Leita í fréttum mbl.is

Kjör Ragnars Þórs veit vonandi á vaxandi verkalýðshyggju og stéttabaráttu

asiÞað er ástæða til að óska Ragnari Þór Ingólfssyni til hamingju með formennskuna í VR og vonandi tekst honum að koma þessu fjölmenna stéttarfélagi úr því að hafa áratugum saman verið nokkurskonar deild innan Sjálfstæðisflokksins til þess þroska að verða nothæft tæki í stéttarbaráttu. Með sigri Ragnars Þórs er eftir vill að skapast nægilega stór grundvöllur til að steypa hinni liðónýtu hagfræðingaelítu ASÍ af stóli, en sá grundvöllur hefur því miður ekki verið til staðar í verkalýðshreyfingunni í allt of langan tíma.  

En þó svo að Ragnari Þór hafi tekist að höggva mikilvægt skarð í samtryggingarmúr ASÍ og hægri aflanna, þá þarf meira að koma til svo að verkalýðshreyfingin geti gengið í gegnum endurnýjun lífdaganna. Það þarf öfluga verkalýðssinna til að koma sjá og sigra í stóru félögunum sem mynda svo kallað Flóabandalag, það er í Eflingu í Reykjavík, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og verkalýðsfélaginu í Hafnarfirði. Enn fremur er nauðsynlegt að einbeittir verkalýðssinnar á Eyjafjarðarsvæðinu taki yfir stjórn Einingar. Ef þetta gæti gerst eru dagar undirlægjumennskunnar og andverkalýðsbaráttunnar í ASÍ taldir.

 


mbl.is Ragnar Þór nýr formaður VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður var Ragnar Þór ekki kosinn formaður VG heldur VR.  En vonandi hristir hann verulega upp í verkalýðsforystunni, enda ekki vanþörf á.  Ég óska Ragnari velfarnaðar í nýju starfi og er þess fullviss að þarna hefur verið valinn "rétti" maðurinn.

Jóhann Elíasson, 14.3.2017 kl. 15:23

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Takk fyrir, Jóhann, ég er búinn að leiðrétta.

Ragnar verður kanski kosinn formaður VG síðar.

Jóhannes Ragnarsson, 14.3.2017 kl. 22:04

3 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Flottur pistill hjá þér, Jóhannes, og í alvöru skrifaður!

Tek undir allt þetta með þér. Og svo þarf að bylta ASÍ og lífeyrissjóðaeinokun lítillar valdaklíku sem er í bandalagi með atvinnurekendum.

Íslenska þjóðfylkingin, 15.3.2017 kl. 01:25

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Úpps, óvart var ég ennþá loggaður inn á Þjóðfylkinguna, mín mistök, og ekki hafa þessi sjónarmið verið tekin upp sem stefna hennar, en alveg væri ég til í að berjast fyrir þeim þar. Kær kveðja.

Jón Valur Jensson, 15.3.2017 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband