Leita í fréttum mbl.is

Afleiðingar eldgoss í Öræfajökli og draumur kerlingarinnar

gosFyrst Öræfajökull er að fara gjósa einhvern allranæstu daga, þá er rétt að upplýsa, að það ferli hefst með einu ægilegu sprengigosi, sem slær öllum kjarnorkusprengingaórum brjálaðra valdamanna við. Þegar sprengingin í Öræfajökli ríður af, er ekki óraunhægt að ætla að um það bil helmingur fjallsins takist á loft og hverfi eitthvað út í buskann, lendir sennilega einhvers staðar úti í Evrópu og leggur hana að mestu í eyði. Vel má vera að hinn burtsprungni helmingur jökulsins hæfi Bretlandseyjar, eða jafnvel Færeyjar, og valdi þar gífurlegum usla.

Auðvitað mundi svona ógurlegt sprengigos verða stórkostleg landkynning og fjölga ferðamönnum um mörg þúsund prósent, því allir munu vilja sjá leyfarnar af jöklinum sem lagði Evrópu í rúst. En að sjálfsögðu má engu muna þegar svona sprengin verður, því smávægilegir hnökrar gætu auðveldlega breytt gangi mála á þann veg, að Öræfajökull lenti norður við Kolbeinsey, eða, Guð varðveiti okkur öll, hann hafnaði á Sauðárkróki og fordjarfaði kaupfélagið þar og allar eiginir þess, - og hvað yrði þá um Framsóknarflokkinn?

Í vor frétti ég af háaldraðri kerlingarbreddu, sem dreymdi fyrir stórgosi á Íslandi á þessu ári. Í draumnum þótti henni sem maðurinn hennar sálugi, en hann átti ættir að rekja austur í Öræfasveit, sæti á salernisskálinni með óviðjafnanlega irðrakveisu og að hann hafi þá þegar misst, vegna mikils innri þrýstings, annan þjóhnappinn niður í skálina og von væri á að hann mundi þá og þegar hverfa með öllu niður í klóakið. Blessuð gamla konan varð svo hrædd í draumnum að hún vaknaði um leið og þjóhnappurinn hvarf í djúpið. Samdægusr réði kerling draum sinn á þann hátt, að innan skamms færi Öræfajökull að gjósa og það gos mundi verða mannskætt svo um munaði.


mbl.is Veruleg óvissa um framhald atburðarásar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband