Leita í fréttum mbl.is

Haltukjaftiástand í Eflingu meðan Amríku-Viddi stýkur á sér vömbina í efrimillistéttarhlýjunni

efling2Það er sem sagt brostið á algert ,,haltukjaftiástand" í verkalýðsfélaginu Eflingu. Varla er það efnilegt eða uppbyggjandi. Svo er þarna einhver giljagaur, Ragnar heitir hann víst, sem enginn hefir kosið til eins eða neins, sem bannaði myndatökur á hinum landsfræga kontór Eflingar. Spurning er hvort hann var að störfum þarna fyrir Vidda vin sinn, þann hinn sama og stökk fyrir borð Eflingarskútunnar með Sólveigu Önnu og hljóp eins og vindgapi til lands í efrimillistéttarhlýjuna, þar sem hann er vanur að strjúka á sér vömbina.

eflingAf fréttum að dæma, þá er stjórn Eflingar sennilega búin að skíta í sig af hræðslu, því andi hinna burtflognu, Bandaríkja-Sollu og Amríku-Vidda, svífa yfir höfðum stjórnarmanna eins og illir púkar og heimta þögn og meðvirkni. Á stjórnarfundinum í dag kaus stjórn þau Sollu og Vidda fórnalömb ársins; átti nokkur von á öðru? En áður en fundurinn hófst hafði stjórnin og Ragnar giljagaur slegist eins og hundar í réttum við blaðasnápa og ljósmyndara og veitti hvorugum betur og lauk þeim bardaga með því að allir féllu með sæmd.

En þókt Bandaríkja-Solla og Amríku-Viddi séu á brott og hafi fengið þann yfirsöng sem þeim ber, þá er ekki þar með sagt að þau gangi ekki aftur. Í dag fóru þau ljósum logum um skrifstofusali Eflingar eins og nákaldur gegnumtrekkur og hvísluðu brottrekstrum og eineltisfúnksjónum í eyru starfsfólksins, en á meðan stóð Ragnar giljagaur yfir lémagna kontóristunum eins og einhver Slavik yfirfangavörður. Hinsvegar stendur Gvendur á gröfunni keikur og sperrir stél, því hann veit að hann á alskosta við stjórnina og helvískan giljagaurinn. Þó svo dagar samsæriskenninga og fórnarlambsjarms Bandaríkja-Sollu og Amríku-Vidda sé ekki alveg um garð gengnir og reimleikarnir á kontórnum haldi eitthvað áfram, er samt næsta víst að smám saman mun renna upp fyrir félagsmönnum Eflingar að brotthlaup Sollu og Vidda hafi bara verið eins og hver önnur nauðsynleg landhreinsun og vel sé hægt að reka róttæka og árangursríka verkalýðsbaráttu án þeirra. En sem stendur er haltukjaftiástand hjá Eflingu og dálítill draugagangur.   


mbl.is Tóku á rás undan fréttamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband