Leita í fréttum mbl.is

Allt er skítt og bölvað

tvazivj.pngÞá er komið í ljós það er margir hugðu, að Bjarni Ben er staðráðinn í að ganga milli bols og höfuðs á ljósmóðum og uppræta þær. Í kjölfarið munu barneignir leggjast af hjá fólki og í fyllingu tímans verður landauðn og allar áhyggjur, verðbólgur og spilling heyra sögunni til á Íslandi. Og allt verður sem áður var fyrir landnám; melrakkinn verður konungur fjallanna en selurinn fjörunnar.

Í raun er ótrúlega snjallt af Bjarna að hefja hina endanlegu lausn á vandamálum íslensks mannlífs með því að aftengja ljósmóðunar þannig að fækkun þjóðarinnar kemur af sjálfu sér uns síðasti Íslendingurinn lýtur í gras. Eftir að hafa hlustað í ,,vikulok" á Rás 1. í morgun, þá verður hvur maður svartsýnn og óskar þess að landið sökkvi, eða það verði að minnsta kosti mannlaust, og lausn Bjarna fer að hljóma eins og fegursta englasymphone.

Á heimili frú Ingveldar og Kolbeins ríkir sorg og svartnætti; ekki af því einhver hafi fallið frá, heldur vegna þess að útilokað er að Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG ná ekki meirihluta í Reykjavík. Það er líka hart í ári á heimilinum. Í vínskápnum er aðeins að finna ákavíti og landa og í skúffunni er bara vont stöff, svikið kók og trénað kannabis, svo ógeðslegt að Brynjar Vondalykt gubbaði af því yfir elhúsborðið. Allt er skítt og bölvað og megi Andskotinn eiga það og allir hans árar ... 


mbl.is „Það er skömm að þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Á að skilja þessa setningu með tvöfaldri neitun: "...vegna þess að útilokað er að Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG nái ekki meirihluta í Reykjavík"

sem

"...vegna þess að  Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG ná meirihluta í Reykjavík"? Þá ættu Ingveldur og Kolbeinn að vera mjög sátt.

Annars þér að segja þá er ekki líklegt að Framsókn komist inn og geta þessi gerpi sjálfum sér um kennt. Árið 2014 var flokkurinn einungis kosinn inn í borgarstjórn vegna Sveinbjargar og vasklegri framgöngu hennar. En svo spörkuðu þau henni út og þar með öllum kjósendum flokksins. Það var eins og að henda barninu út með baðvatninu eða að drepa gullgæsina. Borgar sig aldrei.

Aztec, 6.5.2018 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband