Leita í fréttum mbl.is

Ánægjuleg niðurstaða.

Það er gleðilegt til að vita, að þjóðin skuli vera jafn andvíg kvótakerfinu og umrædd skoðananakönnun gefur til kynna. Í ljósi þessa, held ég að varla verði undan því vikist að taka fiskveiðistjórnunarkerfið til alvarlegrar endurskoðunnar og gera á því þær breytingar sem fólkið í landinu, eigendur fiskveiðiauðlindarinnar, sættir sig við.
mbl.is Rúm 70% andvíg kvótakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Ólafsson

Þó svo að 70% þjóðarinnar sé andvíg þessu kerfi, þá eru það þessi 2-3% sem ráða.

Steingrímur Ólafsson, 13.3.2007 kl. 13:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við getum breytt því í vor.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2007 kl. 13:44

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Því miður þetta verður svona áfram það hefur verið séð til þess. 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 13.3.2007 kl. 19:34

4 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Það er ekki búið að telja upp úr kössunum! Það sem þarf að gerast núna er að fólk fari virkilega að hugsa um þessi mál, og þá mun fólk sjá að stefna Frjálslynda flokksins getur bjargað okkur.

Eiríkur Guðmundsson, 13.3.2007 kl. 21:13

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að koma þessu fast á útvegsmenn og það verður að stoppa. Við getum ekki haldið áfram einkavinavæðingu þjóðargæða með þessum hætti.

Haukur Nikulásson, 14.3.2007 kl. 07:21

6 identicon

Hvernig sjáið þið fram á að það sé hægt að breyta kvótakerfinu. Hvað verður um þá sem hafa tekið lán í bönkum og keypt afnotarétt af kvóta, tapa þeir sínu?

Þó svo að ég sé ekki alveg 100% sammála núverandi kvótakerfi þá er ég bara ekki alveg að sjá hvernig það sé hægt að breyta því.

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 21:21

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf ekki að hreyfa mikið við kvótagreifunum til að byrja með.  Það á fyrst að raða skipum niður í flokka eftir stærð og veiðarfærum.  Króka og handfærabáta, línuskip, togveiðiskip og frystiskip.  Síðan á að gefa krókaveiði frjálsa með takmörkun á veiðarfæri um borð.  Smátt og smátt má síðan endurheimta kvótann, kaupa hann til baka af greifunum.  Síðan á að koma á veiðileyfagjaldi sem fer til ríkisins. 

Það er alltaf verið að tala um hagkvæmni útgerða á Íslandi, hvar er sú hagkvæmni, þeir eru allir meira og minna stórskuldugir, menn hafa farið með milljarða út úr greininni.  Og vilja alltaf meira og meira.  Nei hingað og ekki lengra förum færeysku leiðina.  Hún hefur sannað gildi sitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband