Leita í fréttum mbl.is

Þeir er viðsjárverðir, um það verður ekki deilt

mafia2.jpgJá, þeir eru viðsjárverðir drengirnir í Heimdalli og ósköp illa siðaðir. Fyrir nokkrum árum kom upp sú athyglisverða hugmynd, að allir sem verið hefðu í Heimdalli væru núllstilltir og þeir látnir byrja í leikskóla, eins og tveggja ára börn. Síðan mundu þeir fylgjast að með þeim er vóru tveggja ára þá upp í grunnskóla og leitast við að koma þeim heilli en þeir voru upp úr tíunda bekk. Svo væru þeir sendir á togara og í fiskvinnslu, eða bara beint á eftirlaun á kosningaréttar og kjörgengis.

Vissulega er þessi frábæra hugmynd enn uppi á borðum viðkomandi ráðuneyta, því hjá hinum opinbera hafa embættismenn áttað sig á voðanum sem stafar af Heimdallslærðu fólki. Einhvern tíma, reyndi einn hugsjónafullur ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum að einkavæða Heimdall og alla þá í þeim félagsskap hafa verið. Það fór nú svona og svona. Loksins keypti hálfblindur afdalakurfur einn Heimdellinginn og ætlaði að nýta hann til búverka. Mánuði eftir að Heimdellinguinn var kominn á frjálsum markaði upp í sveit var lögreglunni gert viðvart um vofeiflega atburði á afdalakotinu.

Ójá, og það munaði ekki um það: Hálfblindi búandikurfurinn hafði fundist dauður undir grindum í fjárhúsinu, leyfarnar af beljunni lágu úti á hlaði, en bæði lærin höfðu verið hoggin af og höfð á brott. Rakkinn, þessi trygga og blíða skepna fannst hengd yfir fjósbásnum og búið var að brenna hlöðuna til kaldra kola ásamt íbúðarhúsinu. Þegar til átti að taka hafði Heimdellingnum tekist að þinglýsa bújörð með öllum áhöldum og skepnum yfir á sig og var þegar búinn að leysa vátryggingarféð út. Þetta glæsilega einkaframtak Heimdellingsins var ákaft rómað af félögum hans í Heimdalli og talið sérlega vel heppnað einkaframtak.     


mbl.is Hótaði starfsmanni með grófum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband