Leita í fréttum mbl.is

Alvarleg dómsmálakreppa skekur nú land vort

hangiNú er staðan orðin svo alvarlega að Landsréttur þykir aldeilis sérlega skammarlegt fyrirbæri og það svo, að ekki er talið forsvaranlegt að taka af honum myndir til birtingar í fjölmiðlum. Er mál manna, að ekki hafi á Íslandi verið umdeildari dómur síðan Stóridómur leið og raunar óskiljanlegt, að Íslendingum hafi hugkvæmst að setja á laggirnar annan eins ófögnuð á tuttugustu og fyrstu öldinni. Að vera dreginn fyrir Landsrétt þykir enda hið mesta grín og dómar hans léttvægir fundir og aungvum dettur í hug að fara eftir þeim.

Ekki hefir legið í láginni, að ógæfa Landsréttar er að hafa lent í tröllahöndum hæfnisnefndar og loks ráðherra, sem hélt að hún ætti að handvelja flokkssystkyni í dómarastöður við þennan misheppnaða rétt. Svo er eitthvað um að stórgáfað fólk, skaðmenntað, ruglist á Landsrétti og Landsdómi og haldi að Landsrétti sé ætlað að dæma stjórnmálaafbrotamenn í svo og svo langa fangelsisvist eða jafnvel einhvers enn verra. Og þegar við bætist að ekki sé heimilt að mynda Landsrétt vakna strax grunsemdir um að téður réttur sé ekki lengur í tölu lifenda, hafi sem sé fallið frá í frumbernsku.

Allt er þetta grábölvað og til þess fallið að veikja undirstöður dómstóla og réttarkerfis þannig að það riðar til falls eins og vankarolla, og í þokkabót eru sýslumenn, sem áður vóru miklir höfðingjar og komu mörgum í gálgann, orðnir ómyndugir stagkálfar og álíka virðingarverðir og trúðfífl, sem klætt hefir verið í lúðrasveitarbúning. Ef þessari dómsóáran linnir ekki sem fyrst er viðbúið að dómstóll götunnar taki við störfum háæruverðugra dómstóla vorra og fari að leika bestu menn borgarastéttarinnar grátt með svívirðilegum dómum. Einnig gæti hugsast að biluðustu frjálshyggumenn og píratar afhendi dómsvaldið, samkvæmt útboði, í hendur hagsmunaaðila atvinnulífsins, þannig að til dæmis bændur gætu farið að hengja þá er þeim mislíkar við í passlega þröngum gilskorningum eða fram af bjargbrúnum, eins og tíðkaðist hér á landi á öldum áður. 


mbl.is Myndatökubann í Landsrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband