Leita í fréttum mbl.is

Annarlegir loddarar vekja kjánahroll

xvudwra.jpgÓsköp er eitthvað annarlegt, að ég ekki segi kjánahrollslegt, að verða vitni að skyndilegum áhuga efrimillistéttarsnobbarana sem gera út fyrirbærið VG, Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Fram til þessa hefur þessi einkennilega undanrennuklíka ekki haft minnsta áhuga á kaupi og kjörum verkafólks; raunar hefur forysta þessa flokks verið andsnúin stéttarbaráttu verkalýðsins og sósíalisma má þetta hyski ekki heyra nefnt frekar en drukknir auðvaldsskúnkar úr innstu kimum Sjálfstæðisflokksins.

Auðvitað fylgir engin meining ámátlegu hjali virtinganna í VG varðandi næstu kjarasamninga verkafólks, enda hefur láglaunafólk ekki átt neinn stuðning hjá þessu liði fremur en hjá öðrum stjórnmálaklíkum sem sæti eiga á Alþingi. Það færi því á því hjá Katrínu Jakobs, Frú Ólsen og afganginum af VG að halda sér saman þegar málefni verkafólks eru annarsvegar.

xv1.jpgHitt er svo aftur annað mál, að það er afskaplega óheilnæmt þjóðfélaginu að eiga ekki öflugan, jarbundinn verkalýðsflokk, sósíalískan og róttækan. En hvenær eða hvort samfélaginu auðnast að eignast þessháttar stjórnmálafl skal ómögulegt um að segja, enda er nóg af borgaralegum, hægrisinnum falsspámönnum sem hafa atvinnu af að ljúga því að fólki að þeir séu leiðtogar vinstrisins og öllu sem því fylgir.


mbl.is „Fólk er tilbúið að fara í hart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband