Leita í fréttum mbl.is

Íhaldið vill nýja hækju.

Það er alveg rétt hjá félaga? Steingrími J., að kjósendur hafa gildar ástæður til að kjósa ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Gallin er hinsvegar sá að kjósendur hafa lítil sem engin áhrif á hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn. Þó að stjórnin nái ekki halda meirihlutanum, eða meirihlutinn verði mjög tæpur, er mjög líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn kippi bara öðrum flokki uppí til sín í staðinn fyrir maddömuræxnið; sá flokkur verður þá mjög líklega Samfylkingin. Ég veit til þess, að margir Sjálfstæðismenn er þess fýsandi að sparka maddömunni niður í kjallara og mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni í staðinn, alveg burtséð frá hvort núverandi ríkisstjórnarflokkar halda meirihluta sínum eða ekki. Og reyndar yrði ég ekki undrandi þó ég fengi staðfest núna að ríkisstjórn þessara flokka sé nú þegar til á pappírunum.
mbl.is VG hvetur Íslendinga til að snúa við blaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi ekki Jóhann minn. Ég veit um samfylkingarmenn sem myndur yfirgefa flokkinn samdægurs ef þeir gerðu slíkt.  Það yrði þeim allavega mjög dýrkeypt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 09:25

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það gengur ekki fyrir íhaldið að yngja upp hjá sér með Samfylkingunni, hún er alltof ung til að líta við þessum gamla sjalla. 

Svava frá Strandbergi , 10.5.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband