Leita í fréttum mbl.is

Frumlegir jólasiðir og ófrumlegir

konuslagurSem betur fer er ekki enn orðið alsiða að gleðja náungann á aðfangadag jóla með því þruma af haglabyssu á útidyrnar hjá honum. Þó má segja að þessi jólagjöf sé í vissum skilningi frumleg, þó hún sé útaf fyrir sig býsna harkaleg og töluvert hávaðasöm ef ekki er notaður hljóðdeyfir á skotvopnið.

Í gærkvöldi og fram eftir nóttu var all sukksamt á heimili sæmdarhjónanna, frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra, og beinlínis orustugnýr undir morgun. Mest var þó um dýrðir þegar frú Ingveldur taldi sig hafa staðið Kolbein eiginmann sinn að hjúskapar- og siðferðisbroti inni í búri með þeim illa kvenmanni Máríu borgargagni, sem undanfarið hefur lífgað uppá heimilslíf þeirra hjóna uppá með ósæmilegu hátterni. 

Það verður fróðlegt fá fregnir af því hvernig aðfangadakvöldið fer í sæmdarhjónin og hvort þeim tekst að rétta sig nægilega af áður en klukkur landsins hringja inn jólin.


mbl.is Skotið á hurð í Bústaðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gleðileg jól minn gamli kammerat.

Er þetta frú Ingveldur sem er í sókn þarna á myndinni og þá borgargagnið í vörn ?

Níels A. Ársælsson., 24.12.2010 kl. 22:33

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekki ber á öðru.

Jóhannes Ragnarsson, 24.12.2010 kl. 22:45

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svo kemur væntanlega í ljós á morgun hvernig til tókst í kvöld hjá þeim hjónum.

Jóhannes Ragnarsson, 24.12.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband