Leita í fréttum mbl.is

Af landi og sjó - brot. 1.

imagesÉg vil í upphafi taka fram, ađ eftirfarandi frásögn er í öllum atriđum sannsöguleg. Ţeir sem telja sig ţekkja ţćr persónur sem viđ sögu koma, gera ţađ upp á eigin ábygđ.

Inn í huga minn líđur minningarbrot um skipsfélaga mína, Örn og Edda.

Áriđ var 1972, haust.

Viđ vorum staddir í Hirstshals á Norđur-Jótlandi í Danmörku, nýbúnir ađ landa ţar síld, sem viđ veiddum í hringnót í Norđursjónum.

Eftir löndun, sátu okkar Mikli Skipstjóri, ásamt međ persónunni GL vélstjóra uppi á Hirtshalskrá og rćddu yfir ölglösum framtíđ og horfur lífsins á almennum grundvelli og áttu sér einskis ílls von. Ganga ţá í salinn, utan af götunni, félagar vorir Örn og Eddi og virtis í öllu glatt međ ţeim. Örn var, um ţessar mundir nýorđinn tuttugu og ţriggja ára, lágvaxinn međ vel snyrt yfirvaraskegg, Eddi aftur á móti fjörutíu og ţriggja ára, fremur hávaxinn, grannur, útlimalangur og lífsreynslan skein úr hverjum hans andlitsdrćtti. Ekki höfđu ţeir fyrir ađ kasta kveđju á hinn Mikla Skipstjóra og GL vélstjóra, en steđjuđu ţess í stađ beint á barinn, keyptu drykkjarföng og fengu sér síđan sćti, međ kurteislegum tilburđum, viđ borđ hjá tveimur dáfríđum stúlkum á besta aldri.

Fer nú allt vel fram um stund.

Allt í einu sjá hinn Mikli Skipstjóri og GL vélstjóri, ađ Eddi rís snöfurmannlega á fćtur, gefur sig á tal viđ ţjónustustúlku, sem hlýddi glađleg í fasi á mál hans og kinkađi síđan kolli. Skömmu síđar kemur ţjónustustúlkan međ fjögur glös á bakka og leggur á borđ fyrir Edda og hans borđsnauta. Eddi var ađ vonum glađur í bragđi og farinn ađ segja gamansögur á dönsku, sem féllu í góđan jarđveg viđ borđiđ. Örn, sem vildi ekki vera minni mađur í augum stúlkanna, tók ţegar viđ keflinu ţegar Eddi hafđi lokiđ gamanmálum sínum, og tók til viđ ađ segja, sigri hrósandi, stórkarlalega lygasögu af sjálfum sér á bjagađri dönsku, sem kom stúlkunum til ađ sperra eyrun. Í miđjum klíđum gerđi Örn hlé á frásögn sinni, sökum smávegilegs ţurrks í kverkunum, og fékk sér sopa úr glasinu sem Eddi hafđi bođiđ uppá. Ţađ var Álaborgarákavíti. Örn gretti sig dálítiđ án ţess ađ brosiđ fćri af andlitinu á honum. -Heyrđu, galađi hann upp yfir sig eins og ekkert vćri, -ég drekk ekki álaborgarákavíti. Og međ ţađ sama, teygđi hann höndina yfir borđiđ og hellti úr glasi sínu yfir í glas Edda vinar síns, sem ekki gat rönd viđ reist.

Og nú tók atburđarrásin snarpan kipp og rann, án frekari málalenginga, inn í alveg nýjan farveg.

-Hvađ gerirđu helvítis forsmánin ţín?, öskrađi Eddi ađ kunningja sínum, -kantu enga mannasiđi, eđa hvađ? Edda var svo gróflega misbođiđ, ađ hann rauk upp úr stól sínum og sló Örn einarđlega og undanbragđalaust beint á trýniđ, svo hann kastađist aftur fyrir sig úr stólnum og langt út á gólf. Borđiđ fór líka um koll, ásamt álaborgarákavítinu dýra, en stúlkurnar biđu ekki bođanna, hlupu til dyra og hurfu út í haustkvöldiđ, gjörsamlega afhuga kavalérunum sem ţćr höfđu veriđ ađ skemmta sér međ fyrir andartaki síđan.

Ţegar Örn var lentur í gólfinu, lét hann verđa sitt fyrsta verk, ađ rísa upp á fjóra fćtur, skríđa framhjá borđinu, sem lá á hliđinni, og ađ fótum vinar síns og biđja hann innilega fyrirgefningar á ónćrgćtnu framferđi sínu og dónaskap. Eddi var hinsvegar ekki tilbúinn ađ taka viđ fyrirgefnigarhjali á ţessari stundu og rak annan fótinn í hinn iđrunarfulla mann, lauslega ađ vísu, en úthúđađi honum ţem mun hraksmánarlega í stađinn; kallađi hann helvítis aumingja og viđrini, sem aldrei gćti hagađ sér eins og mađur. -Svo hraktirđu stelpurnar í burtu andskotans auđnuleysinginn ţinn!, hrópađi Eddi međ sinni lífsreyndu og eilítiđ rámu röddu og kallađi ţjónustfólkiđ á vettvang. Viđ mótlćtiđ tvíelfdist Örn í fyrirgegningarviđleitni sinni og vafđi annan fót vinar síns örmum, hákjökrandi og skorađi á hann sem kristlegan mann ađ miskuna sér. En Eddi lét ekki bilbug á sér finna og reyndi ađ hrista fót sinn úr fađmlögum hins skríđandi manns, sem veriđ hafđi besti vinur hans fyrir örstuttu síđan.

Nú dreif ađ vertinn sjálfan, feitlaginn, kraftalegan karlamann á fimmtugs aldri međ ljóst hár, sem fariđ var ađ ţynnast ofaná . Eddi skýrđi vertinum frá málavöxum á einkar hreinskilinn og skilvirkann hátt, međ ţeim góđa árangri, ađ vertinn greip ţéttingsfast í hálsmáliđ á Erni, sleit hann rösklega af fćti Edda, dró hann ađ svo búnu, skríđandi á fjórum fótum út á gangstétt og greindi honum frá ađ skilnađi, ađ heimsóknar af hans hálfu vćri ekki óskađ í bráđ eđa lengd í Hirtshalskrá.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Skemmtileg frásögn. takk fyrir hana.  

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 19.3.2007 kl. 11:54

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Jahérna..hehe

Brynja Hjaltadóttir, 19.3.2007 kl. 16:58

3 identicon

Oft er brennivín böl...... og engin trú á fyrirgefningu æææ.

Rannveig (IP-tala skráđ) 19.3.2007 kl. 18:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband