Leita í fréttum mbl.is

Í þessu bölvaða ekkisens ná-Gúlagi

xd15_1239925.jpgJú jú Unnur Brá vill brennivínið og stöffið inní allar verslanir, alveg eins og ekkiráðherrann flokkssystir hennar. En hvernig sem á því stendur eru einhverjar andskotans vöflur á henni gagnvart frostkétinu frá Amríku. Það þykir mér klént hjá fulltrúa samtaka sem leggja alla áherslu á græðgi prang frekju samkeppni og aðra álíka ónáttúru sem hefir staðið samfélagi manna fyrir eðlilegum þrifum. Þetta er amk eitthvað sem frelsisfélögum Flokksins, sem Unnur Brá heyrir til, þurfa að rannsaka og álykta um. Ekki trúi ég því að ,,hinir frjálsu" í Heimdalli og SÚS geðjist að því að þingmenn Flokksins skíti ítrekað í rjómann með þessum hætti.

Á rómuðum fagnaðarfundi í hinu kristilega félagi Heimdalli var frú Ingveldur frummælandi. Henni mæltist á þá leið, að það væri óþolandi andskotansdjöfull, að kúnninn sem færi í matvöruverslun til að kaupa sér ýsuflak gæti ekki í sömu verslun keypt sér svartadauða til að skola soðningunni niður og höndlað í leiðinni svefntöblur til að geta blundað dulítið eftir hágefismatinn. Þá tók frú Ingveldur svo til orða, að það væri einsdæmi í víðri veröld, Norðurkóeyja þar ekki undanskilin, að á Íslandi væri hvergi hægt að ná sér í freðið hrossakét frá Bandaríkjunum. - Það má ekki einusinni selja og éta hundakjét í þessu bölvaða ekkisens ná-Gúlagi sem Ísland svo sannarlega er, öskraði frú Ingveldur yfir blessaða fermingarstubbana og spurningastúlkurnar sem vóru á fagnaðarfundinum og uppskar fyrir bragðið hoskeflu óstjórnlegra fagnaðarláta frá þessu velgreidda og fágaða ungmennastóði.
mbl.is Lögum ekki breytt fyrir eitt fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha góður. Það hlýtur að vanta eitthvað í heilabúið á þessum konum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2014 kl. 18:32

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það vanta amk heilmikið af fínni og blæbrigðaríkari nótunum í hljómborðið á þeim.

Jóhannes Ragnarsson, 3.7.2014 kl. 19:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm nákvæmlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2014 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband