Leita í fréttum mbl.is

Dómarinn mun segja: Syndir yðar verða yður aldrei fyrirgefnar

hannez5_897707.jpgMeiri kallinn þessi Kristján Þór Júlíusson. Honum virðist eitt og annað vera til lista lagt. Og svo kemur hann illa undan vetri í þokkabót. Er ekki hægt að koma manninum á ellilaun og inn á elliheimili? Hann gæti eflaust spáð í veðrið með sveitungum sínum á dvalarheimili aldraðra á Dalvík og tekið Óla Björn Kárason með sér, hann er mikill öldungur í anda. Svo talar þessi kyndugi ,,menntamálaráðherra" eins og einhver óviti hafi kjaftað frá ránsferðinni í Ármúlann í fylliríi. ,,Miður að ótímbær umræða hafi hafist," segir ,,ráðherrann" og verður í framan eins og kallinn í skriflabúðinni í ljóði Einars Benediktssonar.

Íslendingar eru stórbiluð þjóð. Ekki hafa þessir gemlingar fyrr farið á hausinn með sínar háleitu og groddalegu spekúlasjónir en þeir rísa upp aftur og kjósa ástæðuna fyrir Hruninu og hremmingunum yfir sig aftur. Svona blygðunarlaus sjálfspíningarhvöt er vonandi óþekkt með öðrum þjóðum, því ef svo væri er hætt við að mannlíf á jörðinni heyrði sögunni til. Eftir Hrunið þurftu Íslendingar á allri þeirri dómgreind að halda, sem til þarf ef byggja skal upp réttlátt og mannvænt samfélag. Því miður kom á daginn, að dómgreind fyrirfannst ekki hjá þessari gráðugu og hrokafullu þjóð. Í stað þess að koma á réttlátu þjófélagi lögðust allir á eitt með að endurreisa gamla þjófafélagið svo að þegnarnir gætu nú haldið áfram að ræna hvurn annan og beita hvurn annan brögðum og óréttlæti.

Á hinum efsta degi, þegar Íslendingar mun þyrpast kringum dómarann og heimta inngögnu í Hymmnaríki, því að þeir biðja ekki um heldur heimta, mun dómarinn segja við þá: ,,Syndir yðar verða yður ekki fyrirgefnar." Og Íslendingarnir mun lyppast burt til að leita að Péníngahymmnaríkinu, sem að sögn þeirra sjálfra tók við hrunþýfinu á sínum tíma. Sú leit mun heldur engann árangur bera og hlutskipti Íslendingana verður að ráfa frá eilífð til eilífðar um eyðimörkina handa móðunnar miklu og ekki einusinni Andskotinn í Helvíti mun láta sér til hugar koma að bjóða þeim vist hjá sér, því hann veit öðrum betur hvursu Íslendingar eru óalandi og óferjandi.    


mbl.is „Miður“ að ótímabær umræða hafi hafist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband