Leita í fréttum mbl.is

Rammasprengir á Hrauninu

jail1Hreiðar Már má sannarlega vel við una, að vera ekki lengur einungis frumkvöðull í ábatasamri bankstjórn, heldur og lét refsiramminn undan snilld hans í dag þannig að nú er hann óumdeildur forustusauður Hrunsamtakanna. Vel af sér vikið hjá Hreiðari að komast á spjöld sögunnar fyrir óeigingjörn afreksverk sín. Ef heldur sem horfir, þá mun drengurinn halda áfram að bæta metin og verma fletin á Hrauninu.

En það er svo sem ekkert verra að vera á Hrauninu en í réttarsalnum, og ólíkt er það huggulegra en að hokra í  banka sem búið er að tæma innanfrá. Á Hrauninu er hægt að stunda kaupsýslu í ró og næði og raka að sér auðæfum, ef vel er að verki staðið. En nú verður þingið að víkka refsirammann í fjáraflamálum að minnsta kosti í 10 ár og vona að Hreiðar sprengi þann ramma ekki utan af sér eftir nokkra mánuði.

Á móti dómum yfir Hreiðari og hans kammerötum vegur þungt, að þjóðin hefir mikilar mætur á hrunkóngum og hrundrottningum, sem sést best á því, að þegar hún var búin að ná áttum eftir Hrunið þá kaus hún eintóma hrunkarla, hrunkerlingar og hrunflokka yfir sig og siglir nú fyrir bragðið hvassan góðærisbyr inn í næsta skerjagarð. Við þurfum því engu að kvíða þótt einstaka hrunkálfar fái að flatmaga á Hrauninu um stund því að hrunvargarnir eru margfalt fleiri sem enn ganga lausir og munu ganga lausir. Og þjóðin mun elska þá alla hvoru megin girðingar við Litla Hraun þeir ganga. 


mbl.is Í fyrsta sinn út fyrir refsirammann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband