Leita í fréttum mbl.is

Bryndís Loftsdóttir ekki lengur til í gögnum flokksins

xv2.jpgHvar í skrattanum ætli flokkssnatar Sjálfstæðiflokksins hafi grafið upp þennan dauðhreinsaða kvenmann, Bryndísi Loftsdóttur? Þar er áreiðanlega um að ræða einhverja óþörfustu fundvísi í gjörvallri sögu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er að minnsta kosti ekki einleikinn andskoti.

Þegar frú Ingveldur, sem er allra kvenna kunnugust innviðum Flokksins, var spurð að því hver í ósköpunum þessi Bryndís Loftsdóttir væri, rak hún upp stór augu og kvað aldrei hafa heyrt þá konukind nefnda. Þegar henni var sagt, að Bryndís þessi væri varaþingmaður samtakanna um sjálfstæðið, sagði frú Ingveldur, að það væri einhver misskilningur, engin Bryndís Loftsdóttir væri til á skrá hjá Sjálfstæðisflokknum.

Nú er það svo, að frú Ingveldur hefur aldrei farið með neitt fleipur, enda óljúgfróð með afbrigðum. Hafi Brynjari grallara og þeim hinum tekist að reka konu að nafni Bryndís Loftsdóttir úr Flokknum, þá er búið að afmá nafn hennar rækilega úr öllum gögnum Flokksins og þar af leiðandi þekkir enginn flokksmaður þá konu meir og enginn þeirra mun kannast við að hafa heyrt hana nefnda á nafn.
mbl.is Bryndísi sárna ummæli Brynjars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óljúgfróð... hahaha þú ert óborganlegur Jóhannes.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2014 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband