Leita í fréttum mbl.is

Herhvöt gegn spilltum verkalýðsforstjórum og undanrennuklíkum þeirra

rev8Merkileg fyrirbæri þessir verkalýðsforstjórar. Það er eins og ekkert komist lengur fyrir í hausnum á þeim annað en lífeyrissjóðir, ávöxtun, fjárfestingar og ýmiskonar auðvaldsbrall. Skammarlega lág laun félagsmanna Starfsgreinasambandsins virðast ekki koma þessari útbrunnu undanrennuklíku, sem þar ræður ríkjum, meira við en ánamaðkar í Ástralíu; að minnsta kosti láta þeir afkomu verkalýðs á Íslandi í léttu rúmi liggja.

Eitt er þó víst: Það verður með einhverjum skilvirkum ráðum, að taka lífeyissjóðina af verkalýðsforstjórunum og vinum þeirra í atvinnurekenda- og braskarastétt. Til dæmis væri ágætt að láta Seðlabankann yfirtaka alla lífeyrissjóðina á einu bretti og þar væri starfrækt deild sem sæi um alla umsýslu lífeyrisspanaðar þjóðarinnar.

rev5Það þarf varla að taka það fram, að verkalýðshreyfingin, aðildarfélög hennar og stjórnir þeirra, eiga einungis að einbeita sér að róttækri og öflugri stéttarbaráttu, en láta allt lífeyrissjóða, sjúkrasjóða og orlofshúsastúss lönd og leið. En til að svo megi verða, er nauðsynlegt fyrir almenna félagsmenn að steypa verkalýðsforstjórunum af stóli og taka málin í sínar eigin hendur, með illu eða góðu.

Það breytist ekkert sem máli skiptir í þjóðfélaginu okkar nema til staðar sé öflug og róttæk verkalýðshreyfing sem hikar ekki við að bjóða samtryggingarbræðingi auðvaldsins byrginn. Gáum að því.


mbl.is Færri greiða í séreignarsparnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband