Leita í fréttum mbl.is

Ţegar Friđfinnur ný-nasisti drakk sig sódó

kick1.jpgÁ gamalsaldri gjörđist Friđfinnur heitinn ný-nasisti og hengdi upp mynd af Hitleri upp á stofuvegg heima hjá sér. Um sömu mundir rak hann eiginkonu sína, Pétrínu Storđ ađ nafni, horađa og trjásulega, burt af heimilinu og hótađi ađ skóta hann međ haglabyssunni ef hún lét sjá sig í námunda viđ húsiđ sem ţau höfđu búiđ í í stinn fjörutíu ár. Ekki varđ undrun samborgaranna minni ţegar Friđfinnur bar inn til sín ókjör af sódavatni. Ţegar hann var spurđur hvađ allt ţetta sódavatn ćtti ađ ţýđa, svarađi Friđfinnur ţví til ađ hann ćtlađi ađ drekka allt ţetta sódavatn til ţess ađ verđa sódó.

Eitt kvöldiđ kom Friđfinnur askvađandi í knćpuna á horninu, svo vopnađur, ađ segja má međ sanni ađ hann hafi veriđ grár fyrir járnum. Veitingamađurinn varđ mjög felmtrađur viđ uppákomuna og hugđist biđja Friđfinn í góđu ađ fara út og koma svo bara aftur ţegar hann hefđi afvopnast. Ţessu svarađi Friđfinnur međ ţví einu ađ reka skeptiđ á haglaranum í trýniđ á vertinum og var hann ţar međ úr sögunni ţađ kvöldiđ. Síđan settist Friđfinnur ađ drykkju og talađi margt undir borđum. Međal annars tjáđi hann viđstöddum ađ hann vćri ekki einungis ný-nasisti og ný-frjálshyggjumađur, heldur og vćri hann nú orđinn vel sódómískur.

sprengFám dögum síđar varđ íbúum bćjarins ljóst, ađ Friđfinnur vćri búinn ađ gera hús sitt ađ hćttulegu víghreiđri. Hvenćr sem var sólarhringsins bárust hastarlegi skothvellir frá húsi hans og stundum sprungu vítisvélar í garđi nágrannans, eđa úti á strćtinu, sem stórhćtta stafađi af. Svo kom ađ ţví ađ ríkisstjórnin lét máliđ til sín taka og sendi ţyrlu á vettvang, sem sturtađi bílhlassi af sprengiefni á hús Friđbjarnar. Sprengingin varđ svo grimm, ađ ekki hvarf hús Friđbjarnar eitt af vettvengi heldur ţurrkuđust nćstu tíu hús í kring út af yfirborđi jarđar. Ţegar ţett gerđist var Friđfinnur ţví miđur ekki heima, hann var í heimsókn hjá Valfríđi systur sinni, sem er gallhart ný-nasistafól. Nú býr fólk á stađnum sig undir hiđ versta, ţví öllum mun nú ljóst vera ađ Friđfinnur er ekki heill á geđsmunum, međ öđrum orđum : snarbrjálađur og hćttulegur. Ađ framansögđu má ţví ljóst vera ađ Friđfinnur er aunginn ,,Friđfinnur heitinn".


mbl.is „Fílar í sódavatni“ hluti af sýningu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband