Leita í fréttum mbl.is

Tilgangslausari blábjánaháttur er varla til í heiminum

fall_1233324.jpgTilgangslausari blábjánaháttur er varla til í heiminum en þessi undarlegheit að klöngrast uppá Mount Everest. Þessi leikaraskapur líkist mest iðju á borð við að hlaupa fyrir strætisvagna eða inní búr til blóðgrimmra glorsoltinna tígrisdýra. Þeir sem gera sér far um að upplifa spennu með því að hlaupa fyrir strætisvagna eða steypubíla á fullri ferð eru oftast teknir úr umferð og komið á viðeigandi hæli.

Það liggur í hlutarins eðli, að það ætti að loka Mount Everest fyrir öðrum en fuglinum fljúgandi og yfirleitt á að stugga athyglisbiluðum spennufíklum frá fjallatindum og öðru þverhnípi og draga þá nauðuga eða viljuga fyrir lækna og sálfræðinga. Til dæmis á að leiða Vilborgu Örnu fyrir sjónir, að fjöll Danmerkur eru fullgóð fyrir fólk af hennar kalíberi að ganga á og hámark fjallaferða.

Ef til vill eru allir búnir að gleyma klifurkonunni Fjalla-Títu, sem nokkuð var umtöluð fyrir meint afrek á sínum tíma. Fjalla-Títa gortaði sig mjög af fjallaklifri sínu og dirfsku við að kjaga upp jökla og aðrar fáránlegar vegleysur. Þau urðu örlög þessarar velbergklífandi konu, að mannýg ær stangaði hana framaf klettasnös og hvarf þar Fjalla-Títa niður í ómanngengt gljúfur og hefur ekki sést síðan.
mbl.is Heyra og sjá mörg snjóflóð á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha :-)

Níels A. Ársælsson., 19.4.2014 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband