Leita í fréttum mbl.is

Hin einkennilegi brennuvargur á Stað og fall hans

eldur3Í gamla daga þegar gamli Kolbeinn var kaupfélagsstjóri á Stað reyndi Kolbeinn yngri, þá æskupiltur, fyrir sér sem brennuvargur. Fyrst kveikti hann í veiðarfærageymslu Gunnólfs útvegsbónda. Þar næst lá leiðin að íverukofa Gullu Bjöllu; þegar logarnir voru farnir að leika um hreysið sást Gulla Bjalla koma í loftköstum út um eina gluggann á húsinu, það þókti sótfengleg sjón. Svo gjörðist það örskömmu síðar, að barnaskólinn stóð í ljósum logum eina nóttina. Nú fór Staðaríbúar að ókyrrast sem vonlegt var.

Næst var hoggið fullnærri gamla Kolbeini kaupfélagsstjóra, því óskiljanlegur ekdur komm upp í vörugeymslu félagsins. Þá, en fyrr ekki, settist Kolbeinn eldir niður og lagði saman tvo og tvo og fékk óvéfengjanlega út hver brennuvargurinn væri. Það var ekki um nema einn að ræða sem tæki sér á hendur svo fráhrindandi óþrifaverk. Morguninn eftir varð uppi fótur og fit á Stað, því árla mjög berst sú frétt yfir þorpið að Eyvindur verkstjóri hjá stórútgerð Magnúsar Kristfinnssonar hefði fundist skotinn í rúmi sínu klukkan hálfsex þennan sama morgun. Hafði útidyrahurðinni á heimili hans verið sparkað upp af heljarafli, kona Eyvinds eitins dauðrotuð á ganginum, en hún virtist hafa stokkið upp úr rúminu við umbrotin. Að svo búnu hafði Eyvindur verið tekinn af lífi með skotvopni.

Þegar talað var um, svo Kolbeinn kaupfélagsstjóri heyrði, að Eyvindur verkstjóri hefði fallið fyrir morðingjahendi, svaraði hann því ætíð til að hann hefði verið veginn. Hins vegar vildi kaupfélagsstjórinn ekkert úttala sig um hverjum stæði næst að greiða bætur fyrir vígið, heldur lét sér nægja að vitna í fornsögur Íslendinga og greina mönnum frá því, að mörg víg hefði Víga-Styrr vegið og aldreigi bætt nokkurn þann er hann vó. Var þetta látið gott heita á Stað, en eftir því var tekið, að upp úr vígi Eyvindar lögðust íkveikjur af þar um slóðir og var það talið sanna að Eyvindur verkstjóri hefði verið hinn atorkusami brennuvargur.   


mbl.is Kviknaði í yfirgefnu húsi í Úlfarsárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband