Leita í fréttum mbl.is

Hvenćr dettur hesti í hug ađ sjúga kú?

beljaEf svo er ađ kúamjólk sé einungis holl kálfum, er einbođiđ ađ mannfólk hćtti algjörlega ađ éta ţessa afurđ frá löggiltum eigendum, ţađ er ađ segja kálfunum, og snúi sér ađ annarri, nćrtćkari og hollari fćđu. Í fljóti bragđi sé ég ekkert sem komiđ gćti í stađ kúamjólkur en mjólk úr kvenmönnum, sem hingađ til hefur nćr eingöngu veriđ nytjuđ ofaní hvítvođunga.

Í annari útgáfu Ţátta frá árinu 1977 eftir Halldór Laxnes segir Karl Einfer á ţá leiđ, ađ hámark óeđlis sé ađ neyta mjólkur úr öđrum dýrum og spyr í áframhaldinu: ,,Hvenćr dettur hesti í hug ađ sjúga kú? Og ţegar Karl Einfer er spurđur hvađ eigi ađ gera, svarar hann samstundis, ađ ţađ eigi ,,ađ taka kellíngar og ala ţćr á búgörđum uppí sveit og mjólka ţćr." Karl Einfer hafđi einnig í hótunum viđ ţetta tćkifćri, ađ fá mann frá Amríku sem hann ţekkti til ađ stofna trúfélag á móti ţví ađ éta mjólk úr öđrum skepnum.

Ţví miđur virđist hafa farist fyrir hjá Karli Einfer ađ stofna áminnst trúfélag, en máske er nú loks aftur kominn grundvöllur fyrir almennilegum, heilögum trúarsöfnuđi á móti áti manna á mjólk úr öđrum dýrategundum. 


mbl.is Kúamjólk bara fyrir kálfa?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Eđa fara ríđandi á milli bćja á nauti.

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 19.7.2010 kl. 22:47

2 Smámynd: Ingibjörg Friđriksdóttir

Skil ţetta ekki. Viđ mannfólkiđ étum bćđi kýr og kálfa, sauđnaut sem önnur naut og hví ekki ađ lepja mjólkina úr ţeim líka.

Hestar og kýr eru grasćtur en viđ erum helvítis.............

Ingibjörg Friđriksdóttir, 20.7.2010 kl. 23:37

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

En hvađ segirđu um ađ ala kéllíngar á búgörđum uppí sveit og mjólka ţćr, eins og Karl Einer vildi? Ţađ yrđi ađ minnsta kosti kćrkomin nýsköpun í landbúnađi og skapađi mörg ,,atvinnutćkifćri" eins og innantómu sperrileggirnir í pólitíkinni orđa ţađ. 

Jóhannes Ragnarsson, 21.7.2010 kl. 22:10

4 Smámynd: Ingibjörg Friđriksdóttir

Jú, jú. ađ sjálfsögđu.  Klónađar kerlingar vćru bara nýtt innlegg í atvinnusköpun.  Ţađ myndi kannski létta ađeins á blessuđum kúnnum.

Ingibjörg Friđriksdóttir, 21.7.2010 kl. 22:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband