Leita í fréttum mbl.is

Ekki næstbestur heldur langbestur í Kópavogi

img_0002.jpgMér segir svo hugur, að framboð Næstbesta flokksins í Kópavogi, verði ekki næstbesta framboðið þar í bæ, heldur það langbesta. Og hvað tel ég mig hafa fyrir mér í þeim efnum? Jú, Næstbest flokkurinn hefur starfað í fjögur ár í bæjarstjórn Kópavogs án þess að hafa orðið samdauna flokksapparötunum eða innvinklast í spillingarforaðið sem hinn sexfaldi fjórflokkur unir sér best við að velta sér uppúr. Nú kemur hann reynslunni ríkari til leiks og af endurnýjuðum krafti með ferskar hugmyndir.

Þá þykist ég vita, að Næstbesti flokkurinn er eina stjórnmálaaflið í Kópavogi sem hefur raunverulega félagshyggju á dagskrá og meinar það sem hann segir í þeim efnum. Hægra megin við Næstbesta standa síðan peningahyggju- og snobbaraframboðin undir sex mismunandi og villandi nöfnum eins og Vinstrihreyfingin grænt framboð, Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Framsóknarflokkur, Samfylking og Björt framtíð (Guðmundar Steingrímssonar Hermannssonar Jónassonar). Vinstrihreyfingin grænt framboð er til dæmis fjarri því að vera til vinstri í pólitík og samtökin sem kenna sig við sjálfstæði og framsókn eru hreinar og klárar sérhagsmunaklíkur fyrir nokkrar gráðugar fjölskyldur sem unnu sér til frægðar fyrir fáum árum að snara þjóðfélaginu á hliðina.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig viðtökur Næstbesti flokkurinn fær að þessu sinni, ekki síst í ljósi þess að þar er á ferðinni venjulegt alþýðlegt framboð fyrir venjulegt og alþýðlegt fólk.
mbl.is Sundlaugavinir í framboð í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband