 2021 frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glöð er vor æska er grýtir eggjum að skólafangabúðum

egg2Samkvæmt þessari góðu frétt, er útlit fyrir að vor glaða æska sé ekki með öllu útafdauð. Um langan aldur hefur fátt annað heyrst af ungmennum Íslands en tölvumók og tölvudauði, en þess á milli ku dýrin æða út til að drekka og dópa þar til þau verða úthverf og öfug, stunda líkamsmeiðingar og kynferðislegt áreiti, sem gefur til kynna að ekki sé þessi lukkupéníngur allur rétt kynjaður. Ef þetta er ekki unglingavandamál þá eru unglingavandamál ekki til. Samkvæmt þeim mæta manni, Flosa heitnum Ólafssyni, voru unglingavandamál ekki til á Íslandi fyrr en eftir að uppþornuð háskólamenni með harðlífi fóru að koma frá Svíþjóð með félagsfrðipungapróf upp a vasann. Og þar sem ekkert var að gera hér á landi fyrir þessa samnorrænu umskiptinga, gerðu þeir sér lítið fyrir og fundu upp unglingavandamál á Íslandi og komust fyrir vikið á spena samfélagsins, sem aldregi skyldi verið hafa.

eggÞess vegna gleður það oss óendanlega að fá fréttir að aðför öflugra unglinga að öðrum og ógæfusamari unglingum, sem geymdir eru eins og Belsenfangar innilokaðir í skólum um hásumarið. Að fangélsa börn og unglinga að sumri til og breyta skólum í alræmdar fangabúið, sýnir fátt annað en að hinir fullorðnu hafi til að bera hin grimmu og guðlausu hjörtu, sem gjörn eru að fara illa með dýr, gleyma að gefa hundinum að éta og sparka í köttinn, osfrv. 

x53Og æskumenn Reykjavíkur ganga til leiks með fádæma eggjaskothríð, við liggur mannfalli í liði fangabúðabarna. Sem er dálítið sérkennilegt, því vér vissum ekki annað en hinir eggvopnuðu unglingar ætluðu að frelsa börnin sem fallið hafa í ánauð. Á tímum óeirða við Alþingishúsið tókst anspyrnumönnum að skjóta platvinstrikauðann Árna Þór Sigurðsson niður millum Dómkirkju og Alþingishúss með eggi. Fyrir vikið var endemið verðlaunað með sendiherrastöðu, sem hæfi að vísu gangsleysi hans í veröldinni fjarska vel. En hann lá í valnum, en andspyrnumenn hlógu ógurlega að gripnum og örðum þingmennum stumrandi yfir honum. 

En framtaka unglinganna með eggin við skólana og skothríðina á Rey Cúbbið er aðdáunarvert og til mikillar fyrirmyndar. 


mbl.is Sitja um börn og kasta í þau eggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óáran og ku-ku í Miðfótungastóðinu að Klaustri

xmDjöfuls óáran er þetta hjá Miðfótungastóðinu í Klaustrinu. Eftir daga víns og rósa, fullra kaleika og bænasöngs um ,,sætar stelpur, kerlingarklessu, húrrandi klikkaðu ku-ku, osfrv." er komin nótt hinna löngu hnífa, hrímkalt haust með sláturtíð og kaldri rigningu. Nú þegar liggja þrír bræður af Klaustri í valnum; sálaðir á síðu lágu, og upprisa þeim til handa hvergi sjáanleg.

Og þó. Gonnsó Braggi fær innan tíðar sendiherrastöðuna sem Bjarniben lofaði honum og Sigmundur Davíð er víst búinn að skila ærslabelgjunum af Klaustri, Ólávi Ísleifs og Karli Gauta, aftur til Ingu Sæland, sem tók hinum töpuðu sonum tveim höndum og háttaði þá ofan í rúm og lét Mánga Þór upp í til þeirra. Þetta er nú bara ekki svo slæmt. Alls ekki svo slæmt. Þó er samt djöfullegt fyrir Karl Gauta að lúta í gras fyrir ástkærum frænda Guðmundar Brynjólfssonar rithöfundar í Þollákshöfn. Það er eiginleg algerð smán fyrir jafn stóran Klausturgölt og Karl.

x15En óstand er þetta á Sigmundi, sem er í óðaönn að fémíníséra Miðfótungaflokkinn, því þar eru grimmar kérlíngar farnar að vaða uppi eins og fólskar Grýlur sem aungvu eira. Brátt neyta þær og færis og pota Sigmundi ofan í pokann sinn og þá mun fuðra undir pottinum fram á nótt og Grýlurnar verða feitar og slefandi. Sennilega væri best að leggja Klaustrið og Miðfótungana niður og fela þá Íhaldinu elligar gömlu Framsóknarmaddömunni til afnota við smá viðvik. 


mbl.is Karl Gauti ekki á lista Miðflokks í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vírusbaktéría sem berst með flugum gjörir Akureyringa brjálaða

xb2_1254087.jpgNú eru Akureyringar orðnir svo slæmir, að þeir eru farnir að slást opinberlega úti á götu fyrir framan ókunnugt aðkomufólk. Aðkomufólkið sér svo um að koma fréttum af spillingunni og hroðanum áfram út um landið og brátt þora aungvir menn, hvað þá hjartveikar konur, að koma til Akureyrar sökum óreiða og skálmaldar sem þar ríkir. Það er talið að flugur hafi borið óspektaáráttuna í Akureyringa og eru þeir flestir nú þegar orðnir vitlausir og sumir bandbrjálaðir. Þetta er víst baktéríuvírússfjandi sem flugurnar deila milli heimamanna og er þetta greinilega hinn versti vágestur.

Þá hefir og frétts að stór hópur geggjaðra Akureyringa hafi elt upp tvær saklausar fjölskyldur að sunnan, sem komið höfðu sér fyrir í Kjarnaskógi. Þessar fjölskyldur hafa ekki sést síðan og eru þær taldar af. En þetta er nú ekkert. Til stendur að senda flugvélar og þyrilvængjur norður til að dreifa skordýraeitri og öðru krassandi gumsi yfir staðinn og freista þess að það dugi til að uppræta meinsemdina, sem svo sannarlega er hættuleg.

En suður í Reykjavík skondraðist Brynjar Vondalykt í gegnum stofuglugga á jarðhæð, þegar hann var að gægjast þar á glugga. Þegar Vondalyktin byltist þar inn á gólf, varð heilmikið uppþot. Hjúin sem hann hafði verið að vakta spruttu allsnakin upp af beddanum og réðust á hinn aðkomna með öskrum og sparki. En Vondalyktin stóð bara upp og hýddi kvikindin með vendi. Það var víst sjón að sjá. Svo kom upp úr kafinu, að pilturinn á jarðhæðinni trúlega launsonur Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra og framsóknarmanns. Móðir piltsins er aftur á móti víðfræg gála og flokkaflakkari og á drengurinn að hafa komið undir þá móðirin staldraði við hjá Framsókn. Það gjörðist á klósettinu í hreysinu sem gamla Framsóknarmaddaman hafði leigt undir flokkinn í Reykjavík. Svona er nú landið lítið og mennirnir miklir. 


mbl.is „Með ljótari sárum sem maður hefur séð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú stefnan gengur glatt - kóvíðflokkarnir á mikilli siglingu

x41Stefna Sjálfstæðisflokksins gegn fólkinu í landinu gengur glatt þessa dagana. Hvur um annan þveran leggjast landsmenn lágréttir af Kóvíð nítjánda, sem Sjálfstæðisflokknum tókst loks að opna fyrir til landsins á vordögum. Mun nú fljótt rætast draumvitrun líkkistusmiðsins sem spáði því eftir æsilegar draumfarið í vetur að veltan í líkkistusmíðum mundi margfaldast þegar liði á árið. Og aukin velta, hvers kyns sem hún nú er, er eitthvað sem ráðherrum og innilegustu flokksmönnum í framfara- og framleiðsluham er að skapi.

Kúnstin hjá Sjálfstæðisflokksmönnunum er að koma Kóvíðnum og mannfallinu og heilsuleysinu yfir á Swandeesý heilbrigðisráðherra. Ef það tekst eru Sjálfstæðishetjurnar í góðum málum. En best er að gamla Framsóknarmaddaman, húskarlar hennar og griðkur, styðja Íhaldið heilshugar í aðför þess að heilsu fólksins í landinu, sem skal, hvað sem tautar og raular, fórna á altari stundarhagsmuna ferðaþjónustugræðginnar. Nú, þó svo Sjallar og Frammarar séu mjög á móti innflutningi á flóttamönnum, þá eru þeir að sama skapi hlynntir innflutningi á skæðum Kóvíðsvírúsum.

Þetta er allt í svo undur- og firnagóðum málum, að engin ástæða er til annars en að fagna, hoppa, hlægja og ropa af offylli. Þórólfur og hans slekti verður einangrað, svona eins og heimsauðvaldið hefur einangrað Kúbu og hneppt hana í fjölþátta viðskiptabann. Eflaust verða Þórólfur og hans lið beitt hinu fræga og árangursríka Sjálfstæðisflokksspotti, sem vitanlega gengur út á lygar, níð og óþverraskap. Þá verður Swandeesý heilbrigðisráðherra ugglaust gjörð ærulaus í bláenda kjörtímabilsins, og yfir því mun Katthrin Jaggó láta sér nægja að kvaka og spígspora yfir eins og ráðalaus púddapúdd. Og til að setja punktinn yfir stórkostlega Kóvíðsnítjándaáætlun Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda Alþingiskosninga, þá ætla Flokksmenn að fjölmenna á brekkusönginn Sjálfstæðisflokksins Vestmannaeyjum og öskra þjóðsönginn undir styrkri stjórn einhverra veðurguða og skríða að svo búnu þrælsmitaðir heim af Kóvíðnum.  


mbl.is Einn lagður inn á spítala með Covid-19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig ætli handtakan fari fram?

hálf7Ekki er þetta nú gott hjá kérlíngaröspinni henni Lillíendahlh. Hvort hana grunar Swandeesý um að hafa staðið fyrir klúðrurunum og að þetta hafi sannarlega verið vísvitandi klúðranir og hún ætli í framhaldi af því að kæra Swandeesý fyrir niðurlæginguna og vanvirðinguna. Ja, þeir eru víða andskotans tjaldhælarnir. Þið munið og eflaust einhver eftir Maxwell´s Silver Hammer; þar var nú ekki slegið af. Bang bang.

En það verður gaman að vita hvað gerist ef ungfrú Lillíendahlh kærir Swandeesy fyrir hættulega aðför að sér. Mun þá lögreglan sitja fyrir Swandeesý og handtaka hana fyrir allra augum og draga hana í járnum inn í lögreglubifreið? Og afhenda hana síðan Hálfdáni Varðstjóra til yfirheyrslu og skýrslutöku? Hálfdáni Varðstjóra munar ekkert um að knýja fram játningu hjá Swandeesý á stundarfjórðungi. Það er ekki gott útlitið núna, Swandeesý mín, og á hitt borðið sækja kérlíngarnar í Sjálfstæðisflokknum að þér eins og grimmir hundar.

Í aðeins eitt skipti hefir frú Ingveldur verið til yfirheyrslu hjá Hálfdáni Varðstjóra. Það er líka í eina skiptið sem það hefir gerst. Þegar Hálfdán hugðist gera sig breiðan og hafa uppi óviðfeldnar hótanir, tók frú Ingveldur hann undir eins kverkataki og eftir háfa mínútu var farið að leka niður úr Varðstjóranum, sem engdist um eins og ánumaðkur á öngli. Þeir sögðu það menn, sem að komu eftir átökin, að fyrst hafi þeir haldið, og það í fullri alvöru, að Hálfdán Varðstjóri væri fallinn frá, látinn. Augun voru hálfa leið út úr tóftunum og störðu átakanlega út í buskann; andlitið nábleikt og blóðtaumar úr nösum og öðru munnvikinu; ólyktin af hinu meinta líki, var að sögn mannanna, með þeim ósköpum að þeim stóð ekki á sama, -þetta helvíti var ekki mennskt, sögðu þeir. Svo datt einu þeirra í hug að sprauta örlitlu handspritti upp í Varðstjórann og þá rankaði hann við sér og var brjálaður. Forðaði hver sem betur gat af lögreglustöðinni þar eð bráður lífháski var á ferð.


mbl.is Leghálsskimun Hildar klúðrað í tvígang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síra Baldvin framkvæmdi niðurdýfingarskírn í norðlensku fljóti

Djöfull er nú að vita til þess að virðulegt fyrirtæki í þjónustu hafi lekið niður eins og drulla fyrir einni kynlegri berrassínu á krítísku menningarstigi. Eftirleiðis ku kerlur af þessari tegund fá að vafra berrassaðar um baðstaði eins og vofur eða hálfholdgaðir púkar. Síra Baldvin hefir um þetta athæfi að segja, að nú hafa klámskar kérlíngar og taðlyktandi klámkjaftar tekið öll völd af siðferðinu og fögrum framgagnsmáta. Þá lét síra Baldvin það vitnast, þá hann var á ferðalagi um Norðurland með Drotni einum, hafi hann komið þar að sem naktir búkar voru að baða sig í einhverri skítatjörn. Þá varð blessuðum guðsmanninum að orði, og lái honum það enginn:

Æ, þær eru topplausar og kropplausar,
spinlausar og kynlausar,
steingeldar og stagbættar,
beinharðar og pæææng.
Og ennfremur eru þær að hugsum,
að hætta að vera í buxum.
En heiðlóan sefur i móa með höfuð undir væng.

skírnÁ Norðurlandi hafði síra Baldvin að lokum upp á miklum kirkjuhöfðingja, prófasti til stórra þinga. Virtist síra Baldvini fljótt sem þessi norðlenski stéttarbróðir hans væri hörmulega spilltur og værukær og hugðist síra Baldvin leggja á hann höndur. Þá hljóp sá norðlenski undan eins og hestur, var greinilega mjög hræddur, því við og við rak hann upp gól á hlaupunum. Af afburða ráðkænsku tókst síra Baldvini að beina flótta prófastsins að því stóra fljóti er rennur þar um héraðið til sjávar. Loks tókst síra Baldvini að króa prófastinn af á litlum tanga, sem skagar út í vatnsfallið. Þar greip hann hinn ofurskelkaða musterisforingja og veitti honum þvílíka niðurdýfingarskírn í fljótinu, að sá norðlenski var nær drukknaður og lá lengi hóstandi með ekkasogum og kippum á dálitlitlu sandrifi við árbakkann. Það var ófélegt að sjá.  


mbl.is „Vonandi verður þetta almenn regla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúpvitur prestur yrkir um múgfirringu að Hörgslandi

Merarsmérið alltaf er
undarlega vinsælt þar.
Kerlingin þar klöngrast ber
á knjánum inn á næsta bar.

x44Þetta ljóð, sem er talandi dæmi um ástand sem fólk sækist ákaflega í og er reiðubúið að selja sál sína fyrir, orkti síra Baldvin er hann átti leið um Hörgsland í vikunni. Svo blöskraði hinum heilaga manni, að hann sá sér ekki annað fært en að stöðva bifreið sína, taka upp blað og blýant og fara að yrkja. Eins og sjá má á vísunni, er síra Baldvin maður djúpvitur, svokallaður djúphyggjumaður, og leikinn í að yrkja áheyrileg kvæðavers, sem hreyfa auðveldlega við lesandanum eða áheyrandanum.

Fyrir þremur árum síðan kom síra Baldvin í sjávarþorp nokkurt, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði farið ránshendi um og svipt innbyggjarana öllum möguleikum á veiða fiskinn, sem býr í stórum hópum rétt fyrir utan höfnina. Eina lífsmarkið á staðnum var knæpan, en þar sátu eftirlegukindurnar í plássinu augafullar og drukku út örorku- og atvinnuleysisbætur sínar. Þessa herfilegu krá bannfærði síra Baldvin þegar í stað og bað hvort tveggja knæpu og veitingamanninn aldregi þrífast. Skömmu síðar brann knæpan til grunna, er vertinn var handtekinn og ákærður fyrir að hafa lagt eld að húsinu til að svíkja út tryggingabætur. Situr sá náungi nú á Litla Hrauni og telur tærnar á sér.

Eftir að síra Baldvin hafði bannfært knæpu og vert orkti hann:

Býður seggur sóðadíl,
selur ræflum grát og víl;
hann þeim drekkir í djöflakíl,
sá drengur kann ei að skammast sín.

Bannfærður skal því bulluson,
byrlari eiturs lon og don.
Hann mun vísast Sathan sjá,
svo mun hann dvelja honum hjá.


mbl.is Aðsóknin meiri en á stærstu helgunum í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband