Leita í fréttum mbl.is

Að hafa kjósendur að reginfíflum er leikur sem þeir kunna

kapital8Auðvitað er Benedikt Bjarnafrændi fjarska glaður með hve vel hefir tiltekist að koma á laggirnar lekbyttu fyrir Sjálfstæðisflokkinn og burgeisastéttina. Og ef dæmið gengur upp hjá þeim frændum veður honum launað með indælu borgunartrixi. Þetta er nefnilega fólk sem er að vinna hörðum höndum að næsta hruni, enda komu ýmsir úr braskarastéttinni vel útúr síðasta Hruni, þannig að til nokkurs er að vinna.

Á bak við tjöldin hafa sæmdarhjónin frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson starfað af einstakri hugkvæmni að stofnun og uppgangi Viðreisnar, - í fantagóðu samstarfi við Stöð 2. Jafnframt hafa sæmdahjónin gert allt sem í þeirra valdi stendur til berja í brestina í sínum flokkum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Á tímabili voru helgarsamkvæmin á heimili frú Ingveldar og Kolbeins svo róstursöm að þau líktust fremur ægilegum síldardansleikjum á Siglufirði á síðustu öld. En með tilkomu Viðreisnar komst friður á og nú streyma atkvæðin, sem voru ríkisstjórnarflokkunum glötuð, til Viðreisnar og virðist hættan sem steðjað hefir að ríkisstjórninni að mestu liðin hjá; auðvaldið mun halda sínum völdum með Sjálfstæðisflokkinn, Virðreisn og Framsókn í stjórnarráðinu. Og samfélagseyðileggingin, velferðarskemmdarverkin, hrundansinn og borgunartrixin geta haldið óhindruð áfram fram að næsta Hruni.

Við hin verðum svo bara að vona að Bjarna, Bensa Bjarnafrænda og Kögunarslektinu í Framsókn verði óvænt á í messunni og mistakist að hafa kjósendur að reginfíflum einn ganginn enn. 


mbl.is Getur ekki annað en verið glaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband