Leita í fréttum mbl.is

Það þarf enga úttekt á fíflslegum einkavæðingarórum

lady2_1047970.jpgÞað er hvort tveggja í senn tímaeyðsla og skrípamennska að setja á opinbera úttekt á einkaskólum. Einkaskólunum svokölluðu ber að eyða þegar í stað. Eitt hið hlálegasta af mörgu útúrfríkuðu í menntamálabransanum eru pungaprófsháskólarnir mikli, einkum þessir sem kenndir eru við Reykjavík og Bifröst, á eftir þeim í fáránleika, en þó skammt á eftir, koma Keilir og Hraðbraut. Allar þessar úreltu og óbrúklegu ,,menntastofnanir" eru dæmdar úr leik og voru það reyndar áður en leikurinn hófst. 

Það má vel vera að ríkisborgaðir einkaskólar hafi verið sniðug fíflska og bráðnauðsynleg á dögum græðgisvæðingarinnar og frjálshyggjunnar, en í dag á svona drulludjók að heyra sögunni til ásamt hugmyndafræðinni sem að baki lá. 

Þeir sem stóðu fyrir einkaskólafárinu verða að skilja að dagar slíkrar aumingjavæðingar eru taldir og þeim væri hollast að fá sér heiðarlega vinnu í stað þess að flækjast fyrir í þjóðfélaginu með úrelta einkavæðingaróra í höfðinu.


mbl.is Vilja úttekt á einkareknum skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband