Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Össur og Sögu-Pétur eru miklir bræður og það er litið upp til þeirra

ös1Þau eru hvurju örðu lík, Össur, Pétur og ,,nýja stjórnarskráin", öll full með hortitti, vindhögg og uppskafningu. Það er því lítið undarlegt að karlarnir Össur og Pétur séu stórvinir, enda báðir áhugamenn um froðusnakk og það sem því fylgir. Trúlega eru þeir líka óaðskiljanlegir lagsmenn í sosialdemokratiuni svokölluðu, sem er, ef svo má segja, einn af sverari borðfótunum undir eldhúsborði kapítalismans a Vesturlöndum og auðvaldsþjóðskipulaginu. Með öðrum orðum eru þeir Össur og Pési fjarskalega miklir bræður í krataeðlinu og það er litið upp til þeirra í krataeðlissjúklingasamfélaginu.

Þó er einna skuggalegast þegar krataeðlismenn á borð við Össur og Sögu-Pétur fara að geipa um frjálslyndi. En þessháttar frjálslyndistal er bein ávísun á bullandi tækifærismennsku og undirferli. Þannig fara og að óheiðarlegir hundingstittir, sem eru að fara að hrinda í framkvæmd einhverjum svikum við alþýðuna. En Össur og Pétur hafa auðvitað aldrei verið alþýðumenn og hafa aungva trú á alþýðunni, nema þá aðeins, eins og aðrir auðvaldskipulagssinnar, í formi vinnudýra, að öðru leiti er alþýðan fyrir stórmennum eins og Össuri og Pétri. Og þess vegna tala þeir einlægt eins og engin alþýða sé til.

En þeir hafa gaman af þessu drengirnir og þeir finna sjálfumgleði sinni farveg í þessu kostulega nýstjórnarskrármáli þrátt fyrir að ,,nýjastjórnarskráin" þeirra sé klén, illa unnin og til skammar.



 



mbl.is Hrekkvísi eða elliglöp?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er hann dauður, eins og rotturnar sem þar bjuggu

rat5.jpgMiðbærinn er steindauður, skítugur, fráhrindandi, eins og dauður róni í ræsinu, og svo er feikna vond lykt þar, ég held hreinlega bara manneskjulegur sauróþefur. Það kemur og fram í fréttinni að miðbærinn hafi drepist fyrir tíu elligar tólf árum síðan. Ef það er rétt þá hefir einhver ólánsmaður vakið hann upp og reist frá dauða. Sona helvískur miðbær deyr hvorki né andast, hann drepst, eins og rotturnar sem þar eiga heima.

Í eina tíð bjó ég sjálfur í námunda við miðbæinn. Þá lýsti Reykjavík af góðri menningu og menn, og þá ekki síður konur, gengu glöð og reif um Laugarveginn, Austurstræti, Austurvöll og allt inn á hádegisbarin á Borginni, sem bauð af sér sérlega góðan þokka, svo sem kunnugt er. Á hádegisbarnum komu saman valinkunnir gjaldeyrisaflarar og báru saman bækur sínar. Einnig brá þar fyrir lögmönnum, heildsölum og ríkisstarfsmönnum, jafnvel úr Symfónýjunni. Aftur á móti var fremur lítið um kvenfólk á hádegisbarnum, enda fyrir neðan virðingu kvenna í þá góðu daga að sækja slíkan stað; konur þær er sóktu hádegisbarinn á Borgin vóru fortakslaust náttúrlausar og þýddi lítið fyrir flagara að sækja gull í skaut þeirra.

ingv4.jpgÁ mínum tíma í höfuðborginni var matvöruverslunum og skranbúðum lokað stundvíslega klukkan sex að kveldi, nema á föstudögum máttu verslanir hafa opið til sjö og ekki opnað fyrr en á mánudagsmorgni. Þegar maður hættir sér til Reykjavíkur í dag blasir við einhverskonar fáránlegt geðveikrahæli og í miðbænum, sem nú er að sögn blessunarlega steindauður er aungvu líkara en maður sé kominn inn í óhrjálegt haughús, ef þefurinn þar er hafður til hliðsjónar, en geggjaðar eiturætur hoppa eða slangra um göturnar, sem allskonar málningu og litarefnum hefir verið gusað á. En það er knæpa í öðruhvoru húsi í miðbænum og lýðurinn sem býr þar inni stiklar annað slagið út til að reykja og míga á gangstéttina; en sumir laumast bak við hús og skíta. Einnig eru til nægjusamari sem láta duga að drita að baki bekkja á Austurvelli, af þeim tiltekjum gýs oft ógnvekjandi pest. En þetta er víst nýmóðins stórmenning, ættuð úr sorptunnum New York, og hvur sem dirfist að fetta fingur út þessa nýstjórnarskrármenningu lágkúrunnar í 101 Reykjavík er brottrækur gjör af biluðum borgaryfirvöldum. 


mbl.is Spurt um dauða miðbæjarins á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og skemmtidagskráin heldur áfram og nytsömu sakleysingjarnir dansa með

fool1_1132725.jpgSkemmtidagskrá krataeðlissjúklingana um ,,nýju stjórnarskrána" sem landslið kverúlanta í krataeðlissöfnuðinum sauð saman fyrir hart nær áratug, nýrri er nú skepnan ekki. Það hefir væntanlega ekki farið framhjá mörgum, að nú fer fjörið fram við skítugar veggnefnur niður við sjó þar sem nytsamir sakleysingjar og hálfvitlaust fólk, sem heldur að það sé ,,vinstrieitthvað" hefir síðustu daga dundað sér við krota slagorð með því að maka málningu á fyrrnefnda veggi undir stjórn biluðustu krataeðlisstagkálfa landsins.

Það kátlegast við þetta allt er að ríflega þrjátíuþúsund hrekklausar sálir hafa látið nafn sitt undir þessa galtómu stjórnarskrárdellu, sem aungvu mun breyta þótt hún væri tekin í heilu lagi og gerð að gildandi stjórnarskrá. Aumingja fólkið telur sér trú um að sægreifaveldið og kvótakerfið líði sjálfkrafa undir lok um leið og ,,stjórnarskrá" Þorvaldar og Illuga tæki gildi. Sömuleiðis mundum við renna eftir stjórnarskrá eins og fjallalækur inn í ESB á vit hymmnaríkisástands í geysilágum vöxtum, evru og matvælum á gjafverði. Þá verður lífið leikur og sorgir og vandamál úr sögunni. Sona er nú krataeðlið gott við okkur.

En, ónei. Stjórnarskrá Þorvaldar og Illuga mun aungvu bylta eða breyta, enda er þetta frámunalega íhaldssöm og harðkapítalísk stjórnarskrá, gerð fyrir blábjána og aðra heimskingja í mjög óljósum tilgangi. Eða hafið þið orðið vör við óróleika og hræðslu sægreifa og kvótaelskara við plaggið þeirra kratakumpána? Og hvað með aðra kaupahéðna og braskalýðinn? Nei, þetta lið lætur sér tiltektir stjórnarskrárberserkja og lukkuriddara í léttu rúmi liggja, því það þarf ekkert að hræðast. 


mbl.is Mikið af veggjakroti í Skúlagötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú stendur Háfdán Varðstjóri einn vaktina

flengEftir að Rögnvaldur lagðist stendur Hálfdán Varðstjóri einn uppi af lögregluliðinu og berst hetjulega við að halda lögum reglum innan skikkanlegra marka. Síðast í dag starfaði Hálfdán við að þvo einhverskonar kjaftæði úr ringluðum 101-börnum af veggnum við hliðina á sjávarútvegsráðuneytinu, en grislingarnir höfðu krotað óráðhjal á hann með málningu. Ekki bætti úr skák, að Hálfdán Varðstjóri varð að taka sé hlé frá verki annað slagið til að stugga burt 101 börnum, sem þóktust ætla að gera aðsúg að honum. Þremur kvikindum náði hann á vettvangi í dag og rassskellti öll á bert rassgatið fyrir framan nefið á vegfarendum.

Þrír andskotar hugðust læðast á bak Hálfdáni og skera sundur slönguna við háþrýstidæluna sem hann var að nota. Við þessum ösnum sá Varðstjórin í tíma og rann eftir þeim. Kom þá í ljós að þetta vóru blauðir djöflar, sem hlupu beint af augum yfir Sæbrautina og út í sjó og hafa ekki komið upp síðan. - Bættur sé skaðinn, sagði Hálfdán Varðstjóri við viðstadda um leið og hann snöri sér aftur að háþrýstidælunni.

Það hefir og komið í ljós að kóvíð nítjándi bítur ekki á Hálfdán Varðstjóra, það sannaðist strax í vetur leið. Þá handtók hann óregluhjú, gjörsmittuð af kóvíði en það vissi Hálfdán ekki, og snaraði þeim með sér niður á stöð og beint in í fangaklefa. Inni í klefanum gekk Hálfdán, móður og másandi, stynjandi af frygðarlosta, í skrokk á endemunum og lék þau grátt. Daginn eftir kom upp úr dúrnum að hjúin vóru útsteypt í kóvíði nítjánda og Hálfdán útbíaður af þessum óþverra. Hálfdáni varð ekki meint af vírusnum, en bölvuð hjúin hafa ekki komið undir bert loft síðan; þau liggja heima hjá sér í sjálfsvorkun og örkumlum eftir varðstjórinn og kóvíðið; þau nenna ekki einsusini á taðhúsið nema endrum og eins, en láta sér oftast nægja að kukka í plastpoka og henda honum síðan út um herbergisgluggann. 


mbl.is Rögnvaldur með veiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðgrimmum hundum sigað á verkefnisstjóra og landverði og þeim stökkt á flótta

hundsbitÞá hefa þeir stökkt landvörðum og verkefnisstjóra á Þingvöllum á flótta, gott ef ekki flæmt þá út í Þingvallavatn eins og hvur önnur óféti, sem þarf að losna við undir eins. Eitthvað virðist þjóðgarðsvörður vera fálmandi, því hann þruglar um að ráða hin brottreknu næst vor. Ja, það verður víst lítið um ráðningar á þessu veslings fólki ef rétt er að grimmir hundar hafi verið látnir reka það útí vatn. Máske er þjóðgarðsvörður dauðhræddur um að hljóta sömu örlög þessum eina og átta, sem áttu fótum fjöri að launa undan ofríki ráðamanna (það er að segja ef þau hafa komist af).

Ef þannig verkast að þjóðgarðsvörður verði líka á bak og burt með vorinu væri upplagt fyrir ráherra að ráða hana Ólínu hérna Kérúlf til þjóðgarðsins, en hún kvað vera búin að rita heila bók um það að hafa ekki fengið job á Þingvöllum. Vissulega getur Ólína verið þarna ein því það væri tvímælalaust farsælast. En ... hvað á eiginlega að gera með fullt af fólki á ríxlaunum á Þingvöllum? Ef einhver nauðsyn er á starfmannasukki þarna því á ekki líka í Berserkjahrauni eða á Tíkarflóa í Meðallandi?

En ráðherrann yfir þessum fjanda er lúmskur og var búinn að koma upp hópi af blóðgrimmum rökkum, mannætuhundum, áður en hann lét til skarar skríða gegn verkefnastjóranum og landvörðunum átta, sem hafa hafa gengið undir vinnuheitinu ,,jólasveinar einn og átta" á skrifborði ráðherra. Umræddir hundar ku vera af sömu ætt og hundarnir sem bændamenningin á Íslandi sigaði á snillinginn Eirík frá Brúnum þegar hann kom heim til Íslands til að frelsa landa sína til mormónatrúar. Svo sem sjá má er öll umgjörðin kringum þessi nýjustu Þingvallamál sérlega þjóðleg og upprífandi fyrir hvurn mann og ráðherra og stjórnsýslu til ævarandi sóma og líklegt til að halda nafni hans á lofti um ókomnar aldir.  


mbl.is „Mjög erfið og sár aðgerð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörkubaráttu um vegtyllur í helsta krataeðlis og aumingjaflokknum

Johanna-og-Gudlaugur-Thor_1091123689Nú er að verða úr vöndu að ráða fyrir krataeðlisgægsnin í varaformennismálum. Tvær sæmdarkvinnur hafa þegar gefið kost á sér til vitleysunnar, ein beint úr borgarstéttinni miðri, önnur úr gáfnaljósadeild efrimillistéttarfémínísta og sú in þriðja háskólanemi með erlent eftirnafn vill gjörast generalsekrétér. Þetta er nú aunginn slormannskapur. Það vantar þá einna helst Thorgerði Katthrinu í varaformennisframboð so allt sé fullkomið.

Samfylkingin, krataeðlisvesalingarnir, þetta ámátlega landsölu og blekkingalið, sem þykist eiga alþýðuna, en stendur alltaf með auðvaldinu og hinu vestræna, harðkapítalíska þjóðskipulagi. Nú vantar bara að vekja upp eitthvað af þessum sáluðu  margrómuðu krataeðlisforingjum og fá þeim hlutverk, þó ekki væri nema í ,,nýju stjórnarskránni" þeirra. Þá held ég kratakvígurnar mundu baula laglega í falsettu og míga um allan hjáleigutúnblettinn, sem Íhaldið úthlutaði þeim fyrir löngu í túnfætinum hjá sér.

Með hverjum sló hjarta krataeðlisins þegar Íslandi var þröngvað inn í NATÓ? Með stríðsæsingaliði auðvaldsins.
Með hverjum sló hjarta krataeðlisins þegar Bandaríkjaher var plantað niður á Miðnesheiði? Með stríðsæsingaliði auðvaldsins.
Með hverjum sló hjarta krataeðlisins þegar íslenskir kjósendur söfnuðu undirskriftum með því að leggja ESS-samningin í þjóðaratkvæðagreiðslu? Nú, með eigendum auðvaldsbáknsins ESB.
Það er því vel skiljanlegt að barátta sé um trúnaðarstöður í helsta krataeðlis og aumingjaflokknum.


mbl.is Alexandra býður sig fram til ritara Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú verður hún að segja af sér þó svo hún hafi skaffað vel

thorr.jpgHenni er ekki treystandi, kérlíngakjökrinu, það er fullreynt. Nú verður hún að segja af sér þingmennsku með skít og skömm og fá sér raunverulega vinnu. Þetta getur ekki gengið svona lengur. So kvað eitthvert tónskáld vera að semja gott lag til söngs, sem ber hið dulúðuga nafn ,,7 hægri" og er ætlunin að flytja það við kirkjuhátíðir, stórar. Sálmurinn hefst sona: ,,7 hægri á Hólum hentar byskubbsstólum á páskum og á jólum með tryllandi tólum." En hvort ætli sé betra að vera lýðskrumari eða poppólisti? 

Þegar búið er að banna gólf þá er bannað að spela gólf og þeir sem brjóta það bann verða að taka út sína refsingu. Í fjögurhundruðustu og áttundu grein hegningarlaga segir: ,,Sá sem leikur gólf þegar gólfbann er í gildi vagna farsóttar skal sæta fangélsisvist í tíu ár og greiða tvo milljarða tæpa til ríkissjóðs." Það væri því vel sloppið hjá Thorgerði að hrökklast aðeins af þingi og þurfa ekki að sitja á Hrauninu í tíu ár og borga tæpa tvo milljarða í refsiauka fyrir glæp sinn.

Þá frú Ingveldi vóru bornar fréttirnar af Thorgerði sagði hún aðeins, að konugarmurinn væri auðvitað spinnigal og við því væri ekkert að gera. En Brynjar Vonadalykt hló svo og beraði tanngarðana, þegar hann heyrði tíðindin, að menn máttu hlaupa til og skjóta róandi á kallskepnuna svo hún sturlaðist ekki. - Eitt má þó Thorgerður eiga, sagði frú Ingveldur eftir stundarþögn, - hún hefir alltaf skaffað vel til heimílínsíns.


mbl.is Óafsakanlegt að hafa farið í golf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolbeini falið að vinna gegn fáfræði skólafólks í kynferðismálum

kenn.jpgNú, það er víst staðreynd að fáfræði skólafólks í kynferðismálum í dag er algerð. Mér er sagt að ekki þurfi minna en harðsvíraða kynlífsfræðinga til að koma örlítilli glóru af typpaviti inn í æskulýðinn. Ef heldur sem horfir, og kynjafáfræðin fær að vaða uppi, er hætt við að þjóðin þurrkist út á næstu áratugum af því að hún veit ekki lengur hvernig á að gera dodo og enn síður til hvers dodoið er.

Sem betur fer hafa harðsvíraðir og ofur-hugrakkir kynlífsverkfræðingar vaðið á fund frökenar Alfredos menntamálaráðherra og gert henni grein fyrir alvarleika kynlífsins og hvað tómlæti og fávísi hvað það varðar mun óhjákvæmilega hafa í för með sér: sem sé heldur snautleg endalok íslenskrar þjóðar. Fröken Alfredos varð að vonum alvarlega skelkuð er hún hafði hlýtt um stund á krassandi tungutak kynlífsverkfræðingana og sagði sem var, að þetta væri alveg satt hjá þeim og lagði til að þjóðinni væri byrlað víagra í stórum skömmtum svo kvikindin réðu sér ekki fyrir dodogleði. Þókt kynferðisverkfræðingum þá sem úr væri að rætast og tóku gleði sína aftur.

Kolbeinn Kolbeinsson er samt ekki alveg viss um meinta fáfræði ungdómsins í kynfræðinni. Hann gekk því líka á fund flokkssystur sinnar, frökenar Alfredos, og bauð fram krafta sína. Hann sagðist gjarn vilja taka að sér að fara í skóla landsins og kenna æskunni sitthvað um kröftugar uppáferðir og einnig kátlegar uppákomur í bólinu. Og eins og sönnum framsóknarmönnum og samvinnuhugsjónarfólki sæmir, þá gjörði litla fröken Alfredós bindandi verksamning við Kolbein Kolbeinsson, um að hann annaðist æxlunarfræðikennslu í skólum landsins, og stofnuðu þau systkinin einkahlutafélag um framkvæmdina. Þar með er kynviti unga fólksins bjargað og er það nú komið í örugga höfn til frambúðar. 


mbl.is Ákveðið að taka kynfræðslu út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynleg nafnbreyting á Gímsvötnum í vændum

gosVissu þið, greyin mín, að nú er í undirbúningi á Alþingi Íslendinga að breyta nafni Grímsvatna í Stenngrimsvötn til heiðurs forseta Alþingis, hinum guðdómlega Stenngrimi Johoð Sikkússyni? Nei, það vissuð þið ekki, enda ekki við því að búast að sauðsvartur almúginn hafi hugmyndaflug til að láta sér detta slíka fásinnu í hug. En meðan helstu kólfar og sleggjur Sjálfstæðisflokksins hafa skemmtan af að spila með Stenngrím og hans Flokkseigendur og undanrennukjúklinga þá má búast við uppákomum af þessu tagi, því Stenngrimur Johoð er hégómagjarn fram úr hófi og heldur að fyrrgreindar nafnbætur á vötnum undir klakahjúpi Vatnajölkuls verði honum til frægðar og framdráttar.

Einhverju sinni settu þau hjón, frú Ingveldur og Kolbeinn, upp hundakofa á lóð sinni, þókt aungvann ættu þau hundinn. Þetta hús nefndu þau Snataból, en eftir að þau fóru að láta Brynjar Vonulykt sofa þar úr sér eiturvímurnar og óeðlið var farið að kalla hundakofann Brynjarsból. Vondalyktin hélt auðvitað að þessi nafnbreyting væri honum til álitsauka með þjóðinni, en því nú aldeilis öfugt farið. Og einn morguninn kom Máría Borgargagn að manni sínum, Indriða Handreði, buxnalausum í hundakofanum með Vondulyktinni og þókti henni sem var liggja ljóst fyrir hvað þeir hefðu verið að aðhafast. En þar eð Borgargagnið er umburðarlynd kona og frjálshuga í betra lagi, þá sagði hún um þennan atburð, að þeim Brynjari og Indriða væri ekki ofgott að toga soldið í typpið á hvorum öðrum, svo fremi þeir gættu þess að verða ekki óléttir af þessu tosi.

Hitt má svo vera annað mál að gos í Stenngrimsvötnum kunni að leiða til þess að fluglæti og flugfélög leggist við Atlandshaf og í Evrópu. Það væri, sem maður kallar, farsæl lausn á svívirðilega mengandi atvinnugrein. Forfeður okkar, landflótta Norðmenn og Bretar, flæktust út og austur um Atlandshafið á dulitlum spýtubátum með einu segli og náðu landi hvar sem þeir vildu, meira að segja á Grænlandi og í Amríku. Ég held þessum déskotans fludólgum nútímans væri hollt ferðast til og frá landinu á trillubátum og tunnuflekum, en láta okkur hin í friði fyrir græðgishugsjónum þeirra og heimsendaspám.  


mbl.is Eldgos gæti haft gífurleg áhrif á efnahaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill ekki viðurkenna að hafa notað Tind. Það er nú það er nú það ...

xv11Jæja ... og kveðst aldrei komið á Tind, nei. Auðvitað ekki. Nema hvað. Hún mundi heldur aldrei viðurkenna fyrir þjóðinni að hún hafi notað Tind þótt hefði margsinnis gert það, sér til óneitanlegrar ánægju og sérlegs yndisauka; það þykir nefnilega ljótt af stjórnmálaskottum að stunda Tind, eða aðrar netsíður, sem gætu vakið upp hugmyndir manna um að slíkir þjóðkjörnir gemlingar væru sannarlega kynóðir. Kynóður stjórnmálamaður er hreinlega ekki samþykktur af lýðnum, mun þolanlegri er sá þingmaður sem lagt getur fram vottorð um það að hann sé steingeldur, helst kynlaus, afspyrnu vitlaus og allra síst nærbuxnalaus.

Það kemur vel á vondan, að Katrín skuli álpast inná að þvæla um gervigreind, því ekki er laust við að hún sjálf skarti öðrum mönnum meiri vitsmuni af því tagi. Þegar telpa eins og Katrín stafar að staðaldri fyrir Stenngrim Johoð og Bjarnaben er langbest fyrir hana að hafa tölvugreind eða vélarvit, - eða hvað þið viljið kalla það, - svo auðvelt sé að forrita hana og láta hana kvaka eins og þeir vilja hún kvaki í það og það skiptið. 

En Stenngrimur Johoð og Bjarniben verða að passa sig á að setja ekki vitlaust eða óæskilegt forrit í þennan blaðafulltrúa sinn. Hvernig haldið þið það væri ef kjaftbrúksforritinu væri hlaðið inn á telpugreyið og þjóðin sæti agndofa fyrir framan sjónvarpstækin og hlustaði á hana bölva, tvinna og klæmast eins og ein hryllileg bestía úr ræsinu? Það væri stjórnvaldsskömm og niðurbrot lýðræðislegra hefða í háborgaralegu samfélagi auðvaldsins. Það er margt að varast í henni veröld, og Stenngrimur Johoð og Bjarniben eru viðsjárverðir piltar og stutt í götustrákinn á þeim og Samherjamóralinn. Af framangreindu má því sjá, að eitt og annað gæti reynst Katrínu skeinuhættara en að viðra sig annað slagið inni á Tindi.   


mbl.is Katrín segist aldrei hafa notað Tinder
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband