Leita í fréttum mbl.is

Nei hann á sosum hvergi heima lengur, aumínginn svorni ...

ÚtigangsmaðurÁ dögunum kom fram í fjölmiðlum að mikil óvissa ríkti um heimilisfesti frú Dórittar Mússajevu og væri jafnvel haldið að hún hefi hvurgi lögheimili í þessum heimi. Þessi ósköp fengu svo á mig, að um tíma hélt ég að fjölmiðlungar væru að tala um einhvern alræmdan umrenning eða fáheyrðan afdalakarl sem dottið hefir útúr kerfinu fyrir handvömm möppudýra á Hagstofunni. Auðvitað snerust góðhjartaðir Íslendingar til meðaumkvunnar þegar þeim varð kunnugt um landleysi frú Dórittar og sumir, einkum lúmskur karlpéníngur og illa artaðar kvenpersónur, buðu henni að búa hjá sér fyrst félagi Ólafur Ragnar hefði varpað henni á dyr eins og flækingsketti sem laumast hefði inní búrið á Bessastöðum.

Í Brekkukotsannáli segir frá því þegar Álfgrímur Hansson, sonur afa síns og ömmu þar í Brekkukoti, spurði ömmu sína hvort hann Garðar Hólm ætti nokkurstaðar heima, eða hvort hann væri bara engill. Og gamla konan svaraði: - Hann Gorgur litli. Nei hann á sosum hvergi heima lengur, aumínginn svorni. Á sama hátt er komið fyrir henni Dóritt litlu, að hún á hvergi heima lengur.

Þegar frú Ingveldi var kunngerður einstæðingsskapur forsetafrúarinnar, semsé að aunginn hreppur treysti sér lengur til að taka ábyrgð á henni og því síður hafa hanna innan sinna landamerkja, varð henni að orði að þetta ástand væri sambærileg því að félagi Ólafur Ragnar, sem væri einn sérdeilis framsóknarkommúnisti og fantur, væri giftur Sölva Helgasyni, þeim nafnkunna landshornaflakkara og landleysingja. 

 


mbl.is Dorrit sendir frá sér yfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband