Leita í fréttum mbl.is

Stundum rugla læknar saman mislingum og ofnæmi

diana.jpgEkki var seinna vænna að mislingar greindust hér á landi, svo læknarnir okkar gleymi ekki alveg hvernig sá merki sjúkdómur lítur út. Mér er sagt að nú orðið finnist enginn læknir á Íslandi, sem kann að greina hjarðsveinasjúkdóm eða lækna hann.

En fyrst farið er að tala um mislinga, þá vaknaði grunur um að frú Inveldur væri heltekin af þessari vondu pest. Hún fékk sem sé rauða flekki um allan kroppinn, sótthita, niðurgang og ægilega verki og svima í og umhverfis höfuðið. - Jú, mislingar eru það, kvað Arinbjörn læknir uppúr eftir að hafa grandskoðað sjúklinginn. - Í einangrun með hana svo hún dauðsmiti ekki íbúa landsins, bætti hann við og hvatti aðstoðarfólk sitt til að láta nú einu sinni höndur standa framúr ermum.

Svo var farið að rannsaka frú Ingveldi nánar og þá kom uppúr kafinu að hún var ekki með mislinga heldur svona gríðarlegt ofnæmi. Náttúrlega var farið að grenslast eftir fyrir hverju frú Ingveldur hefði allt þetta ofnæmi. Og þá kom nokkuð ljótt í ljós: Frú Ingveldur hafði fengið ofnæmið af því að hafa komið of nærri Haffa Frænku, heimilisvini hennar og Kolbeins Kolbeinssonar, af því að hann hafði geitur í hárinu. Af þessu má ráða, að það borgar sig að vanda sig við val á vinum og kunningjum.
mbl.is Mislingar greinast á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband