Leita í fréttum mbl.is

Viðeigandi byrjun

Karl MarxÞað er verulega viðeigandi hjá okkur sósíalistum með Sönnu Magðalenu í fararbroddi, að hefja leik með því að taka soldið harkalega í sjálftökulurginn á hinum sjálftökuglöðu borgarfulltrúum. Ekki er síður nauðsynlegt að taka laun borgarstjóra og vesælla bæjarstjóraræfla og skera þau niður við trog; það þessi auðvirðilegu gerpi séu með mikið hærri laun en boegarstjórar heimsborga sem telja íbúa í milljonum er svo afkáralegt að ekki er einusinni hægt að hlægja að þeirri vitleysu.

Þá er ekki síður tilefni til að velgja ráðherragemsunum undir uggum og þá ekki síst forsætisráðherranum og forseta Alþingis, en hann hefir ráðherralaun, og lækka þau niður í 700 þúsund krónur á mánuði og afnema ýmsar aukasporslur, sem kvikindin hafa komið sér upp í áranna rás. Þetta munum við sósíalistar gera með glöðu geði eftir næstu Alþingiskosningar í kjölfar stórbrotins kosningasigur. Já. Best væri að gera lög um laun ráðherra og forseta Alþingis afturvirk og gjöra núverandi ráðherrum og alþingisforseta að skila aftur illa fengnum ránsfeng sínum úr sameiginlegum sjóði landsmanna.

En því miður mun meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur ekki samþykkja að ránsfengur þeirra verði rýrður og varla verða bæjarstjórnir nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur, og reyndar margar fleiri bæjarstjórnir, tilfáanlegar í að lækka laun bæjarstjóra sinna niður í ásættanlega tölu. Þetta auma lið er hvort eð er allt brennimerkt spillingunni, ójöfnuðinum og skinhelginni og fráleitt við sæmilegu að búast úr þeirri átt. Því satt að segja er allt okkar sjórnkerfi, ásamt með stofnunum og einkarekstri, gjörspillt og rotið niður í rót og maður gengur undir manns hönd að halda spillingunni, lýginni og óþverraskapnum við með öllum hugsanlegum ráðum. Gætum að því. 



mbl.is Vill afnema greiðslur fyrir fundarsetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband