Leita í fréttum mbl.is

Framfarir nútímans hafa gjört okkur að fullgildu skógareldalandi

kaffi3Þær eru stórstígar framfarirnar í heiminum og í samræmi við það hafa Íslendingar orðið afskaplega alþjóðlegir og vel að sér í vestrænni sauðnautsheimsku. En burt séð frá því, þá erum við eins og aðrar háþróaðar þjóðir komir í skógareldahættu og það er ekki lítil upphefð. Nú sjáum við fyrir hugskotssjónum okkur dýrðardaga með beinum útsendingum um allan heim frá gríðarlegum skógareldum á Íslandi. Já, elsku vinir, það er munur að vera heilmikið númér á festingu frjálsra lýðræðisríkja.

Síra Baldvin hefir lengst allra, eða það held ég, verið elskhugi og aðdáandi frjálsra og friðelskandi lýðræðisríkja. Þegar ljóst var að Dónaldur Trump, gáfulegur sem hann er, mundi verða næsti forseti USA, blés síra Baldvin þegar til þakkargjörðarguðsþjónustu og brýndi fyrir söfnuði sínum að senda Trump tíund af launum sínum til að aðstoða hann við múrinn milli USA og Mexíkó og stugga mexíkönskum hálfmennum með ,,logandi sverði" frá siðmenningu og friðarást repúblíkana vestur þar. Og söfnuðurinn þorði ekki öðru en rísa á fætur og klappa fyrir musterishöfðingja sínum.

Fleira hefir kraftaverkaklerkurinn síra Baldvin á sinni könnu þessa dagana en að gæta sálna í prófastsdæmi sínu, því hann hefir tiltækan flugumann sinn, sem á að leggja eld að íslenskum skógum, því síra Baldvin birtist vitrun í draumi þess efnis, að Trumpur forseti mundi rétta okkur, hans innilegustu bandamönnum, hjálparhönd við að slökkva eldana. 


mbl.is Neisti frá útblæstri bíls dugar til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Haft var eftir einhverjum kotbónda fyrir mörgum árum síðan, að skóglendi í náttúru Íslands væri eins og "skegghýjungur á vanga ungrar stúlku". Hann bjó sennilega á Melrakkasléttu og elskaði urðina og grjótið sem þekur 90% landsins. Ég er á öndverðum meiði. Allur trjágrjóður (ekki kjarr) er framför og kætir augað, sem ekkert ljótt má sjá.

Já, það er hlægilegt að hugsa til þess að Íslendingar eru að tapa sér yfir skógareldahættu á þessu skógalausu landi þar sem "langvarandi þurrkar" endist einungis í nokkra daga í senn og þar sem aldrei hefur verið hitabylgja (22°C er enginn hiti). Stormur í tebolla.

Annars varðandi vin okkar, Trump: Þótt hann sé ekki vel máli farinn og er helzt til linur gagnvart óvinum sínum, þá hefur hann lög að mæla þegar hann hirtir islömsku hryðjuverkapödduna Sadiq Khan, sem er duglausasti borgarstjóri mannkynssögunnar. Mikill meirihluti Breta og meirihluti allra Evrópubúa eru sammála Trump hvað þetta varðar.

Aztec, 16.6.2019 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband