Leita í fréttum mbl.is

Framsóknarmógúlar hraunaðir - Framsóknarálma reist og refsingarvél frá Marel tekin í notkun

xb1.jpgJæja, þá eru piltarnir, sem Halldór, Finnur og Framsóknarflokkurinn gáfu Búnaðarbankann sáluga, komnir með farmiða austur á Litla-Hraun. Það verður þriflegt þegar krimmarnir á Hrauninu fá þennan líka félega framsóknarselskap inná sig til langdvalar; þar verður eflaust agg og ergelsi áður en yfirlýkur, því siðfágaðir afbrotamenn eru ekkert uppá það komnir að deila húsum með framsóknarþrjótum. Það verður því að setja upp sérálmu, Framsóknarálmu, á Hrauninu til að geyma fénað þeirra Halldórs og Finns, svo aðrir fangar geri sér ekki að leik að taka Framsóknarpeyjana fangbrögðum, lúskri á þeim og græti þá á hverjum degi.

En framfarirnar láta ekki á sér standa á Litla-Hrauni fremur en annars staðar í tíð nýrrar ríkisstjórnar. Nú mun afráðið, að setja rassskellingarvél frá Marel upp á Hrauninu til að flengja óstýriláta fanga vélrænt svo þeir megi sá alvöru málsins. Ekki er að efa, að Framsóknardrengirnir hugumstóru fá að reyna hina snjöllu maskínu á eigin rassi, og er það vel, því áríðandi er að þeir fái að njóta sér sem bestrar þjónustu og verði gersamlega afglæpaðir þegar þeir verða látnir lausir eftir fjölmörg ár.
mbl.is Hreiðar gæti fengið 9 ára dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hahahaha .....!

Björn Birgisson, 12.12.2013 kl. 18:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fjári góður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2013 kl. 18:31

3 Smámynd: Þorkell Guðnason

Svo réttsýnn er ég að eðlisfari - eða bara hlutlægt innréttaður, að mér hættir til að gera greinarmun

á elstu, mið og yngstu framsóknarmönnum.

Hef lært og meðtekið lýsingar Þórs Whitehead á varðstöðu Jónasar, Hermanns og félaga í aðdraganda

hernámsins 1940 og undirbúning lýðveldis 1944.

Án þeirra gjörða hef ég fulla vissu fyrir, að verr hefði farnast íslenskri þjóð.

Gef samt EKKERT fyrir tilkall afkomenda framangreindra til erfðaréttar valda hjá þjóð vorri.

Megin mun geri ég þó - samkvæmt eðlislægri réttsýni - á Finni og Halldóri, eða þeirra frændgarði, hyski og þrjótum,

annars vegar og síðari tíma framsóknarmönnum (að Guðna meðtöldum) hins vegar.

Hættir mér til að láta þá síðastnefndu njóta vafans.

Minnugur þess að við núlifandi erum líka náttúra Íslands, lifi ég í fullvissu þess – Þar til annað sannast –

að Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi auk þeirra hjarðar, séu hinir bestu og best meinandi menn og jafnframt

þeir einu sem lofað hafi okkur bærilegri kjörum, umhverfi og lífsskilyrðum, en við gátum vænst.

Nú bið ég ykkur að opna hugann upp á gátt og biðja þess að vissa mín opinberist... Og sjá:

Augu landslýðs ljúkast upp og við blasir betri tíð með blóm í haga.

Hvort slíkt verður að völdum Sigmundar, Inga eða Vigdísar.

Bjarna, Illuga eða Stjána Akureyrarjarls - skiptir tæpast máli.

Þorkell Guðnason, 12.12.2013 kl. 21:15

4 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Er það ekki svolítið óvenjulegt að fangar á Litlahrauni fá samúð almennings vegna sendingar af þessu tagi?

En þeim var ekki lofað neinu um góðan félagsskap á meðan á refsivist stendur. 

Hvort þessir framsóknarmenn eða aðrir réttlæti tilvist framsóknar hér í landi læt ég ósagt látið og leyfi öðrum að dæma þar um, dreg það að vísu sjálfur svolítið í efa. 

Læðist að mér sá grunur að nafnið á Litlahrauni breytist ef til vill í Stórahraun eða eitthvað ámóta við það að hýsa þessi stórmenni. 

Kjartan Sigurgeirsson, 12.12.2013 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband