Leita í fréttum mbl.is

Vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans

x35Merkilega rýr poletikus þessi Katrín Jakobsdóttir. En það var nú fyrir löngu vitað. Telpan er sem sé poletiskur loddari og ekkert um fram það. Hvað meinar hún með því það þurfi frekari umræðu um ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og þar af leiðandi verði ekkert um slíkar atkvæðagreiðslur í frumvarpinu? Ekki svo mikið sem stafkrókur. Hafa virkilega engar umræður eða mjög litlar átt sér stað á Alþingi síðan stjórnlagaráð lauk störfum sínum fyrir næstum áratug? Eða á Katrín bara einfaldlega við að Sjálfstæðisflokkurinn, þessi knái oddviti lyðræðis og frelsis, vilji ekkert með þjóðaratkvæðagreiðslur hafa, því þær geti óhjákvæmilega truflað framgang þrengstu einkahagsmuni auðvaldsins og gert að engu áform þeirra um ránskap af þjóðinni?

Sennilega væri réttast hjá Katrínu, það er að segja ef hún er með réttu ráði, að fara með stjórnarskrárfrumvarp sitt og auðvaldsins og rífa það niður í ruslatunnuna. En, því miður, telst Katrín vart með réttu ráði og því mun hún leggja stjórnarskrárbastarð sinn og Sjálfstæðisflokksauðvaldsins fram til að fullkomna óburðugan og fyrirlitlegan loddaraskap sinn. 

,,Vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans" orkti hann séra Hallgrímur sálugi Pétursson, en hann þókti gott skáld á sinni tíð og fór aldrei með fleipur. Þessi orð Hallgríms heitins koma iðulega ósjálfrátt upp í hugann þegar fréttir berast af stjórnmálaafrekum Katrínar Jakobsdóttur, Steingríms Johoð og VG; í þeirra huga er vinskapurinn við braskaralýð og uppskafninga Sjálfstæðisflokksins mörgum sinnum mikilvægari en sannleikur og heiðarleiki. Þegar svo er komið að stjórnmálaflokkur, hver sem hann er, verður ber að þessháttar framferði og skömm sem hér er á ferðinni, er tímabært fyrir hann að draga sig í hlé og leysa sjálfan sig upp, svo góðviljaðir menn þurfi ekki að ómaka sig á að rífa í hann harkalega upp frá kjötkatlinum og sveifla honum burt á skottinu.


mbl.is Besta lausnin eða vonbrigði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband