Leita í fréttum mbl.is

Þokkalegir formenn árnefnda og fiskifræðingar sem ekki þekkja lax frá ufsa

fis.jpgÞað er ekki von að formenn árnefnda og fiskifræðingar hafi séð bláa laxa fyrr enda eru þessháttar skepnur ekki til. Hinsvegar eru til blálöngur og blessaður ufsinn er blár eins og beingaddaður íhaldsstrumpur. Að vísu eru helsti fáar heimildir á lausu þess efnis að blálanga og ufsi hafi gert sig heimakomin í laxveiðiám. En nú hefir það loksins gerst, að ufsi hefir gengið uppí Elliðaár, sem er auðvitað gleðilegra en orð fá lýst því ufsinn er hraðsyndur fiskur, viðbragssnöggur og framúrskarandi fjörugur og þessvegna mun það verða hrein unun fyrir laxveiðmenn að daga þennan öfluga fisk uppá bakka Elliðaánna.

fis1.jpgEn fyrst ufsinn er farinn að ganga uppí laxveiðiár, er ekki úr vegi að nefna ,,sjólaxinn" en það var fiskur i þunnum sneiðum, eldrauður að lit, sem fékkst áður fyrr í niðursuðudósum með lykli í kjörbúðum. Þetta var afbragðs áleggsmatur og vinsæll ofaná brauð um borð í bátum á síðustu öld. Sjólax þessi var enginn venjulegur lax (salmo salar Linnaeus) heldur ufsi (Pollachius virens). Til að ufsi gæti orðið að sjólaxi var hann lagður í mikinn saltpétur og rauða menju og látinn marinerast í þeirri blöndu þar til hann var orðinn hárauður, en þá var hann soðinn niður í dósir og seldur almenningi.
mbl.is Blár lax í Elliðaánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

"Hann var alltaf að keyra sjálf­um sér..." Hvað þýðir þetta eiginlega á mannamáli? Og svo þetta "...for­vitni­leg­ur fyr­ir laxa­áhuga­menn við ánna". Ótrúlegt að fólk skuli ekki geta skrifað þolfallið rétt með einu n-i, sbr. ána!

corvus corax, 15.7.2014 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband