Leita í fréttum mbl.is

7 spurningar til VG

flokkseigendur_786424Af því að Alþingiskosningar eru skammt undan langar mig að bera upp fáeinar spurningar til VG. Að vísu geri ég ráð fyrir að frambjóðendur VG muni ekki ómaka sig á að svara mér né heldur einhverjar af þeim hræðum sem þar eru á skrá sem flokksmenn. Hinsvegar er varla til of mikilis mælst að VG-liðar hugleiði þessar spurningar, hugleiði þær og svari sjálfum sér fyrir þær.

1. Getur VG lýst því afdráttarlaust yfir fyrir kosningar að ekki komi til greina að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum?

2. Ætlar VG að taka á sig rögg og reka Steingrím J. Sigfússon úr flokknum áður en honum tekst að troða sér á framboðslista flokksins að þessu sinni?

3. Er sósíalismi enn bannorð á samkomum VG?

4. Má gera ráð fyrir, ef VG kemst í ríkisstjórn að kosningum loknum, að flokkurinn beiti sér fyrir því að ráðuneytin og stjórnsýsla ríkisins verði hreinsuð af því illgresi sem auðvaldsflokkarnir hafa plantað þar?

5. Mun VG hjóla í sægreifahjörðina og freista þess að færa þjóðinni aftur fiskveiðiauðlindina ef flokkurinn kemst í ríkisstjórn.

6. Eru félagar í VG sammála þeirri fullyrðingu að VG sé hægfara í  raun hægriflokkur?

7. Hvernig hyggjast VG-liðar bæta fyrir umhverisbrot sín, til dæmis á Bakka og Drekasvæðinu.

Ég læt þessar sjö spurningar duga að sinni því ærið mun verða fyrir fólk í VG að svara þeim. En þar eð ég kom dálítið að stofnum VG á sínum tíma þá er líklegt að ég sendi þessum fyrrum félögum mínum fleiri spurningar til úrlausnar bráðlega.


mbl.is Rósa Björk langefst hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

8. Hvar er skjaldborgin?

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2017 kl. 20:02

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Það er auðvitað sjálfsagt réttlætismál að flokkskírteini í VG eða öðrum sósíalistaflokki verði starfsskilyrði hjá ríkinu. Það eitt dugar þó ekki til; það þarf að fylgjast með að liðið hugsi rétt.

Æ, hvað varð um sæluríkin í Austri? Það er þó huggun harmi gegn að hvorki Norður-Kórea né Venesúela hafa bilað. Enda liðið þar ekkert að ybba gogg nema það vilji endilega fá gúmoren.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 2.10.2017 kl. 22:34

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað sem öðru líður, morgunblaðslærdómi þínum Einar Sveinn og öðrum ámóta fróðleik í rússagrílustíl, þá er illgresið sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir plantað um alla stjórnsýsluna þessháttar krabbamein sem ber að skera burt ef sjúklingurinn á að eiga einhverja framtíð fyrir sér.

Jóhannes Ragnarsson, 3.10.2017 kl. 15:04

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Var ekki Össur undur-röskur að planta samfóistum án auglýsingar í ráðuneytin?

Og hve mörgum hundruðum milljóna eyddi Steingrímur Joð í "sérfræðiálit" og annað þess kyns til að styðja undir það að hann fengi að borga Hollendingum og Bretum ólögvörðu Icesave-kröfuna þeirra og ESB-kommissaranna? Þær upplýsingar er að vísu að finna að hluta á vefnum thjodarheidur.blog.is

Jón Valur Jensson, 4.10.2017 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband