Leita í fréttum mbl.is

Lögreglan á Selfossi felldi jólasvein í fyrra.

pol1Þarna er déskotans jólasveinunum rétt lýst. Þeir eru nefnilega upp til hópa ódámar og hryðjuverkasveinar, það liggur í eðli þeirra. Enda ekki við öðru að búast af mönnum sem eru undan öðrum eins skaðræðisgripum og Grýlu og Leppalúða, heimsfrægum mannætum og ofbeldisfólum svo sem glöggt má sjá í ljóði Jóhannesar frá Kötlum.

Það þarf því engum að koma á óvart að tveir af sonum dáindishjónanna, Grýlu og Leppalúða, hafi látið sverfa til stáls við vaktmann sænsku komungsfjölskyldunnar, misþyrmt honum og haft af honum byssuna. Hvað jólasveinar ætla að gera við byssu er ekki beinlínis fyrirsjáanlegt á þessari stundu, en því miður hafa þeir, ef ég þekki þá rétt, ekkert fallegt í huga. Sennilega ætla þeir að nota hið konungleg skotvopn til að auka matarforðann í búrinu á Grýlustöðum og allir vita hverskonar matvæli eru þar mest í hávegum höfð.

Og dykkfelldir eru þessir sveinar og andstyggilega kvensamir og sjást ekki fyrir í þeim efnum, svo sem kokkálaðir eiginmenn mega best vita.

Í fyrra felldi lögreglan á Selfossi jólasvein sem gerði sig líklegan til að brjótast inn til konu nokkurrar sem hann bar girndarhug til. Vonandi tekst lögreglunni í Stokkhhólmi jafn vel upp við að vinna á sínum jólasveinum og stéttarbræðrum þeirra á Selfossi. 


mbl.is Jólasveinar réðust á vaktmann við sænsku höllina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gleðileg jól Jóhannes.  Hefurðu nokkuð frétt af því hvernig gærkveldið var hjá frú Ingveldi og Kolbeini?

Magnús Sigurðsson, 25.12.2010 kl. 09:22

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, gleðileg jól, Magnús. Ég hef ekki enn frétt af frú Ingveldi og Kolbeini, en það kemur, vona bara að þau hafi ekki setið auðum höndum í gærkvöldi og í nótt.

Jóhannes Ragnarsson, 25.12.2010 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband