Leita í fréttum mbl.is

Svívirðileg framkoma sjálfstæðismanna í Kópavogi

gu3Sjálfstæðismönnum í Kópavogi er ekki viðbjargandi, það sýndu þeir á afgerandi hátt í gær með fólskulegri aðför sinni að sínum lang-besta manni, Gunnari I. Birgissyni fyrrverandi borgarstjóra í Kópavogi. Áður höfðu mannleysurnar í bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna rekið hvern hvalskutulinn öðrum lengri í bakið á Gunnari uns hann steyptist örmagna úr hásæti sínu. Í staðinn fyrir Gunnar I. borgarstjóra fengu Kópavogsbúar uppþornaðan bæjarstjóra sem enginn veit minnstu deili á.

Og í gær bættu hinir lánlausu sjálfstæðismenn gráu ofaná svart og spörkuðu fyrrverandi borgarstjóra gu2niður í þriðja sæti í óvenju ruddalegu prófkjöri. Í fyrsta sæti var kosin frábærlega litlaus og innihaldsrýr náungi, sem sat víst á Alþingi í nokkur ár og enginn vissi um að sæti þar fyrr en hann lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir áframhaldandi setu á löggjafarþinginu. Gunnar I. Birgisson sat líka á Alþingi um skeið og flutti mörg merk frumvörp um hneflaleika, en Ármann þessi Kr. lét sér nægja að líma botninn á sér við þingmannsstólinn og lagði ekkert til málanna.

Það má því ljóst vera, að ekkert verður framkvæmt í Kópavogi á næsta kjörtímabili, steinsteypa gerð útlæg, sem og Goldfinger og Krossinn. Það eina sem getur bjargað Kópavogi frá alsherjarhruni, úr þvi sem komið er, er að Gunnar I. Birgisson blási til stórbrotins sérframboðs ásamt félögum sínum, Geira og Gunnsa. Ég er ekki í nokkrum vafa um að slíkt sérframboð myndi í fyrsta lagi útrýma Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi til frambúðar og í öðru lagi færu steypuhrærivélarnar og verktakarnir í gang og Geiri og Gunnsi tækju gleði sína aftur.  


mbl.is Ármann sigraði í prófkjörinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Eins og talað úr mínum munni.

Það er ekki ónýtt að hafa heilagan Gunnar í liði sínu, og svo Goldfingerinn sjálfan, með sín sambönd á neðra svæðinu.

Þetta er hin heilaga þrenning ljóslifandi, og algerlega ósigrandi.

Sveinn Elías Hansson, 21.2.2010 kl. 12:07

2 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Að vilja gunnar er einsog að vilja endalausa spillingu, þessi maður er sennilega sá spilltasti í stjórnmálum í dag og þar er af mörgu að taka.

Jóhann Hallgrímsson, 21.2.2010 kl. 17:15

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flottur

Sigurður Þórðarson, 22.2.2010 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband