Leita í fréttum mbl.is

Saklausum manni varpað á dyr og honum misþyrmt

kikkÞau ódæmi gerðust á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í  dag, rétt í þann mund og Gjeir Haaardi lauk sínu spaugsama ávarpi, að Kolbeini Kolbeinssyni var varpað á dyr í Laugardalshöllinni og hann kjafshöggaður og sparkað í hann á stéttinni fyrir framan Höllina. Málsatvik voru þau, að Kolbeinn gekk inná landsfundinn í leit að konu sinni, frú Ingveldi, en hún hefur ekki komið heim til sín síðan fundurinn hófst. Kom hann að henni og Máríu borgargagni með tveimur vígreifum sjálfstæðiskempum innarlega í salnum og hugðist Kolbeinn leiða konu sína á brott frá þessum ókræsilega félagsskap. Skipti þá engum togum, að sjálfstæðiskempurnar ruku til, lögðu hendur á Kolbein og drógu hann nauðugan úr húsi. Nokkrir sjálfstæðismenn lögðu félögum sínum lið við ódæðisverkið og tókst þeim á hrottafengin hátt að kasta Kolbeini útum dyr Laugardalshallarinnar og fylgdu því eftir með því að lúberja hann á. Að skilnaði sögðu þeir honum að svona framsóknarhundur ætti engan tilverurétt.
mbl.is Rétt viðbrögð við bankahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Og við grátum. Við hágrenjum. 

Þráinn Jökull Elísson, 20.11.2011 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband