Leita í fréttum mbl.is

Válegar fréttir fyrir suma af miðilsfundi

draugar1.jpg,,Það er vont og versnar stöðugt og verður loks djöfullegra frjálshyggjuhelvíti en orð fá lýst."
Þannig orkti sálmaskáldið góða þegar það kom í gegn á miðilsfundi nú milli jóla og nýárs fyrir milligöngu Friðriks huldulæknis, sem enn lifir góðu lífi. Einn fundargesta spurði þá sálmaskáldið hvað það ætti við. Ekki stóð á svarinu því sálmaskáldið veðraðist upp og svaraði um hæl, að auðvitað ætti það við allar ríkisstjórnir á Íslandi frá því Lúðvík Jósepsson var síðast ráðherra og væri nú svo komið, að innan örfárra daga settist langversta stjórn að völdum sem setið hefði á Íslandi. Síðan útmálaði sálmaskáldið það sem í vændum er af svo innblásinni andagift, að flestir fundarmanna stóðu upp og gengu á dyr, bölvandi og ragnandi með hótanir á vör um að berja miðilinn til óbóta þegar hann vaknaði úr transinu.

Það sem mesta sök átti á geðshræringu þeirra fundarmanna, er á dyr hlupu í fússi, var hve óvirðulega sálmaskáldið talaði um næstu ríkisstjórnarhöfðingja og aðra verðandi ráðherra. Að þeirra mati átti jafn fantalega dólgslegt tal ekkert erindi á kristilegan miðilsfund. Og þegar sálmaskáldið sagði si svo, að íslenskir kjósendur væru svo fáfróðir og heimskir, að þeir finndu aldrei ró í sínum beinum fyrr en þeir væru búnir að kjósa yfir sig þá verstu ríkisstjórn sem í boði væri hverju sinni, þá brugðust fundarmenn hinir verstu við og pökkuðu í vörn fyrir sína menn, stjórnmálaforingjana. En andi sálmaskáldsins lét það ekki á sig fá og bætti um betur með því að lýsa því yfir, að jafnvel hörmungar átjándu aldarinna væru skítapakki sem sem færu illa með atkvæðisrétt sinn of góðar. Að lokum kunngerði sálmaskáldið þingheimi, að það góða við þetta allt væri, að innan skamms tæki almenningur til sinna ráða og ræki næstu ríkisstjórn frá kjötkötlunum með valdi, og það yrða þannig skemmtun sem flestir hefðu gaman af og yrði þjóðinni til margfaldrar blessunar.


kol29Eftir miðilsfundinn tóku hægrifurtar sem á fundinum vóru tal saman og voru sammála um, að sálmaskáldið atarna væri greinilega orðið að illum anda í öðrum heimi, hefði sennilega farið einhverjum ókunnum ástæðum til Andskotans eftir líkamsdauðann og væri ekki vanþörf á að rannsaka það kvikindi og jarðvist þess niður í smæstu smáatriði. Það væri með öllu óskiljanlegt, að eitt vesælt sálmaskáld, vel liðið á sinni tíð, væri farið að leggja stund á byltingaráróður handan móðunnar miklu og léti sér sæma að kalla góða stjórnmálamenn glæpafress, tíkarsyni og djöflamergi. Undir aungvum kringumstæðum mætti munnsöfnuður þessa óvænta liðsmanns Andskotans berast út til almennings, þó hann hafi í lifanda lífi hafi samið ágæta sálma til kirkjusöngs, hvort heldur væri við messur, giftingar eða útfarir. En miðillinn hefir ekki sést síðan fundinum milli jóla og nýárs lauk og enginn hefir minnstu hugmynd um hvar hann er niðurkominn, ef hann er þá yfirleitt nokkursstaðar niðurkominn. 


mbl.is Formenn funda á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Engin íslenzk ríkisstjórn gæti hugsanlega orðið verri en ógæfusvikastjórn Jóhönnu og Steingríms. Ekki séns. Og þótt enginn af komandi stjórnarflokkum hugnast mér nema síður sé, þá vel ég hvaðeina fram yfir Samfó og VG. Hvaðeina.

- Pétur D.

Aztec, 2.1.2017 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband