Leita í fréttum mbl.is

Loksins er Brandur minn kominn í leitirnar

Picture 019Hann er sannarlega öfundsverður dýraeftirlitsmaðurinn á Akranesi, að fá að elta ketti hvar og hvenær sem er úti um allan bæ án þess að vera álitinn snargeðbilaður vitfirringur af samborgurum sínum. Ef venjulegur borgari tæki á eigin spýtur uppá svona iðju, er hætt við að fólk yrði hrætt og kallaði á lögregluna, sem tæki venjulega borgarann, sem væri að elta ketti, og færi orðalaust með hann beint á geðveikrahæli. En af því að það eru hreppsnefndarmenn á Skaganum sem standa að eltingarleiknum við kettina dettur engum manni í hug vitfirringar og vitlausraspítalar. Svona er nú mannkynið komið hátt á þroskabrautinni.

En víkjum nú ögn að myndinni, sem fær að fljóta með frétt mbl.is, af dýraeftirlitsmanninum á Skipaskaga og afbrotafressinu sem hann heldur á: Ég fæ nefnilega ekki betur séð en þar sé kominn í leitirnar minn fyrrverandi heimilisköttur, Brandur, sem varpað var á dyr heima hjá sér fyrir nokkrum árum eftir að hafa pissað af fullkomnum skepnuskap á sæng eiganda síns. En eftir það afrek hefur þessi ódámur ekki sést nálægt heimili sínu. En nú má ljóst vera, að félagi Brandur er ekki jafn steindauður og haldið hefur verið fram að þessu. Helvískur þrjóturinn hefur sem sé flust búferlum suðrá Akranes, eftir að ósætti kom upp á milli hans og húsbóndans, og sest þar að hjá einhverju vandalausu fólki sem hann hefur fengið að pissa í sængurnar hjá án athugasemda.

En úr því sem komið er get ég ekki annað en óskað djöflinum honum Brandi allra heilla í vistinni hjá dýraeftirlitsmanninum á Akranesi og vona að bráðlega fái hann makleg málagjöld fyrir að hafa svikið sinn húsbónda, útsvínað sængurföt hans og hlaupist að heiman.


mbl.is Auglýst eftir eigendum katta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Að smala köttum? Það er ekki öll vitleysan eins.

Það hlýtur að hafa verið í verkahring einhverra kattasmala-áhugafólks í Samfylkingunni, að búa til þetta líka þarfa starf á þrengingartímum? Hafa þau ekkert þarfara að gera við pening landsmanna núna, en að búa til óþörf störf út um borg og bæi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.10.2011 kl. 09:50

2 Smámynd: halkatla

Æ hvað ég ætla að vona að þessi Snorri Guðmundsson sé ekki kattahatari og dýraníðingur, einhvernveginn býst maður við því að á Íslandi sé allt í svo mikilli klessu að bara einhver þannig yrði ráðinn í svona starf. En ég segi vonandi eru það fordómar hjá mér. Og þessi fallega litla vera á myndinni fær vonandi gott atlæti í framtíðinni, hún á það ábyggilega skilið. 

halkatla, 23.10.2011 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband