Leita í fréttum mbl.is

Forustuskríllinn fremur hrossakaup um bankasölur og þjóðgarð

fall2.jpgBlessaður karlinn hann Bjarniben. Hann ætlar að selja hlut sem er í eigu almennings, sem ætla má að sami almenningur vilji ekki selja. Þess utan viðist Bjarniben svo skyni skroppinn, að sjá ekki hve óviðeigandi það er gagnvart Íslendingum að hann sé að grufla í að selja hluti í sameiginlegri eigu landsmanna. Það eru ekki nema örfá ár síðan samtökin, sem Bjarni þess ben veitir forstöðu, seldu eignir fólksins, þar á meðal tvö banka, með afleiðingum sem seint gleymast. Hverskonar háttaleg er þetta eiginlega? Er þetta lið sem að stendur gjörsamlega siðlaust eða hreinlega siðblint?

Svo er að sjá sem fyrirhuguð vinavæðing, sem samtökin hans Bjarnaben kalla bankasölu eða einkavæðingu eftir atvikum, sé liður í ógeðfelldum hrossakaupum milli þingflokks Sjálfstæðisflokksins og Flokkseigendafélags VG: Bjarniben og hans vinir og kunningjar fái að braska með bankana sem eru í eigu almennings, en vesalingarnir í VG fái staðinn lög um ,,þjóðgarð" á hálendinu! Það er vandséð hver er mestur ræfillinn í þessum ólánsverkum.

Ef allt væri með felldu og eigendur Sjálfstæðisflokksins og VG siðað fólk ætti ríkisstjórnin að láta fara fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur um einkavæðingu bankanna og hvort gera skuli miðhálendið að þjóðgarði. En því miður hefur forustuskríll ríkisstjórnarflokkanna hvorki vit né kjark og enn síður siðferði til að leita samþykkis eða synjunar á stórum málum sem þeim er hér um ræðir. Eflaust telja Bjarniben, Stenngrimur Johoð og Framsóknarmaddaman áform þeirra, sem hér eru talin, vera lögleg. En þó þau séu lögleg þá eru þau siðlaus og ekki aðeins siðlaus heldur anga þau af skítugri glæpamennsku, sem allt heiðarleg fólk hefir megna skömm á.


mbl.is Hámarksverð fyrir Íslandsbanka ekki aðaláhersla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Laglega að orði komist.

Jónatan Karlsson, 1.2.2021 kl. 17:23

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo kýs fólk aftur og aftur þetta fólk yfir sig. 

Sigurður I B Guðmundsson, 1.2.2021 kl. 18:26

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ekki hægt að lýsa þessu betur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.2.2021 kl. 19:14

4 Smámynd: Snorri Gestsson

Fyrst 25 nú 35% svo kennitölu söfnun, gaman gaman

Snorri Gestsson, 1.2.2021 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband