Leita í fréttum mbl.is

Óviturleg notkunn á tundurskeyti í Sandgerði

war3.jpgJahérnahér og Sathan sjálfur. Hefði nú ekki verið viturlegra nota tundurskeytið í Sandgerði til annars en að hræða fiska og fugla á hafi úti? Góður kunningi minn varð alveg óður þegar hann frétti hvernig farið var með sprengiefnið; hann er sem sé þeirrar skoðunnar, að það hefði átt að koma tundurskeytinu fyrir undir bælinu gömlu Framsóknarmaddömunnar og sprengja gjörvallt Framsóknarfjósið, ásamt Maddömu og Fjóshaugi, í loft upp. Með því móti hefði sprengingin gjört firnamikið gagn.

Roskinni konu úr Vesturbænum var nóg boðið þegar henni var sagt af sprengingunni út af Sandgerði. Þessi kona hefir allt tíð þráð að sprengja helvítis kommonistana til andskotans eins og skólprottur. Hún man tímana tvenna og kann frá mörgu að segja. Eitt sinn ákvað hún, ásamt stallsystur sinni, að hefja skæruhernað gegn kommonistum og framsóknarlýð. Þær komust yfir nokkrar byssur, stálu þeim frá vinum og ættingjum og komu sér fyrir í dágóðu herbergi uppi í fjórðu hæð, sem þær tóku á leigu til verksins. Um kveldið sátu þær í myrkrinu uppi á fjórðu hæð, drukku upp úr séníverpotti, sem þær keyptu í taugaróandi tilgangi, biðu þolinmóðar með byssuhlaupin út um opinn gluggann. Daginn eftir var frá því sagt í Morgunblaðinu að tvær saklausar húsmæður hefðu kveldið áður verið skotnar til bana úti á miðri götu í Reykjavík. 

launmorðEn vinkona ykkar, roskin og settleg úr Vesturbænum, lét ekki þar við sitja, að murka líftóruna úr saklausum konum á kvöldgöngu, heldur hóf hún ásamt vinkvendi sínu hamslausa skothríð nóttina eftir á bárujárnshús í Þingholtunum, en þar töldu þær að ritstjóri kommonistanna byggi með hyski sínu. Því miður var umræddur ritstjóri ekki þarna til húsa, heldur gamall geðstyggur karl, nýfluttur úr sveitinni á mölina. Hann hafði löngum verið grenjavinnslumaður í sínum hreppi og hafði haft með sér byssuhólka sína til höfuðborgarinnar, því aldrei var að vita á hverju þar væri von. Þegar sá gamli varð var við að árás væri hafin á hús hans reif hann fram sína öflugustu byssu, hálfgert fallstykki, þungt og voðalegt. Byssan beið tilbúin í stofunni með fullu magasíni og karlinn stakk hlaupinu út um lítinn glugg á salerninu. Fljótt sá hann hreyfingu í dimmu skoti við hús hinumegin við götuna, og skaut þegar í stað, því hann vissi manna best hve áríðandi var að vera fljótur til þegar refir eru skotnir. Efir skotið heyrðist ekki neitt, nema hvað gamli tófubaninn beið í sömu sporum við klósettgluggann með stórgripavopnið tilbúið í höndunum. Þessa nótt féll lagskona þeirrar rosknu úr Vesturbænum fyrir byssuskoti, sem var þeirrar tegundar að nær allur heilinn hennar, sem aldrei var nú stór, lá úti við hlið hinnar föllnu. Niðurstan af baráttu konu í Vesturbænum gegn kommonistum voru því þrjár konur dauðar og aungin þeirra kommonisti. 


mbl.is Öflugu tundurskeyti eytt úti fyrir Sandgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband