Leita í fréttum mbl.is

Kolbrandur Kolbeinsson og fordæðan

reið konaNú jæja, svo Skaptárhlaupið er hafið. Hvað ætli hlaupaleiðin sé löng að þessu sinni og hve margir keppendur taka þátt í hlaupinu nú? Í síðasta Skaptárhlaupi hefði Jón Íþróttamaður sigrað með fáheyrðum glæsibrag ef hann hefði ekki lent í því að villast í miðju hlaupi, hann tók beygju til hægri þar sem hann átti að fara til vinstri og hljóp eins og andskotinn væri á hælum hans eitthvert út í óbyggðir. Á fimmta degi höfðu björgunarsveitir loks upp á Jóni íþróttamanni og komu honum til manna.

Svo var það helvítis skelmirinn hann Kolbrandur Kolbeinsson, bróðir Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra og framsóknarmanns. Þeir bræður eru svo sem hvor öðrum líkur nema hvað Kolbeinn er vel kvæntur en Kolbrandur ekki. Snemma á lífsleiðinni komsr Kolbrandur í kynni við fordæðu, óhugnanlegan kvennmann sem kunni fyrir sér í göldrum, sem höfðu illar afleiðingar. Lítt til bóta með þessa fordæðu var vergirni hennar óstjórnleg og forhert og þá móti blés greip hún til galdra og kom mönnum á kaldan klaka. 

Lengi vel höfðu menn í hyggju að afgreiða fordæðuna eins og hvurja aðra galdrakind hér forðum með því annaðhvort að brenna hana á báli eða grýta hana í hel. Svo komust menn að því að brennur og grjótkast eru því miður bönnuð úrræði í dag í sona málum þannig að sú leið var lokuð. Þá datt einhverjum í hug það snallræði að senda Kolbrand Kolbeinsson og fordæðuna austur á land og kyrrsetja þau þar til frambúðar. Á Austurlandi hafa þau Kolbrandur líka hafað sér eins og graðpéníngur í haga alveg frá fyrsta degi. Þegar Austfirðingar höfðu loks gert sér grein fyrir hverskonar þrifasending þessi hjón voru í raun og veru urðu þeir ævareiðir og ætluðu jafnvel að grípa til vopan. En því miður var þá allt um seinan og Kolbrandur og fordæðan orðin eins og jarðföst kennileiti í náttúrunni austur þar.   


mbl.is Skaftárhlaup er hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband