Leita í fréttum mbl.is

Það er heldur seint að grípa fyrir boruna núna, Signý Jóhannesdóttir

Já Signý mín Jóhannesdóttir: það er of seint að grípa fyrir rassboruna þegar skíturinn er kominn í buxurnar. Í mörg undanfarin ár hefur Alþýðusamband Íslands og öll landssambönd þess látið sér sæma að halda launafólki niðri, einkum verkafólki, en ganga erinda auðvaldsins, kapítalismans, eins og illa greindur og barinn rakki húsbónda sínum. Þessvegna fékk Signý Jóhannesdóttir þær móttökur sem hún fékk á Austurvelli í dag; launafólk baulaði á hana, steytti til hnefa sína til hennar þannig að hún var í raun stálheppin að fundargestir handsömuða hana ekki og köstuðu eins og skemmdu trosi eða fúlþefjandi sorpi fyrir sílamáfana útí Reykjavíkurtjörn. Það þýðir ekki agnarögn að æpa innihaldslausna frasa eins og ,,hingað og ekki lengra" framan í svekkt og sárreitt verkafólk þegar staðreyndin er sú að svokölluð verkalýðsforysta hefur fyrir lömgu dregið verkalýðshreyfinguna fyrir björg þar sem hún liggur rænulaus undir hamrinum í forarvilpu auðvaldsins. 

Alþýðusamband Íslands er dautt fyrirbæri, tímaskekkja, eins og í pottinn er búið. Þar ráða ríkjum skrifstofusjakalar sem vilja ekki fyrir nokkurn mun að verkalýðshreyfingin sé baráttutæki, hvað þá að verkalýðsstéttin hafi raunveruleg völd. Þess í stað kappkosta þessi gerpi að sleikja sig uppvið borgarstéttina, liggja afvelta í duftinu fyrir atvinnurekendur og ríkisvaldi borgarastéttarinnar.

Ef einhver vilji er fyrir hendi, ætti Starfsgreinasambandið að skipta um nafn, kalla sig Baráttusamtök verkafólks, segja sig úr ASÍ og stofna baráttufélög eða barátturáð um allt land, og stefna að gjörbyltingu á kjörum verkafólks og losa sig undan oki kapítalismans. Í þeim efnum hafa samtök verkafólks, nú sem fyrr, engu að tapa nema hlekkjunum.  

 


mbl.is „Hingað og ekki lengra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það þarf að taka lífeyrissjóðina, sjúkrasjóðina og orlofssjóðina úr umsjón verkalýðsfélaganna til þess að þessir verkalýðsrekendur fari að vinna vinnuna sína.  Slagorðin og frasarnir sem heyrast í dag eru löngu bitlaus og til athlægis.  Af hverju ekki að reisa bara sirkus og vera með tívolí í staðinn fyrir þessi fáránlegu ræðuhöld og skrúðgöngur?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.5.2011 kl. 15:56

2 identicon

Heill og sæll Jóhannes; æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Vel mælt; og það sem meira er, hverju orði sannarra.

Ágætir punktar; hjá Jóhannesi Laxdal; þó svo ég vilji ganga enn lengra, með Lífeyrissjóða kraðakið - og greiða hverjum og einum, sem þar á inni ALLT sitt fé, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; út undir Enni vestur - sem og víðar /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 17:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Amen.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2011 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband