Leita í fréttum mbl.is

Gráttu ekki,drengur minn, gráttu ekki

dog1Það er rangt af Pírötum að vera sárir útí Björtu framtíðina fyrir það eitt að vilja deyja inní Sjálfstæðisflokkinn í stað þess að verða úti a milli bæja eins og umkomulaus flækingur. Björt framtíð er alveg jafn mikill hægriflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn og báðir eru þeir langt til hægri eins og Viðreisnin, sem aftur er einhverskonar hænsnakofi, sambyggður Höfuðbólinu á sama hátt og Björt framtíð er hundakofi, sambyggður viðreisnarpútuhúsinu. Í þessu fyrirkomulegi felst dásamleg samkennd og samstaða auðvaldsins; og í túnfætinum blasa við sjónum niðurníddar hjáleigur Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn, sem eins og flestir vita einungis fjós með furðumörgum skúmaskotum.

threy.jpgEn hvað við getum gert fyrir og við Píratana er ekki ljóst á þessari stundu. Þetta er enn sem komið er óttaleg gemlingahjörð, sem á eftir að hlaupa af sér hornin sem að sjálfsögðu standa í ýmsar áttir; sumt af gemlingunum er frjálshyggjuauðvald, annað mótþróaauðvald, þriðja soldið samfélags- og sameignarsinnað á grunnan, en velviljaðan hátt, í fjórða lagi eru þeir Píratar sem eru núll og nix. Þetta er auðvitað allt gott og blessað meðan krakkaskammirnar hafa gaman að þessu. En með tímanum brotna af þeim hornin, þeir verða kollóttir og værukærir eins og geltir fresskettir, þá verða einhverjir aðrir komnir til skjalanna undir öðru nafni og öðrum sérviskum. Allt þetta veit gamla sjálfstæðisflokksauðvaldið á Höfuðbólinu.

Ég er líka viss um, að Gunnar Hrafn, sem sumir Píratar halda að sé sonur Brýgýttu og Helga Hrafns, á eftir að átta sig á þessu öllu og hættir að vera sár útí Proppana í Björtu framtíðinni.

cat_1244576.jpgHitt er annað mál, að nú er lag fyrir svokallaðan ,,vinstrivæng" að halda áfram þeirri hundahreinsun, er hófst á honum í síðustu kosningum. Helstu óværurnar, sem búið höfðu um sig í Samfylkingunni, hreinsuðust útaf skepnunni og niður í rotþrónna. Og nú þarf hún Kata litla Jakk að sýna úr hverju hún er gerð og senda Steingrím, Svavarsfjölskylduna, Álfheiði og annan slíkan flokkseigendaóþrifnað niður í svartholið þar sem leyfarnar af Össuri, Ömma Au., Árna Páli og mr. Hjörvar hvíla í ró.


mbl.is Ekki óskað eftir Pírötum í forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband