Leita í fréttum mbl.is

Því bjóðum vér Huang Nupo velkominn að Grímsöðum á Fjöllum

rev1Afskaplega þykir mér hún góð tilfinningin sem fylgir tilhugsununni sem fylgir því að Huang Nubo sé í þann veginn að verða bóndi á Grímsstöðum á Fjöllum. Það sem gefur þessari notalegu líðan inntak og geðslegt vægi er auðvitað sú uppörfandi staðreynd að með kaupunum á Grímstöðum er kínverski kommúnistaflokkurinn orðinn landeigandi á Íslandi. Með þessu móti eygjum vér kommúnistar á Íslandi loksins raunhæfa leið til að ná markmiðum vorum.

Og ólíkt er betra að kínverski kommúnistaflokkurinn kaupi bújarðir á Íslandi en sá óaldarlýður útrásarbófa, peningageðsjúklinga og arðræningja sem hafa á síðustu 15 árum eða svo sölsað undir sig bújarðir í stórum stíl, jafn vel heilu sveitirnar, svo horfir við landauðn, með illa fengnu fé sem þessir ódrættir hafa komist yfir með svívirðilegum hætti.

Því bjóðum vér Huang Nubo, umboðsmann kínverska kommúnistaflokksins, velkominn að Grímsstöðum á Fjöllum, í þeirri vissu að hingaðkoma hans muni efla framgang kommúnismans á Íslandi. 


mbl.is Í samræmi við stefnu Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband